Jökulsárlónið mjög vel auglýst

Ferðamenn við Jökulsárlón að vetrarlagi. Í febrúar í fyrra heimsóttu ...
Ferðamenn við Jökulsárlón að vetrarlagi. Í febrúar í fyrra heimsóttu um 46.000 manns Jökulsárlón. mbl.is/RAX

Auðvelt aðgengi og gott markaðsstarf eiga sinn þátt í því að lítil árstíðasveifla er í komum ferðamana að Jökulsárlóni, þrátt fyrir að heimsókn þangað feli í sér langan akstur. Þetta er mat Gyðu Þórhallsdóttur, doktorsnema og eins höfunda könnunar um fjölda og dreifingu ferðamanna 2018, sem kynnt var á fundi Ferðamálastofu í gær.

Gyða hefur, ásamt Rögn­valdi Ólafs­syni, þróað aðferðafræði sem byggir á taln­ing­um bíla sem koma á yfir 30 áfanga­staði um allt land.

Niðurstöðurnar byggja á talningum sem gerðar voru í ágúst, október og febrúar á árabilinu frá 2015-2018 og meðal þeirra staða sem talningarnar eru gerðar á eru Þingvellir, Jökulsárlón, Reykjanesviti, Hraunfossar, Djúpalónssandur, Látrabjarg, Dimmuborgir og Landmannalaugar.

Áberandi árstíðasveifla er á sumum þessara staða. Þannig detta gestakomur til að mynda nær alfarið niður í Landmannalaugum og á Látrabjargi yfir vetrartímann. Sums staðar dregur verulega úr þeim, eins og t.d. í Dimmuborgum þar sem um 86.000 gestir komu í ágúst í fyrra, í október var ferðamannafjöldinn kominn niður 22.000 og í febrúar voru ferðamennirnir um 7.000.  Þingvelli heimsóttu um 185.000 í ágúst samkvæmt talningunni, um 139.000 í október og 89.000 í febrúar. Gestir í Jökulsárlóni voru þá um 124.000 í ágúst, 76.000 í október og 46.000 í febrúar.

Fjöldinn í febrúar.
Fjöldinn í febrúar. mbl.is
Fjöldinn í október
Fjöldinn í október mbl.is

Auðvelt aðgengi og marksaðssetning

Lítið árstíðasveifla í komum ferðamanna til Þingvalla kemur varla mikið á óvart, en öllu lengri akstur er í Jökulsárlón.

„Þetta eru þessir staðir sem hafa verið vinsælir, þeir verða líka vinsælir meðal ferðamannanna,“ segir Gyða. „Ég held að samgöngurnar séu líka að skipta alveg rosalega miklu máli.“ Hún bætir við að þrátt fyrir kílómetrafjölda þá sé auðvelt að komast í Jökulsárlón árið um kring.  

„Við sjáum líka að Jökulsárlónið er mjög vel auglýst,“ segir hún. „Síðan er það líka staður þar sem maður getur séð á auðveldan hátt bæði jökul og lón.“ Slíkt sé ekki sýnilegt víða með sambærilegum hætti. „Þannig að svoleiðis staður dregur að.“

Veðrið telur Gyða þá einnig eiga sinn þátt, ekki síður en samgöngurnar, í að komur ferðamanna detta mikið til niður á Vestfjörðum yfir vetrarmánuðina. Hún bendir þó einnig á að Látrabjargið til að mynda, sé einkum staður sem laði að ferðamenn sem hyggi á fuglaskoðun og því heimsæki fólk þann stað aðallega þegar fuglinn er.

Marg­ir ferðamannastaðir á Norður-og Vest­ur­landi eru einnig vannýtt­ir utan há­anna­tíma, á meðan að taln­ingin sýn­ir að Suður­land er vin­sælt meðal ferðamanna allt árið um kring.

Horft yfir hnípta brún á Látrabjargi. Þeir ferðamenn sem þangað ...
Horft yfir hnípta brún á Látrabjargi. Þeir ferðamenn sem þangað koma eru margir í fuglaskoðun og koma því helst yfir sumartímann þegar fuglinn er. mbl.is/Árni Sæberg

„Við sjáum þó að Borgarfjörðurinn og Snæfellsnesið eru líka að sækja á,“ segir Gyða og kveðst telja vel heppnaðri markaðssetningu það að þakka. „Síðan er líka verið að reyna að dreifa ferðamönnum,“ bætir hún við og kveður það kunna að eiga einnig þátt í máli.

