Tregi eftir 33 ár á kaffistofunni

Ágústa Sigurjónsdóttir var heiðruð af starfsfólki Félagsstofnunar stúdenta sem og ...
Ágústa Sigurjónsdóttir var heiðruð af starfsfólki Félagsstofnunar stúdenta sem og kúnnum sínum í gegnum árin í Hámu í Eirbergi, einni bygginga háskólans. mbl.is/Árni Sæberg

Tregablandin sorg og söknuður lágu í loftinu þegar Ágústa Sigurjónsdóttur var heiðruð með kveðjuathöfn í Eirbergi, húsnæði hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands í dag.

Hún hefur verið nemendum sem móðir, sálusorgari og huggari í neyð. „Hún var kletturinn,“ segir einn. Ágústa hefur óbrigðul staðið vaktina á kaffistofunni í 33 ár í Eirbergi. Hún er nemendum svo kær að nýverið nefndu þeir lesstofu í höfuðið á henni. Og nú er hún að fara á eftirlaun.

Ágústa þiggur blóm í tilefni starfslokanna. Þau eru orðin 34, ...
Ágústa þiggur blóm í tilefni starfslokanna. Þau eru orðin 34, árin sem hún hefur starfað í kaffistofunni í Eirbergi. Árni Sæberg

Ágústa hefur unnið fyrir Félagsstofnun stúdenta frá því 1985. Ári síðar hóf hún störf á nefndri kaffistofu og hefur ekki yfirgefið hana síðan. Háma í Eirbergi verður ólík án hennar, það er ljóst. Og margt hefur breyst á langri starfsævi, segir hún.

„Svona er lífið“

„Mér hefur alltaf fundist þetta jafngaman. Ef mér hefði fundist þetta leiðinlegt, hefði ég hætt,“ segir Ágústa þegar blaðamaður mbl.is nær tali af henni við þetta tilefni. „Ég þreyttist aldrei,“ segir hún.

Þreyttist ekki á langri starfsævi, segir hún. 34 ár og tíminn líður. „Ég hefði ekki trúað þessu, svei mér þá. Svona er lífið,“ segir Ágústa. 

Nú taka við eftirlaunaár hennar með eiginmanni sínum Andrési F. G. Andréssyni, skrifstofumanni. Hann fór á eftirlaun á undan Ágústu, sem vann 11 ár umfram eftirlaunaaldurinn, sem er öllu jöfnu 67 ára.

Ágústa var kletturinn

Hjúkrunarfræðideild háskólans hefur aðstöðu í Eirbergi. Þar er ljósmóðurnemum einnig kennt. Þær sem blaðamaður ræddi við voru allar á einu máli: Ágústa var einstök. Hún spjallaði við alla, hló með þeim, studdi stelpurnar og hvatti þær áfram í náminu. Hún var kletturinn, var sagt. Samband hennar við nemendurna og annað starfsfólk hússins var einstakt.

Eirberg er hús hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Þar nema bæði hjúkrunarfræðingar ...
Eirberg er hús hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Þar nema bæði hjúkrunarfræðingar verðandi og ljósmóðurnemar. mbl.is/Eggert

Ágústa er þakklát fyrir gott samband við nemendur í húsinu. „Ég held að upp úr standi ánægjan að þjónusta og vera innan um ungt fólk. Að vera innan um ungt fólk er rosalega gefandi,“ segir hún.

Hún segir alls ekki fráleitt að ætla að nemendurnir hafi haldið henni ungri öll þessi ár. „Ég tek undir það. Þetta eru margar kynslóðir fólks sem maður hefur kynnst hérna. Það er ómetanlegt þegar hér kemur fólk bara til að heilsa upp á mann eftir öll þessi ár og gefa manni knús. Ómetanlegt,“ segir hún.

Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, fellst í faðmlög við Ágústu ...
Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, fellst í faðmlög við Ágústu í Hámu. Árni Sæberg

Venju samkvæmt hefði Ágústa átt að fara á eftirlaun fyrir 11 árum. Hún er 78 ára. Ljóst er að eitthvað hefur haldið henni ungri. Hún er þakklát fyrir að hafa haft heilsu til að vinna eins lengi. „Ég segi og hef sagt: Það eru forréttindi að fá að vinna þegar maður er orðinn svona fullorðinn. Að vera nógu heilsuhraustur til þess ekki sjálfsagt,“ segir hún. Hún ítrekar í því sambandi þakklæti sitt til Félagsstofnunar stúdenta, þar sem hún segir geysilega gott að vinna. „Það er þeim að þakka að manni sé ekki bara sagt upp,“ segir hún. „Og það er rosalega mikils virði.“

Orkudrykkirnir áhyggjuefni

Eirberg er eins og segir húsnæði fyrir afmarkaðan hóp nemenda. Þar er hópurinn þéttur. Ágústa hóf störf þegar byggingin var opnuð. Ýmislegt hefur breyst síðan þá, á 33 árum.

„Fyrst þegar ég byrjaði voru þetta bara rúnstykki, flatkökur og kleinur. Kannski skonsur. Þetta hefur breyst alveg rosalega síðan þá,“ segir Ágústa. Nú er boðið upp á allt á milli himins og jarðar í Hámu. „Hér er rosa mikið í boði núna. Alls konar smurt brauð, núðlur og alltaf heit súpa í hádeginu,“ segir hún.

Sumt breytist ekki. Flatkökurnar eru enn þá. Kleinurnar, skonsurnar og rúnstykkin. Sömuleiðis hefur alltaf verið boðið upp á kaffi, te og öl. En vá ber að dyrum, segja sumir, og það eru orkudrykkirnir. Þeir eru einkar vinsælir meðal ósofinna nemenda.

„Nú eru allir þessir orkudrykkir líka. Þetta er svo mikil flóra að það er varla pláss fyrir þetta á kaffistofunni!“ segir Ágústa spurð út í þessa viðbót við íslenska veitingaþjónustu. Henni hugnast ekki þróunin, satt að segja. „Ég hef áhyggjur af þessu. Ég held að þessir orkudrykkir séu ekki heilsusamlegir,“ segir hún. „Það er svo ofboðslega mikið drukkið af þessu,“ segir hún.

Heilbrigðisvísindanemar virðast ekki vammlausari en aðrir í þessu tiltekna heilbrigðismáli.

Kemur maður í manns stað?

Ágústa segir að nú verði hún bara að finna sér eitthvað annað að gera. Viðbrigðin verða kannski fyrst tilfinnanleg í haust, því kaffistofan er hvað sem öðru líður lokuð á sumrin. „Ég er búin að taka að mér að vera formaður kvenfélags Fríkirkjunnar í tvö ár. Ég hef þá um það að hugsa. Svo förum við hjónin bara að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir hún.

Samband Ágústu, t.h., við nemendurna og annað starfsfólk hússins var ...
Samband Ágústu, t.h., við nemendurna og annað starfsfólk hússins var sagt einstakt. Árni Sæberg

Hún er þó búin að skuldbinda sig í eitt: að kíkja í heimsókn í Eirberg. „Ég mun sakna nemendanna. Það er á hreinu. Og ég er búin að lofa því að koma í heimsókn, bæði nemendum og starfsfólki,“ segir hún.

Komið er að tímamótum og nýr starfsmaður tekur við keflinu næsta haust. Ágústa sér ekki fram á annað en að viðkomandi fylli með sóma í hennar skarð. „Ég segi það alltaf. Það kemur maður í manns stað,“ segir hún.

Spurningin er hvort nemendur í Eirbergi geti tekið undir þá fullyrðingu með góðu móti.

mbl.is

Innlent »

Þetta er adrenalínfíkn

Í gær, 22:33 Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »

„Allt gekk upp og allir voru glaðir“

Í gær, 21:55 Mýrdalshlaupið var hlaupið í dag og mikil lukka var meðal þátttakenda. Nýlunda í ár var sú að boðið var upp á 23 kílómetra leið. Það var uppselt fyrir viku í þann flokk. Meira »

Margrét Friðriksdóttir kveður

Í gær, 21:41 Síðasta útskriftarathöfn Margrétar Friðriksdóttur sem skólameistara MK var haldin í Digraneskirkju í gær. Þar brautskráðust alls 218 nemar úr skólanum. Meira »

Tuttugu stúdentar útskrifaðir

Í gær, 21:26 Tuttugu stúdentar voru útskrifaðir í dag frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Þá lauk einn nemandi námi í fjallamennsku, tveir nemendur luku framhaldsskólaprófi, einn útskrifaðist af fisktæknibraut, einn útskrifaðist úr tækniteiknun og einn nemandi A stigi vélstjórnar að því er segir í fréttatilkynningu frá skólanum. Meira »

Tveimur milljónum króna ríkari

Í gær, 20:55 Heppinn lottóspilari er tveimur milljónum króna ríkari eftir að dregið var í Lottóinu í kvöld en hann var með allar fimm tölurnar réttar í Jókernum. Meira »

Rokkhrokinn settur í aftursætið

Í gær, 20:00 Hann er leikari og þungarokkari, trommari og fjölskyldumaður. Björn Stefánsson, oft nefndur Bjössi í Mínus, hefur nú stimplað sig inn í leikhúsheiminn. Hann hefur verið edrú í áratug, lært leiklist í Danmörku og sýnt og sannað að hann á heima uppi á sviði, og ekki bara á bak við trommurnar. Meira »

Þingmenn að „bregðast þjóð sinni“

Í gær, 18:42 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vandaði ráðamönnum ekki kveðjurnar á útifundi á Austurvelli í dag. Hann sagði þá vera að „bregðast þjóð sinni“ og að Alþingi væri ekki treystandi. Meira »

Eineggja tvíburar dúx og semídúx

Í gær, 18:00 Við útskrift í Flensborgarskólann á fimmtudaginn reyndust dúx og semídúx vera tvíburasystur. Þær eru á sömu námsbraut, í sömu íþrótt og líta eins út. Þær gera allt saman. Meira »

Barðsvíkin kjaftfull af rusli

Í gær, 17:45 Félagið Hreinni Hornstrandir stendur fyrir hreinsunarferð í Barðsvíkina helgina 14.-16. júní og segir forsprakki hópsins Barðsvíkina kjaftfulla af rusli. Sjálfur hóf hann að hreinsa rusl á Hornströndum eftir að franskur ljósmyndari setti upp sýningu erlendis á ruslinu við strendurnar. Meira »

Þakklátur pabba að hafa rekið mig í iðnnám

Í gær, 17:17 Myndlistarmaðurinn Daníel Magnússon er mikill hagleikssmiður og þekktur fyrir sérstaka stóla sína. Hann segir góða endingu nytjahluta á vissan hátt vera fegurð ef hún sé skynsamlega útfærð. „Í mínum huga eru nytjahlutir eitthvað sem allir listamenn ættu að hafa skoðun á.“ Meira »

Riðin árleg tvídreið

Í gær, 16:51 Þau voru gleðileg að sjá, fólkið sem klæddi sig í sitt fínasta púss upp úr hádegi í dag og kom saman við Hallgrímskirkju til þess að hjóla uppstrílað um miðbæ Reykjavíkur. Það var í hinni árlegu tvídreið, sem er kölluð Tweed Ride Reykjavík. Meira »

Vilja meiri umfjöllun um afstöðu sína

Í gær, 16:04 Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, gagnrýndu fjölmiðla, og þá aðallega ríkisfjölmiðilinn, fyrir skort á umfjöllun um þau efnisatriði sem Miðflokksmenn hafa lagt áherslu á í málflutningi sínum um innleiðingu þriðja orkupakkans, í þingræðum sínum um málið í morgun. Meira »

Eyþór tók Krúnuleikastefið á Selló

Í gær, 15:46 Á sjötta hundrað manns mættu á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins í dag en um þessar mundir eru 90 ár liðin frá samruna Íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins. Meira »

Glöð ef þau komast inn fyrir jólin 2021

Í gær, 14:47 Það er öryggi að þetta bjargræði er til staðar. Fólk treystir því að það er í lagi að eldast hér,” segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU í Hornafirði. Meira »

Íslenskur sundknattleikur að lifna við

Í gær, 14:15 Ármenningar eru Íslandsmeistarar í sundknattleik 2019, en þeir lögðu keppinauta sína úr Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) með 13 mörkum gegn 8 í Laugardalslaug fyrir hádegi. Leikurinn var liður í alþjóðlegu tíu liða móti sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Meira »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

Í gær, 12:50 „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »

Breytingar á leiðakerfi Strætó

Í gær, 12:37 Leiðakerfi Strætó mun taka lítilsháttar breytingum á morgun, 26. maí. Sumaráætlun verður tekin upp á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum landsbyggðarleiðum, leið 18 verður breytt og akstur mun hætta klukkustund fyrr á sunnudögum í sumar. Meira »

Segir dóm MDE „umboðslaust at“

Í gær, 11:35 „Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun. Meira »

Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun

Í gær, 11:20 Þingmenn hafa komið að máli við forseta Alþingis og spurt hann að því hvort ekki sé orðið tímabært að stöðva umræðu þingmanna Miðflokksins með því að beita ákvæði í 71. gr. þingskaparlaga. Steingrímur segist hafa verið „tregur til að gangast inn á“ að hann sé farinn að hugleiða það, ennþá. Meira »
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Kisudagurinn í Kattholti 1.júní n.k. kl.12
Haldinn verður markaður til styrktar athvarfinu Stangarhyl 2, 110 Rvík og verður...
Til sölu algjör GULLMOLI! Suzuki Boulevard
Til sölu algjör GULLMOLI! Suzuki Boulevard 1800cc , M109 árg. 2007 - Ekið a...