Spyr ráðherra um kjör hjúkrunarfræðinga

Ásmundur Friðriksson.
Ásmundur Friðriksson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um kjör hjúkrunarfræðinga utan Landspítalans.

Ásmundur spyr hvort ráðherra hyggist bregðast við hve illa gengur að manna stöður hjúkrunarfræðinga hjá mörgum heilbrigðisstofnunum með því að kanna möguleika á að bæta launakjör með nýjum útfærslum, stuðla að betra starfsumhverfi og auka tækifæri til starfsþróunar, sérstaklega hjá öðrum stofnunum en Landspítalanum.

Þá spyr Ásmundur hvort ráðherra telji að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sitji við sama borð og Landspítalinn þegar kemur að svigrúmi til þess að bæta launakjör hjúkrunarfræðinga og möguleikum þeirra til starfsþróunar og símenntunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert