Stoltur af syninum eftir björgunarafrek

Ljósmynd/Aðsend

Sigurður Matthíasson, íbúi í Staðahverfinu í Grafarvogi, er fullviss um að sonur hans hafi bjargað lífi kajakræðarans sem fór í sjóinn við Geldinganes á níunda tímanum í kvöld.

Blaðamaður mbl.is fékk þær upplýsingar fyrr í kvöld að félagi mannsins hafi bjargað honum en raunin er sú að tilviljun réð því að ræðarinn sást ofan í sjónum. Ekki var það félagi kom honum til bjargar heldur feðgar sem búa í nágrenninu.

Sigurður og sonur hans Bjartur Snær, sem er tvítugur, voru í rólegheitum á heimili sínu þegar Sigurður sá fuglager út um gluggann en mjög gott útsýni er yfir Geldinganes frá heimili þeirra. „Ég er með mjög góðan sjónauka. Ég kíki reyndar ekki oft í hann en ákvað að kíkja þarna og sjá hvað væri í gangi og sá allt í einu að þetta var kajak á hvolfi,“ greinir hann frá.

Frá vettangi í kvöld.
Frá vettangi í kvöld. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

Því næst bað hann Bjart, sem hafði legið sofandi uppi í sófa, um að koma og sjá hvað væri að gerast. Sáu þeir þá að kajakræðarinn var fyrir utan kajakinn og komst ekki í hann. Örskömmu síðar var hann byrjaður að synda, langt úti á sjó. „Svo hreyfðist hann ekki,“ segir Sigurður, sem hringdi umsvifalaust í lögregluna og bað Bjart um að reyna að bjarga honum.

Hann fór í sjógalla, hljóp niður með kajakinn sinn og reri svo dágóðan spöl að manninum, líkast til um fimmtán mínútur. „Ég held að hann hafi ekki átt séns,“ segir Sigurður um manninn og bætir við að kajakræðarinn sjálfur hafi lýst því eftir á að „hann hefði aldrei meikað þetta“ ef honum hefði ekki verið bjargað. Gallinn hans var orðinn fullur af vatni, hann nötraði og leit illa út.

Sjúkra-, lögreglu- og björgunarbílar á vettvangi í kvöld.
Sjúkra-, lögreglu- og björgunarbílar á vettvangi í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

„Það eru 99% líkur á að hann hafi bjargað lífi hans,“ segir Sigurður, spurður nánar út í  björgunarafrek sonar hans og bætir við að líkurnar hafi verið „einn á móti hundrað“ að hann skuli hafa ákveðið að horfa í sjónaukann. „Ég er mjög stoltur af stráknum því þetta er enginn smá hraði á kajak að reyna að bjarga honum.“  

Bjartur Snær náði kajakræðaranum og reri með hann í land áður en björgunarmenn komust að þeim. Á meðan blaðamaður ræddi við Sigurð fékk hann upplýsingar um að maðurinn væri heill á húfi.

Ljósmynd/Aðsend

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem Sigurður tók út um gluggann hjá sér, þar af ein sem hann tók í gegnum sjónaukann sinn en slökkviliðs- og lögreglumenn fengu um tíma að nota heimili hans til að fá yfirsýn yfir svæðið enda útsýnið þaðan gott. 

Bjartur Snær Sigurðsson.
Bjartur Snær Sigurðsson. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Met slegið í orkupakkaumræðunni

08:56 Met var slegið á Alþingi í morgun fyrir þann þingfund sem staðið hefur lengst fram á morgun, en þingmenn Miðflokksins héldu þar áfram umræðu um þriðja orkupakkann þar til hlé var gert á þingfundi klukkan 9.04. Þingfundur hófst í gær klukkan 15.30 og stóð umræðan því yfir í tæpar 16 klukkustundir. Meira »

Gæslan með í plokkinu

08:38 Mikill fjöldi landsmanna hefur undanfarið verið öflugur við að hreinsa rusl víða um land. Ruslið leynist þó ekki bara á landi, því Landhelgisgæslan greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að varðskipið Þór hafi i í vikunni brugðist við tilkynningu um rekald á sjó vestan við Sandgerði. Meira »

Í einum rykk til Patreksfjarðar

08:18 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Leið hans lá nokkuð langt norður fyrir landið og síðan suður með Vestfjörðum. Meira »

Nettó í Lágmúlann

08:02 Nettó opnar nýja lágvöruverðsverslun í Lágmúla 9 í dag og verða umhverfismál í forgrunni í versluninni.  Meira »

Kringlan plastpokalaus 2020

07:57 Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Meira »

Miðflokksþingmenn enn í pontu

07:15 Þingmenn Miðflokksins hafa skipst á að flytja ræður á Alþingi í alla nótt og eru enn að. Ekki liggur fyrir hvenær þingfundi lýkur en umræðuefnið er þriðji orkupakkinn líkt og undanfarnar nætur. Meira »

Kyrrsetning varir lengur en talið var

07:04 Ekki liggur ljóst fyrir hvenær hægt verður að aflétta kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum sem hafa verið kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys. Eftir að tilkynnt var um þetta í gær sendi Icelandair frá sér tilkynningu um að útlit sé fyrir að kyrrsetningin muni vara lengur en gert var ráð fyrir. Meira »

Svipað veður og undanfarið

06:47 Í dag er útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt. Svipað veður og hefur verið. Skýjað og súld fyrir austan, bjart að mestu á Norður- og Vesturlandi og skúrir sunnan til. Mögulega verða einhverjar hellidembur í uppsveitum sunnanlands og á hálendinu í dag. Meira »

Sorg sem hverfur aldrei

06:36 Foreldrar sem missa barn í sjálfsvígi ganga í gegnum gífurlega langvinnt sorgarferli og vanlíðanin er bæði andleg og líkamleg. Á sama tíma fer ekkert formlegt ferli af stað í heilbrigðiskerfinu sem grípur foreldrana sem glíma við djúpa sorg, sorg sem ekki hverfur og verður alltaf til staðar. Meira »

18 ára á 177 km hraða

05:57 Lögreglan stöðvaði bifreið á Kringlumýrarbraut um miðnætti eftir að hafa mælt bifreiðina á 177 km hraða. Ökumaðurinn er aðeins 18 ára og var hann færður á lögreglustöð þar sem mál hans var afgreitt og hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Meira »

Óljóst um arftaka Álfsness

05:30 Það stefnir í alvarlegt ástand hjá Sorpu á höfuðborgarsvæðinu ef ekki finnst lausn á því hvaða förgunarúrræði tekur við af urðunarstaðnum í Álfsnesi, verði hann tekinn úr notkun í lok árs 2020 eins og samkomulag eigenda Sorpu kveður á um. Meira »

Hvassahraun besti kostur

05:30 Hvassahraun er ekki eini raunhæfi kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll, að sögn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Athuganir hingað til bendi hins vegar til þess að það sé besti kosturinn. Meira »

Fleiri fara um Víkurskarð en áætlað var

05:30 Tæplega níu af hverjum tíu bílum fóru um Vaðlaheiðargöng í vetur, eftir opnun þeirra, og rúmlega einn af hverju tíu fór um Víkurskarð. Meira »

Íslandsvinur verðlaunaður á Spáni

05:30 Bandaríski rithöfundurinn Siri Hustvedt hlaut hin virtu bókmenntaverðlaun Asturias á Spáni á dögunum fyrir höfundarverk sitt. Meira »

Formaður bæjarráðs á móti borgarlínu

05:30 „Ég vil draga strik í sandinn. Það hefur verið fjallað um þetta mál og því mjakað áfram hægt og rólega. Það var skýrt í síðustu kosningum að við ætluðum ekki að taka þátt í þessu verkefni nema allt væri uppi á borðinu. Því miður er enn ekki allt komið upp á borðið.“ Meira »

Sigurboginn hættir

05:30 Verslunin Sigurboginn á horni Laugavegar og Barónsstígs heyrir senn sögunni til, en eftir er að taka ákvörðun um framtíð netverslunar fyrirtækisins. Meira »

Icelandair fellir niður fleiri flug

05:30 Flugfélagið Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína fyrir seinni hluta sumarsins vegna þess að útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla félagsins muni vara lengur en áður var áætlað. Meira »

Hafa áhuga á að fjárfesta á Íslandi

Í gær, 23:47 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í dag þátt í ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum sem haldin var í sendiráði Íslands í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Meira »

Páll Sveinsson hitti erlendu Þristana

Í gær, 23:10 Fimm Þristar, flugvélar af gerðinni Douglas DC-3 og Douglas C-47, lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag á leið sinni til Frakklands í tilefni af því að 75 ár eru frá innrásinni í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. Íslenski Þristurinn, Páll Sveinsson, tók meðal annarra á móti gestunum. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf 3. júní kl. 1...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...