Ekki sé þó hægt að útiloka að ferðamenn geri einfaldlega margir víðreistar um landið en áður og þetta sama fólk sé því líka að heimsækja Jökulsárlón svo dæmi séu tekin. „Mikið af ferðamönnunum sem koma hingað, þeir  koma til þess að sjá þessa helstu staði,“ bætir hún við en þau Rögnvaldur segja í skýrslunni hægt mjakast til betri veg­ar og að hægt sé að draga meira úr árstíðasveifl­unni.

mbl.is

Innlent »

Fleiri Þristar til sýnis

16:48 Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld. Meira »

Vilja taka við Hatarabúningum

16:22 Stjórn BDSM á Íslandi hvetur landsmenn sem festu kaup á fatnaði, keðjum, ólum og slíku vegna Eurrovision og hljómsveitarinnar Hatara sem keppti fyrir hönd Íslendinga að koma slíkum búnaði annað hvort til félagsins ef hann er líklegur til að safna ryki. Meira »

Borgirnar verði endurhannaðar

16:18 Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár. Meira »

Mikil aukning stafrænna þvingana

16:16 Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun. Meira »

Umsóknin svar við réttaróvissunni

15:20 „Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“ Meira »

Enginn bilbugur á Ólafi og félögum

15:05 „Þetta er vösk sveit eins og menn sjá langar leiðir,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sem segir enga þreytu í hópnum vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann sem hefur farið fram þrjár síðustu nætur. Meira »

Vilja innlegg íbúa við gerð nýs leiðanets

14:44 Vinna er hafin við nýtt leiðanet Strætó sem er skipulagt með það að markmiði að tengja vagna Strætó við fyrsta áfanga Borgarlínu. Þá kalla skipulagsbreytingar á Hlemmi og umferðarmiðstöð BSÍ einnig á breytingu á núverandi leiðakerfi. Meira »

Samið um lengri hálendisvakt í sumar

14:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hefur annað árið í röð ákveðið að auka framlag ráðuneytisins til Hálendisvaktar björgunarsveitanna til þess að unnt verði að hefja viðveru á hálendinu hálfum mánuði fyrr en ella. Viðbótarframlagið nemur 900 þúsund krónum. Meira »

„Það er alltaf sama ákallið“

14:15 „Það er alltaf sama ákallið. Það þyrfti að koma aftur á láglendisgæslu björgunarsveitanna á þessum fjölförnu stöðum á Suðurlandi, fá lögreglubíl staðsettan í Öræfin og hafa staðbundinn hjúkrunarfræðing innan Vatnajökulsþjóðgarðs,“ segir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar á Höfn. Meira »

Klaustursmálið í höndum siðanefndar

13:45 Forsætisnefnd Alþingis á eftir að funda vegna úrskurðar Persónuverndar sem var kveðinn upp í Klaustursmálinu. Nefndin vísaði málinu til siðanefndar til efnislegrar umfjöllunar og er það í höndum hennar eins og staðan er núna. Meira »

„Gefum börnum tækifæri á að tala“

13:45 „Rannsóknir hafa sýnt að yngra fólk er líklegra til þess að þróa með sér áfallastreitueinkenni í kjölfar kynferðisofbeldis en þeir sem eldri eru,“ segir Anna Þóra Kristinsdóttir, sálfræðingur hjá Stígamótum, sem kom að gerð skýrslu UNICEF um ofbeldi gagnvart börnum á Íslandi. Meira »

Veita viðurkenningu fyrir plastlausar lausnir

13:34 Umhverfisstofnun auglýsir nú eftir tilnefningum til nýrrar viðurkenningar sem hlotið hefur heitið Bláskelin. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Meira »

Ásetningur „einarður“ og brotin „alvarleg og óvenjuleg“

12:42 Ásetningur karlmanns á þrítugsaldri, sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, blekkingu og kúgun er sagður „einarður“ og brotin eru bæði „alvarleg og óvenjuleg,“ að því er segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Meira »

Dreifa álaginu á milli starfsmanna

12:28 Reynt hefur verið að skipuleggja mál þannig að álagið vegna umræðna um þriðja orkupakkann sem hafa staðið yfir þrjár nætur í röð dreifist sem best á milli starfsmanna Alþingis. Meira »

Samstillts átaks er þörf

12:06 Biðtími eftir liðskiptaaðgerðum verður ekki styttur með því einu að fjölga slíkum aðgerðum. Til að ná árangri þarf samstillt átak heilbrigðisþjónustunnar. Átak, sem átti að stytta biðtímann, bar ekki tilætlaðan árangur. Landlæknir leggur m.a. til að þessum aðgerðum verði útvistað tímabundið. Meira »

Mikið um dýrðir á opnun Monki

12:00 Múgur og margmenni var í Smáralind í morgun þegar opnun fataverslunarinnar Monki var fagnað. Mikið var um dýrðir, en verslanirnar sem eiga rætur sínar að rekja til Svíþjóðar eru þekktar fyrir sérstakan stíl og mikið glingur. Meira »

Vel á annað hundrað mál í biðstöðu

11:25 Vel á annað hundrað mál og fyrirspurnir bíða afgreiðslu vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann á Alþingi þar sem Miðflokksmenn hafa verið fyrirferðarmestir. Þetta segir þingflokksformaður VG. Meira »

Fyrstu seiðin í sjó í Patreksfirði

11:20 Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish hefur hafið laxeldi í Patreksfirði, rúmu hálfu ári eftir að áformin komust í uppnám þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála svipti fyrirtækið þeim rekstrar- og starfsleyfum sem tengdust eldinu. Meira »

Sveinn Valfells sýknaður af kröfum systkina

10:44 Hæstiréttur staðfesti á þriðjudag dóm Landsréttar í máli Valfellssystkina og sýknaði Svein Valfells af kröfum Ársæls Valfells, Nönnu Helgu Valfells, föður þeirra Sveins Valfells og Damocles Services Ltd. Meira »
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...