Niðurstöður á eldsupptökum í lok vikunnar

Unnið er að rannsókn á eldsupptökum.
Unnið er að rannsókn á eldsupptökum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rannsókn á eldsupptökum í Seljaskóla stendur enn yfir. Reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir á næstu dögum, vonandi fyrir helgi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 

Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu tók við vettvangi á sunnudaginn. Eldur kom upp í Seljaskóla aðfaranótt sunnudags síðastliðins. Eldurinn kviknaði í þaki í einu húsi skólans sem er 400 fer­metra rými með sex kennslustofum. 

mbl.is