Tregi eftir 33 ár á kaffistofunni

Ágústa Sigurjónsdóttir var heiðruð af starfsfólki Félagsstofnunar stúdenta sem og ...
Ágústa Sigurjónsdóttir var heiðruð af starfsfólki Félagsstofnunar stúdenta sem og kúnnum sínum í gegnum árin í Hámu í Eirbergi, einni bygginga háskólans. mbl.is/Árni Sæberg

Tregablandin sorg og söknuður lágu í loftinu þegar Ágústa Sigurjónsdóttur var heiðruð með kveðjuathöfn í Eirbergi, húsnæði hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands í dag.

Hún hefur verið nemendum sem móðir, sálusorgari og huggari í neyð. „Hún var kletturinn,“ segir einn. Ágústa hefur óbrigðul staðið vaktina á kaffistofunni í 33 ár í Eirbergi. Hún er nemendum svo kær að nýverið nefndu þeir lesstofu í höfuðið á henni. Og nú er hún að fara á eftirlaun.

Ágústa þiggur blóm í tilefni starfslokanna. Þau eru orðin 34, ...
Ágústa þiggur blóm í tilefni starfslokanna. Þau eru orðin 34, árin sem hún hefur starfað í kaffistofunni í Eirbergi. Árni Sæberg

Ágústa hefur unnið fyrir Félagsstofnun stúdenta frá því 1985. Ári síðar hóf hún störf á nefndri kaffistofu og hefur ekki yfirgefið hana síðan. Háma í Eirbergi verður ólík án hennar, það er ljóst. Og margt hefur breyst á langri starfsævi, segir hún.

„Svona er lífið“

„Mér hefur alltaf fundist þetta jafngaman. Ef mér hefði fundist þetta leiðinlegt, hefði ég hætt,“ segir Ágústa þegar blaðamaður mbl.is nær tali af henni við þetta tilefni. „Ég þreyttist aldrei,“ segir hún.

Þreyttist ekki á langri starfsævi, segir hún. 34 ár og tíminn líður. „Ég hefði ekki trúað þessu, svei mér þá. Svona er lífið,“ segir Ágústa. 

Nú taka við eftirlaunaár hennar með eiginmanni sínum Andrési F. G. Andréssyni, skrifstofumanni. Hann fór á eftirlaun á undan Ágústu, sem vann 11 ár umfram eftirlaunaaldurinn, sem er öllu jöfnu 67 ára.

Ágústa var kletturinn

Hjúkrunarfræðideild háskólans hefur aðstöðu í Eirbergi. Þar er ljósmóðurnemum einnig kennt. Þær sem blaðamaður ræddi við voru allar á einu máli: Ágústa var einstök. Hún spjallaði við alla, hló með þeim, studdi stelpurnar og hvatti þær áfram í náminu. Hún var kletturinn, var sagt. Samband hennar við nemendurna og annað starfsfólk hússins var einstakt.

Eirberg er hús hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Þar nema bæði hjúkrunarfræðingar ...
Eirberg er hús hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Þar nema bæði hjúkrunarfræðingar verðandi og ljósmóðurnemar. mbl.is/Eggert

Ágústa er þakklát fyrir gott samband við nemendur í húsinu. „Ég held að upp úr standi ánægjan að þjónusta og vera innan um ungt fólk. Að vera innan um ungt fólk er rosalega gefandi,“ segir hún.

Hún segir alls ekki fráleitt að ætla að nemendurnir hafi haldið henni ungri öll þessi ár. „Ég tek undir það. Þetta eru margar kynslóðir fólks sem maður hefur kynnst hérna. Það er ómetanlegt þegar hér kemur fólk bara til að heilsa upp á mann eftir öll þessi ár og gefa manni knús. Ómetanlegt,“ segir hún.

Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, fellst í faðmlög við Ágústu ...
Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, fellst í faðmlög við Ágústu í Hámu. Árni Sæberg

Venju samkvæmt hefði Ágústa átt að fara á eftirlaun fyrir 11 árum. Hún er 78 ára. Ljóst er að eitthvað hefur haldið henni ungri. Hún er þakklát fyrir að hafa haft heilsu til að vinna eins lengi. „Ég segi og hef sagt: Það eru forréttindi að fá að vinna þegar maður er orðinn svona fullorðinn. Að vera nógu heilsuhraustur til þess ekki sjálfsagt,“ segir hún. Hún ítrekar í því sambandi þakklæti sitt til Félagsstofnunar stúdenta, þar sem hún segir geysilega gott að vinna. „Það er þeim að þakka að manni sé ekki bara sagt upp,“ segir hún. „Og það er rosalega mikils virði.“

Orkudrykkirnir áhyggjuefni

Eirberg er eins og segir húsnæði fyrir afmarkaðan hóp nemenda. Þar er hópurinn þéttur. Ágústa hóf störf þegar byggingin var opnuð. Ýmislegt hefur breyst síðan þá, á 33 árum.

„Fyrst þegar ég byrjaði voru þetta bara rúnstykki, flatkökur og kleinur. Kannski skonsur. Þetta hefur breyst alveg rosalega síðan þá,“ segir Ágústa. Nú er boðið upp á allt á milli himins og jarðar í Hámu. „Hér er rosa mikið í boði núna. Alls konar smurt brauð, núðlur og alltaf heit súpa í hádeginu,“ segir hún.

Sumt breytist ekki. Flatkökurnar eru enn þá. Kleinurnar, skonsurnar og rúnstykkin. Sömuleiðis hefur alltaf verið boðið upp á kaffi, te og öl. En vá ber að dyrum, segja sumir, og það eru orkudrykkirnir. Þeir eru einkar vinsælir meðal ósofinna nemenda.

„Nú eru allir þessir orkudrykkir líka. Þetta er svo mikil flóra að það er varla pláss fyrir þetta á kaffistofunni!“ segir Ágústa spurð út í þessa viðbót við íslenska veitingaþjónustu. Henni hugnast ekki þróunin, satt að segja. „Ég hef áhyggjur af þessu. Ég held að þessir orkudrykkir séu ekki heilsusamlegir,“ segir hún. „Það er svo ofboðslega mikið drukkið af þessu,“ segir hún.

Heilbrigðisvísindanemar virðast ekki vammlausari en aðrir í þessu tiltekna heilbrigðismáli.

Kemur maður í manns stað?

Ágústa segir að nú verði hún bara að finna sér eitthvað annað að gera. Viðbrigðin verða kannski fyrst tilfinnanleg í haust, því kaffistofan er hvað sem öðru líður lokuð á sumrin. „Ég er búin að taka að mér að vera formaður kvenfélags Fríkirkjunnar í tvö ár. Ég hef þá um það að hugsa. Svo förum við hjónin bara að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir hún.

Samband Ágústu, t.h., við nemendurna og annað starfsfólk hússins var ...
Samband Ágústu, t.h., við nemendurna og annað starfsfólk hússins var sagt einstakt. Árni Sæberg

Hún er þó búin að skuldbinda sig í eitt: að kíkja í heimsókn í Eirberg. „Ég mun sakna nemendanna. Það er á hreinu. Og ég er búin að lofa því að koma í heimsókn, bæði nemendum og starfsfólki,“ segir hún.

Komið er að tímamótum og nýr starfsmaður tekur við keflinu næsta haust. Ágústa sér ekki fram á annað en að viðkomandi fylli með sóma í hennar skarð. „Ég segi það alltaf. Það kemur maður í manns stað,“ segir hún.

Spurningin er hvort nemendur í Eirbergi geti tekið undir þá fullyrðingu með góðu móti.

mbl.is

Innlent »

Orkupakkinn ræddur aðra nóttina í röð

00:01 Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi þar sem fram fer síðari umræða um þriðja orkupakkann svonefnda. Þing­fund­ur hófst klukk­an 13.30. Störf þings­ins voru fyrst á dag­skrá, svo kosn­ing í stjórn Nátt­úru­ham­fara­trygg­inga Íslands og um 14.15 hófst umræða um orkupakk­ann. Meira »

Þristarnir vöktu lukku

Í gær, 23:44 Fjölmargir lögðu leið sína á Reykjavíkurflugvöll í kvöld til að skoða fimm þristavélar, DC-3 og C-47 flugvélar, frá Bandaríkjunum. Vélarnar voru til sýnis á vellinum í kvöld og segir Stefán Smári Kristinsson flugrekstrarstjóri að um einstakt tækifæri hafi verið að ræða. Meira »

Eldur í bifreið í Salahverfi

Í gær, 23:18 Eldur kom upp í bifreið í Salahverfi í Kópavogi á áttunda tímanum í kvöld. Bifreiðin var mannlaus en íbúar í hverfinu voru fljótir að bregðast við og notuðu garðslöngu til að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Áskorendaleikur í plokki gefst vel

Í gær, 22:05 Skagfirðingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í að hreinsa umhverfi sitt og tína rusl í vor. Frá því Umhverfisdagar hófust 15. maí síðastliðinn í sveitarfélaginu Skagafirði hafa tugir fyrirtækja og félagasamtaka tekið þátt í áskorendaleik og lagt allt kapp á að tína rusl úti í náttúrunni. Meira »

„Hamfarahlýnun af mannavöldum“

Í gær, 21:32 Orðanotkunin í umræðunni um loftslagsvána er ein þeirra mistaka sem gerð hafa verið í umræðu um umhverfismálin að mati Auðar Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóra Landverndar. Sjálf er hún hlynnt því að tala um hamfarahlýnun af mannavöldum. Meira »

Segir innheimtustarfsemina lögmæta

Í gær, 20:37 Gísli Kr. Björnsson, eigandi Almennrar innheimtu, segir í samtali við mbl.is að fyrirtækið starfi í fullu samræmi við lög, og að hann hafi upplýst Lögmannafélag Íslands um alla starfsemi fyrirtækisins. Neytendasamtökin hafa gert alvarlegar athugasemdir við starfsemina. Meira »

Skessan rís í Hafnarfirði

Í gær, 20:35 Knattspyrnuhúsið Skessan er nú óðum að rísa við Kaplakrika í Hafnarfirði en stefnt er að því að taka húsið í notkun í seint í sumar. Miklar deilur hafa staðið um byggingu hússins innan bæjarfélagsins. Stálgrindarhúsið er þó tekið að rísa og mun bæta aðstöðu FH mikið. Meira »

Veginum milli Hveragerðis og Selfoss lokað

Í gær, 20:27 Vegarkafla á þjóðvegi 1 milli Hveragerðis og Selfoss verður lokað á morgun og mun lokunin standa yfir til 22. september. Framkvæmdir við breikkun hringvegarins fer fram á þessum kafla, þ.e. milli Gljúfurholtsá og Varmár. Meira »

Flestir í fjölskyldunni arfberar

Í gær, 19:45 Anna Kristrún Einarsdóttir var ein af þeim fyrstu hérlendis til að komast að því að hún bæri stökkbreytt BRCA2 gen, sem eykur líkur á krabbameini verulega, og jafnframt sú yngsta sem leitaði eftir þeirri vitneskju á sínum tíma. Meira »

Áhyggjuefni ef börn mæta verr í skóla

Í gær, 19:31 Það er áhyggjuefni ef það eru fleiri börn sem eru að mæta verr í skóla af því að þá eru þau bara að missa úr mikilvæga menntun sem þau þurfa að fá. Það eru þó mismunandi ástæður sem liggja þar að baki, segir Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna Heimilis og skóla í samtali við mbl.is. Meira »

Riftun á kjarasamningi komi til greina

Í gær, 19:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að til greina komi að rifta nýundirrituðum lífskjarasamningi, bregðist Samtök atvinnulífsins ekki við með viðeigandi hætti. Þetta kom fram í máli Sólveigar í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Margar athugasemdir við íbúðakjarna

Í gær, 18:25 Alls bár­ust um 60 at­huga­semd­ir vegna fyr­ir­hugaðrar bygg­ing­ar íbúðakjarna fyr­ir fatlað fólk í Haga­seli í Breiðholti. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fer yfir allar athugasemdir sem bárust og verður þeim svarað með rökstuðningi. Meira »

Ísland hlaut viðurkenningu fyrir baráttu í jafnréttismálum

Í gær, 18:05 Ísland hlaut í dag viðurkenningu fyrir einarða baráttu fyrir jafnrétti á norrænu viðskiptaráðstefnunni Womenomics í Kaupmannahöfn. Þetta í fyrsta sinn sem land eða þjóð hlýtur slíka viðurkenningu. Meira »

„Þetta er einstakt tækifæri“

Í gær, 17:55 „Þetta er alveg einstakur viðburður,“ segir flugrekstrarstjórinn Stefán Smári Kristinsson. Nóg er um að vera hjá honum á Reykjavíkurflugvelli en milli klukkan 18 og 20 verða fimm svokallaðar þristavélar , DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, til sýnis á flugvellinum. Meira »

Málshraði MDE skapar vanda

Í gær, 17:51 „Það er ekki galli í meðferð dómstóla á Íslandi að sjá ekki fyrir hvert Mannréttindadómstóllinn sé að fara þremur árum seinna,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í viðtali við mbl.is um frávísun á máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggja Jónssonar frá Hæstarétti. Meira »

Skólahald leggst niður í Grímsey

Í gær, 17:28 Skólahald verður lagt niður í Grímseyjaskóla næsta vetur. Þrír nemendur stunduðu nám við grunnskólann í vetur og tveir í leikskóla en ein fjölskylda er að flytja burt úr eyjunni og eftir verða sitt hvor nemandinn á leikskóla- og grunnskólaaldri. Meira »

Hæstiréttur tekur Spartakusarmálið fyrir

Í gær, 17:15 Hæstiréttur samþykkti í dag að taka fyrir mál blaðamannsins Atla Más Gylfasonar. Hann var fundinn sekur í Landsrétti um meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða hon­um 1,2 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur. Meira »

Verkfærum stolið úr nýbyggingu

Í gær, 16:12 Brotist var inn í nýbyggingu í Dalbrekku 2-14 í Kópavogi nýlega, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrotið í gær. Meira »

Ráðist á starfsmann Krónunnar

Í gær, 16:09 „Mig langar að benda á að orðið negri er orð sem er aldrei í lagi að nota eða beita eða segja eða skrifa. Þetta er niðrandi orð, og ógeðslegt,“ skrifar Árdís Pétursdóttir í færslu á Facebook fyrir helgina. Ráðist var á eiginmann hennar, Destiny Mentor Nwaokoro, þar sem hann var við störf í Krónunni. Meira »
fjóir eldhús- stálstólar
fjórir stáleldhússtólar nýlegir á 25,0000 allir sími 869-2798...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
Ýmsar áhugaverðar bækur til sölu
il sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasög...
stofuskápur með glerhurðoghillum-ljósi
flottur stofuskápur með glerhurð og hillum og ljósum á 12,000 kr sími 869-2798...