Jökulsárlónið mjög vel auglýst

Ferðamenn við Jökulsárlón að vetrarlagi. Í febrúar í fyrra heimsóttu ...
Ferðamenn við Jökulsárlón að vetrarlagi. Í febrúar í fyrra heimsóttu um 46.000 manns Jökulsárlón. mbl.is/RAX

Auðvelt aðgengi og gott markaðsstarf eiga sinn þátt í því að lítil árstíðasveifla er í komum ferðamana að Jökulsárlóni, þrátt fyrir að heimsókn þangað feli í sér langan akstur. Þetta er mat Gyðu Þórhallsdóttur, doktorsnema og eins höfunda könnunar um fjölda og dreifingu ferðamanna 2018, sem kynnt var á fundi Ferðamálastofu í gær.

Gyða hefur, ásamt Rögn­valdi Ólafs­syni, þróað aðferðafræði sem byggir á taln­ing­um bíla sem koma á yfir 30 áfanga­staði um allt land.

Niðurstöðurnar byggja á talningum sem gerðar voru í ágúst, október og febrúar á árabilinu frá 2015-2018 og meðal þeirra staða sem talningarnar eru gerðar á eru Þingvellir, Jökulsárlón, Reykjanesviti, Hraunfossar, Djúpalónssandur, Látrabjarg, Dimmuborgir og Landmannalaugar.

Áberandi árstíðasveifla er á sumum þessara staða. Þannig detta gestakomur til að mynda nær alfarið niður í Landmannalaugum og á Látrabjargi yfir vetrartímann. Sums staðar dregur verulega úr þeim, eins og t.d. í Dimmuborgum þar sem um 86.000 gestir komu í ágúst í fyrra, í október var ferðamannafjöldinn kominn niður 22.000 og í febrúar voru ferðamennirnir um 7.000.  Þingvelli heimsóttu um 185.000 í ágúst samkvæmt talningunni, um 139.000 í október og 89.000 í febrúar. Gestir í Jökulsárlóni voru þá um 124.000 í ágúst, 76.000 í október og 46.000 í febrúar.

Fjöldinn í febrúar.
Fjöldinn í febrúar. mbl.is
Fjöldinn í október
Fjöldinn í október mbl.is

Auðvelt aðgengi og marksaðssetning

Lítið árstíðasveifla í komum ferðamanna til Þingvalla kemur varla mikið á óvart, en öllu lengri akstur er í Jökulsárlón.

„Þetta eru þessir staðir sem hafa verið vinsælir, þeir verða líka vinsælir meðal ferðamannanna,“ segir Gyða. „Ég held að samgöngurnar séu líka að skipta alveg rosalega miklu máli.“ Hún bætir við að þrátt fyrir kílómetrafjölda þá sé auðvelt að komast í Jökulsárlón árið um kring.  

„Við sjáum líka að Jökulsárlónið er mjög vel auglýst,“ segir hún. „Síðan er það líka staður þar sem maður getur séð á auðveldan hátt bæði jökul og lón.“ Slíkt sé ekki sýnilegt víða með sambærilegum hætti. „Þannig að svoleiðis staður dregur að.“

Veðrið telur Gyða þá einnig eiga sinn þátt, ekki síður en samgöngurnar, í að komur ferðamanna detta mikið til niður á Vestfjörðum yfir vetrarmánuðina. Hún bendir þó einnig á að Látrabjargið til að mynda, sé einkum staður sem laði að ferðamenn sem hyggi á fuglaskoðun og því heimsæki fólk þann stað aðallega þegar fuglinn er.

Marg­ir ferðamannastaðir á Norður-og Vest­ur­landi eru einnig vannýtt­ir utan há­anna­tíma, á meðan að taln­ingin sýn­ir að Suður­land er vin­sælt meðal ferðamanna allt árið um kring.

Horft yfir hnípta brún á Látrabjargi. Þeir ferðamenn sem þangað ...
Horft yfir hnípta brún á Látrabjargi. Þeir ferðamenn sem þangað koma eru margir í fuglaskoðun og koma því helst yfir sumartímann þegar fuglinn er. mbl.is/Árni Sæberg

„Við sjáum þó að Borgarfjörðurinn og Snæfellsnesið eru líka að sækja á,“ segir Gyða og kveðst telja vel heppnaðri markaðssetningu það að þakka. „Síðan er líka verið að reyna að dreifa ferðamönnum,“ bætir hún við og kveður það kunna að eiga einnig þátt í máli.

Ekki sé þó hægt að útiloka að ferðamenn geri einfaldlega margir víðreistar um landið en áður og þetta sama fólk sé því líka að heimsækja Jökulsárlón svo dæmi séu tekin. „Mikið af ferðamönnunum sem koma hingað, þeir  koma til þess að sjá þessa helstu staði,“ bætir hún við en þau Rögnvaldur segja í skýrslunni hægt mjakast til betri veg­ar og að hægt sé að draga meira úr árstíðasveifl­unni.

mbl.is

Innlent »

Þetta er adrenalínfíkn

Í gær, 22:33 Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »

„Allt gekk upp og allir voru glaðir“

Í gær, 21:55 Mýrdalshlaupið var hlaupið í dag og mikil lukka var meðal þátttakenda. Nýlunda í ár var sú að boðið var upp á 23 kílómetra leið. Það var uppselt fyrir viku í þann flokk. Meira »

Margrét Friðriksdóttir kveður

Í gær, 21:41 Síðasta útskriftarathöfn Margrétar Friðriksdóttur sem skólameistara MK var haldin í Digraneskirkju í gær. Þar brautskráðust alls 218 nemar úr skólanum. Meira »

Tuttugu stúdentar útskrifaðir

Í gær, 21:26 Tuttugu stúdentar voru útskrifaðir í dag frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Þá lauk einn nemandi námi í fjallamennsku, tveir nemendur luku framhaldsskólaprófi, einn útskrifaðist af fisktæknibraut, einn útskrifaðist úr tækniteiknun og einn nemandi A stigi vélstjórnar að því er segir í fréttatilkynningu frá skólanum. Meira »

Tveimur milljónum króna ríkari

Í gær, 20:55 Heppinn lottóspilari er tveimur milljónum króna ríkari eftir að dregið var í Lottóinu í kvöld en hann var með allar fimm tölurnar réttar í Jókernum. Meira »

Rokkhrokinn settur í aftursætið

Í gær, 20:00 Hann er leikari og þungarokkari, trommari og fjölskyldumaður. Björn Stefánsson, oft nefndur Bjössi í Mínus, hefur nú stimplað sig inn í leikhúsheiminn. Hann hefur verið edrú í áratug, lært leiklist í Danmörku og sýnt og sannað að hann á heima uppi á sviði, og ekki bara á bak við trommurnar. Meira »

Þingmenn að „bregðast þjóð sinni“

Í gær, 18:42 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vandaði ráðamönnum ekki kveðjurnar á útifundi á Austurvelli í dag. Hann sagði þá vera að „bregðast þjóð sinni“ og að Alþingi væri ekki treystandi. Meira »

Eineggja tvíburar dúx og semídúx

Í gær, 18:00 Við útskrift í Flensborgarskólann á fimmtudaginn reyndust dúx og semídúx vera tvíburasystur. Þær eru á sömu námsbraut, í sömu íþrótt og líta eins út. Þær gera allt saman. Meira »

Barðsvíkin kjaftfull af rusli

Í gær, 17:45 Félagið Hreinni Hornstrandir stendur fyrir hreinsunarferð í Barðsvíkina helgina 14.-16. júní og segir forsprakki hópsins Barðsvíkina kjaftfulla af rusli. Sjálfur hóf hann að hreinsa rusl á Hornströndum eftir að franskur ljósmyndari setti upp sýningu erlendis á ruslinu við strendurnar. Meira »

Þakklátur pabba að hafa rekið mig í iðnnám

Í gær, 17:17 Myndlistarmaðurinn Daníel Magnússon er mikill hagleikssmiður og þekktur fyrir sérstaka stóla sína. Hann segir góða endingu nytjahluta á vissan hátt vera fegurð ef hún sé skynsamlega útfærð. „Í mínum huga eru nytjahlutir eitthvað sem allir listamenn ættu að hafa skoðun á.“ Meira »

Riðin árleg tvídreið

Í gær, 16:51 Þau voru gleðileg að sjá, fólkið sem klæddi sig í sitt fínasta púss upp úr hádegi í dag og kom saman við Hallgrímskirkju til þess að hjóla uppstrílað um miðbæ Reykjavíkur. Það var í hinni árlegu tvídreið, sem er kölluð Tweed Ride Reykjavík. Meira »

Vilja meiri umfjöllun um afstöðu sína

Í gær, 16:04 Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, gagnrýndu fjölmiðla, og þá aðallega ríkisfjölmiðilinn, fyrir skort á umfjöllun um þau efnisatriði sem Miðflokksmenn hafa lagt áherslu á í málflutningi sínum um innleiðingu þriðja orkupakkans, í þingræðum sínum um málið í morgun. Meira »

Eyþór tók Krúnuleikastefið á Selló

Í gær, 15:46 Á sjötta hundrað manns mættu á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins í dag en um þessar mundir eru 90 ár liðin frá samruna Íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins. Meira »

Glöð ef þau komast inn fyrir jólin 2021

Í gær, 14:47 Það er öryggi að þetta bjargræði er til staðar. Fólk treystir því að það er í lagi að eldast hér,” segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU í Hornafirði. Meira »

Íslenskur sundknattleikur að lifna við

Í gær, 14:15 Ármenningar eru Íslandsmeistarar í sundknattleik 2019, en þeir lögðu keppinauta sína úr Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) með 13 mörkum gegn 8 í Laugardalslaug fyrir hádegi. Leikurinn var liður í alþjóðlegu tíu liða móti sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Meira »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

Í gær, 12:50 „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »

Breytingar á leiðakerfi Strætó

Í gær, 12:37 Leiðakerfi Strætó mun taka lítilsháttar breytingum á morgun, 26. maí. Sumaráætlun verður tekin upp á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum landsbyggðarleiðum, leið 18 verður breytt og akstur mun hætta klukkustund fyrr á sunnudögum í sumar. Meira »

Segir dóm MDE „umboðslaust at“

Í gær, 11:35 „Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun. Meira »

Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun

Í gær, 11:20 Þingmenn hafa komið að máli við forseta Alþingis og spurt hann að því hvort ekki sé orðið tímabært að stöðva umræðu þingmanna Miðflokksins með því að beita ákvæði í 71. gr. þingskaparlaga. Steingrímur segist hafa verið „tregur til að gangast inn á“ að hann sé farinn að hugleiða það, ennþá. Meira »
LOFTDÆLA
Til sölu loftdæla verð kr. 30.000. Upplýsingar í síma 6990930...
Frímerkjasafnarar
Frímerkjasafnarar Þýskur alvöru frímerkjasafnari vill komast í kynni við íslensk...
NP Þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h.. Hafið samband í síma 83...
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf í læknisfræði...