Hlátrasköll vegna gamaldags aðferða

Alþingismenn greiddu atkvæði með handauppréttingu í dag. Kerfið þeirra lá …
Alþingismenn greiddu atkvæði með handauppréttingu í dag. Kerfið þeirra lá niðri. Skjáskot/Alþingi

„Nú háttar svo til að atkvæðagreiðslukerfi þingsins er ekki í lagi og við hverfum til verklags fyrri tíma. Lagt er til að greidd verði atkvæði með handauppréttingu,“ sagði Guðjón S. Brjánsson, fyrsti varaforseti Alþingis, í þingsal í gær þegar greiða skyldi atkvæði um skýrslubeiðni nokkra.

Nokkur hlátrasköll brutust út við tilefnið. Mönnum þótti gaman að þessu og beiðnin var samþykkt með 48 greiddum atkvæðum, þ.e. flestra sem voru staðsettir.

Um var að ræða atkvæðagreiðslu um að beiðni skyldi gerð um skýrslu um áhrif þess að stúdentsprófsnám hafi verið stytt.

Næsta mál var afgreitt með sama hætti en fljótlega komst kerfið í lag. Það virkar þannig að menn þrýsta á hnapp á borðinu hjá sér og telst öllu áreiðanlegra en hið gamla kerfi, sem þó hefur sýnt sig að stenst alla tæknilega örðugleika.  

Hér er bein útsendingin frá þinginu í dag. Atvikið átti sér stað Kl. 15.43.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert