Stoltur af syninum eftir björgunarafrek

Ljósmynd/Aðsend

Sigurður Matthíasson, íbúi í Staðahverfinu í Grafarvogi, er fullviss um að sonur hans hafi bjargað lífi kajakræðarans sem fór í sjóinn við Geldinganes á níunda tímanum í kvöld.

Blaðamaður mbl.is fékk þær upplýsingar fyrr í kvöld að félagi mannsins hafi bjargað honum en raunin er sú að tilviljun réð því að ræðarinn sást ofan í sjónum. Ekki var það félagi kom honum til bjargar heldur feðgar sem búa í nágrenninu.

Sigurður og sonur hans Bjartur Snær, sem er tvítugur, voru í rólegheitum á heimili sínu þegar Sigurður sá fuglager út um gluggann en mjög gott útsýni er yfir Geldinganes frá heimili þeirra. „Ég er með mjög góðan sjónauka. Ég kíki reyndar ekki oft í hann en ákvað að kíkja þarna og sjá hvað væri í gangi og sá allt í einu að þetta var kajak á hvolfi,“ greinir hann frá.

Frá vettangi í kvöld.
Frá vettangi í kvöld. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

Því næst bað hann Bjart, sem hafði legið sofandi uppi í sófa, um að koma og sjá hvað væri að gerast. Sáu þeir þá að kajakræðarinn var fyrir utan kajakinn og komst ekki í hann. Örskömmu síðar var hann byrjaður að synda, langt úti á sjó. „Svo hreyfðist hann ekki,“ segir Sigurður, sem hringdi umsvifalaust í lögregluna og bað Bjart um að reyna að bjarga honum.

Hann fór í sjógalla, hljóp niður með kajakinn sinn og reri svo dágóðan spöl að manninum, líkast til um fimmtán mínútur. „Ég held að hann hafi ekki átt séns,“ segir Sigurður um manninn og bætir við að kajakræðarinn sjálfur hafi lýst því eftir á að „hann hefði aldrei meikað þetta“ ef honum hefði ekki verið bjargað. Gallinn hans var orðinn fullur af vatni, hann nötraði og leit illa út.

Sjúkra-, lögreglu- og björgunarbílar á vettvangi í kvöld.
Sjúkra-, lögreglu- og björgunarbílar á vettvangi í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

„Það eru 99% líkur á að hann hafi bjargað lífi hans,“ segir Sigurður, spurður nánar út í  björgunarafrek sonar hans og bætir við að líkurnar hafi verið „einn á móti hundrað“ að hann skuli hafa ákveðið að horfa í sjónaukann. „Ég er mjög stoltur af stráknum því þetta er enginn smá hraði á kajak að reyna að bjarga honum.“  

Bjartur Snær náði kajakræðaranum og reri með hann í land áður en björgunarmenn komust að þeim. Á meðan blaðamaður ræddi við Sigurð fékk hann upplýsingar um að maðurinn væri heill á húfi.

Ljósmynd/Aðsend

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem Sigurður tók út um gluggann hjá sér, þar af ein sem hann tók í gegnum sjónaukann sinn en slökkviliðs- og lögreglumenn fengu um tíma að nota heimili hans til að fá yfirsýn yfir svæðið enda útsýnið þaðan gott. 

Bjartur Snær Sigurðsson.
Bjartur Snær Sigurðsson. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Lögreglumaður sleginn í Garðabæ

07:31 Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um ágreining sambúðarfólks í húsi í Garðabæ og er lögregla kom á staðinn um kl. 23, réðst konan á lögreglumann og sló hann. Hún var handtekin í kjölfarið og eyddi nóttinni í fangageymslu lögreglu. Meira »

Þetta er adrenalínfíkn

Í gær, 22:33 Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »

„Allt gekk upp og allir voru glaðir“

Í gær, 21:55 Mýrdalshlaupið var hlaupið í dag og mikil lukka var meðal þátttakenda. Nýlunda í ár var sú að boðið var upp á 23 kílómetra leið. Það var uppselt fyrir viku í þann flokk. Meira »

Margrét Friðriksdóttir kveður

Í gær, 21:41 Síðasta útskriftarathöfn Margrétar Friðriksdóttur sem skólameistara MK var haldin í Digraneskirkju í gær. Þar brautskráðust alls 218 nemar úr skólanum. Meira »

Tuttugu stúdentar útskrifaðir

Í gær, 21:26 Tuttugu stúdentar voru útskrifaðir í dag frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Þá lauk einn nemandi námi í fjallamennsku, tveir nemendur luku framhaldsskólaprófi, einn útskrifaðist af fisktæknibraut, einn útskrifaðist úr tækniteiknun og einn nemandi A stigi vélstjórnar að því er segir í fréttatilkynningu frá skólanum. Meira »

Tveimur milljónum króna ríkari

Í gær, 20:55 Heppinn lottóspilari er tveimur milljónum króna ríkari eftir að dregið var í Lottóinu í kvöld en hann var með allar fimm tölurnar réttar í Jókernum. Meira »

Rokkhrokinn settur í aftursætið

Í gær, 20:00 Hann er leikari og þungarokkari, trommari og fjölskyldumaður. Björn Stefánsson, oft nefndur Bjössi í Mínus, hefur nú stimplað sig inn í leikhúsheiminn. Hann hefur verið edrú í áratug, lært leiklist í Danmörku og sýnt og sannað að hann á heima uppi á sviði, og ekki bara á bak við trommurnar. Meira »

Þingmenn að „bregðast þjóð sinni“

Í gær, 18:42 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vandaði ráðamönnum ekki kveðjurnar á útifundi á Austurvelli í dag. Hann sagði þá vera að „bregðast þjóð sinni“ og að Alþingi væri ekki treystandi. Meira »

Eineggja tvíburar dúx og semídúx

Í gær, 18:00 Við útskrift í Flensborgarskólann á fimmtudaginn reyndust dúx og semídúx vera tvíburasystur. Þær eru á sömu námsbraut, í sömu íþrótt og líta eins út. Þær gera allt saman. Meira »

Barðsvíkin kjaftfull af rusli

Í gær, 17:45 Félagið Hreinni Hornstrandir stendur fyrir hreinsunarferð í Barðsvíkina helgina 14.-16. júní og segir forsprakki hópsins Barðsvíkina kjaftfulla af rusli. Sjálfur hóf hann að hreinsa rusl á Hornströndum eftir að franskur ljósmyndari setti upp sýningu erlendis á ruslinu við strendurnar. Meira »

Þakklátur pabba að hafa rekið mig í iðnnám

Í gær, 17:17 Myndlistarmaðurinn Daníel Magnússon er mikill hagleikssmiður og þekktur fyrir sérstaka stóla sína. Hann segir góða endingu nytjahluta á vissan hátt vera fegurð ef hún sé skynsamlega útfærð. „Í mínum huga eru nytjahlutir eitthvað sem allir listamenn ættu að hafa skoðun á.“ Meira »

Riðin árleg tvídreið

Í gær, 16:51 Þau voru gleðileg að sjá, fólkið sem klæddi sig í sitt fínasta púss upp úr hádegi í dag og kom saman við Hallgrímskirkju til þess að hjóla uppstrílað um miðbæ Reykjavíkur. Það var í hinni árlegu tvídreið, sem er kölluð Tweed Ride Reykjavík. Meira »

Vilja meiri umfjöllun um afstöðu sína

Í gær, 16:04 Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, gagnrýndu fjölmiðla, og þá aðallega ríkisfjölmiðilinn, fyrir skort á umfjöllun um þau efnisatriði sem Miðflokksmenn hafa lagt áherslu á í málflutningi sínum um innleiðingu þriðja orkupakkans, í þingræðum sínum um málið í morgun. Meira »

Eyþór tók Krúnuleikastefið á Selló

Í gær, 15:46 Á sjötta hundrað manns mættu á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins í dag en um þessar mundir eru 90 ár liðin frá samruna Íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins. Meira »

Glöð ef þau komast inn fyrir jólin 2021

Í gær, 14:47 Það er öryggi að þetta bjargræði er til staðar. Fólk treystir því að það er í lagi að eldast hér,” segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU í Hornafirði. Meira »

Íslenskur sundknattleikur að lifna við

Í gær, 14:15 Ármenningar eru Íslandsmeistarar í sundknattleik 2019, en þeir lögðu keppinauta sína úr Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) með 13 mörkum gegn 8 í Laugardalslaug fyrir hádegi. Leikurinn var liður í alþjóðlegu tíu liða móti sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Meira »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

Í gær, 12:50 „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »

Breytingar á leiðakerfi Strætó

Í gær, 12:37 Leiðakerfi Strætó mun taka lítilsháttar breytingum á morgun, 26. maí. Sumaráætlun verður tekin upp á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum landsbyggðarleiðum, leið 18 verður breytt og akstur mun hætta klukkustund fyrr á sunnudögum í sumar. Meira »

Segir dóm MDE „umboðslaust at“

Í gær, 11:35 „Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun. Meira »
Frímerkjasafnarar
Frímerkjasafnarar Þýskur alvöru frímerkjasafnari vill komast í kynni við íslensk...
Nudd Nudd Nudd
Nudd Nudd Nudd. Relaxing massage downtown Akureyri. S. 7660348, Alina...
Til sölu kvk Hjól
2 ára kvk reiðhjól með háu stýri.Comfort style eins og nýtt. Keypt hjá Erninum....