Naglaólar í lagi ekki nagladekk

Lögreglan hvetur Hatara til dáða.
Lögreglan hvetur Hatara til dáða. Ljósmynd/Twitter-síða lögreglunnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í dag byrja að sekta ökumenn fyrir að aka á nagladekkjum. Greinilegt er að lögreglan fylgist vel með Eurovision-keppninni því ekki verður farið að sekta fyrir naglaólar fyrr en eftir helgi.

Nagladekk eru bönnuð frá 15. apríl og nemur sekt á dekk 20 þúsund krónum. Samkvæmt því þurfa eigendur bifreiða sem enn eru á nagladekkjum að greiða 80 þúsund í sekt ef öll hjól vagnsins eru á nagladekkjum.
mbl.is