Tregi eftir 33 ár á kaffistofunni

Ágústa Sigurjónsdóttir var heiðruð af starfsfólki Félagsstofnunar stúdenta sem og ...
Ágústa Sigurjónsdóttir var heiðruð af starfsfólki Félagsstofnunar stúdenta sem og kúnnum sínum í gegnum árin í Hámu í Eirbergi, einni bygginga háskólans. mbl.is/Árni Sæberg

Tregablandin sorg og söknuður lágu í loftinu þegar Ágústa Sigurjónsdóttur var heiðruð með kveðjuathöfn í Eirbergi, húsnæði hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands í dag.

Hún hefur verið nemendum sem móðir, sálusorgari og huggari í neyð. „Hún var kletturinn,“ segir einn. Ágústa hefur óbrigðul staðið vaktina á kaffistofunni í 33 ár í Eirbergi. Hún er nemendum svo kær að nýverið nefndu þeir lesstofu í höfuðið á henni. Og nú er hún að fara á eftirlaun.

Ágústa þiggur blóm í tilefni starfslokanna. Þau eru orðin 34, ...
Ágústa þiggur blóm í tilefni starfslokanna. Þau eru orðin 34, árin sem hún hefur starfað í kaffistofunni í Eirbergi. Árni Sæberg

Ágústa hefur unnið fyrir Félagsstofnun stúdenta frá því 1985. Ári síðar hóf hún störf á nefndri kaffistofu og hefur ekki yfirgefið hana síðan. Háma í Eirbergi verður ólík án hennar, það er ljóst. Og margt hefur breyst á langri starfsævi, segir hún.

„Svona er lífið“

„Mér hefur alltaf fundist þetta jafngaman. Ef mér hefði fundist þetta leiðinlegt, hefði ég hætt,“ segir Ágústa þegar blaðamaður mbl.is nær tali af henni við þetta tilefni. „Ég þreyttist aldrei,“ segir hún.

Þreyttist ekki á langri starfsævi, segir hún. 34 ár og tíminn líður. „Ég hefði ekki trúað þessu, svei mér þá. Svona er lífið,“ segir Ágústa. 

Nú taka við eftirlaunaár hennar með eiginmanni sínum Andrési F. G. Andréssyni, skrifstofumanni. Hann fór á eftirlaun á undan Ágústu, sem vann 11 ár umfram eftirlaunaaldurinn, sem er öllu jöfnu 67 ára.

Ágústa var kletturinn

Hjúkrunarfræðideild háskólans hefur aðstöðu í Eirbergi. Þar er ljósmóðurnemum einnig kennt. Þær sem blaðamaður ræddi við voru allar á einu máli: Ágústa var einstök. Hún spjallaði við alla, hló með þeim, studdi stelpurnar og hvatti þær áfram í náminu. Hún var kletturinn, var sagt. Samband hennar við nemendurna og annað starfsfólk hússins var einstakt.

Eirberg er hús hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Þar nema bæði hjúkrunarfræðingar ...
Eirberg er hús hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Þar nema bæði hjúkrunarfræðingar verðandi og ljósmóðurnemar. mbl.is/Eggert

Ágústa er þakklát fyrir gott samband við nemendur í húsinu. „Ég held að upp úr standi ánægjan að þjónusta og vera innan um ungt fólk. Að vera innan um ungt fólk er rosalega gefandi,“ segir hún.

Hún segir alls ekki fráleitt að ætla að nemendurnir hafi haldið henni ungri öll þessi ár. „Ég tek undir það. Þetta eru margar kynslóðir fólks sem maður hefur kynnst hérna. Það er ómetanlegt þegar hér kemur fólk bara til að heilsa upp á mann eftir öll þessi ár og gefa manni knús. Ómetanlegt,“ segir hún.

Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, fellst í faðmlög við Ágústu ...
Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, fellst í faðmlög við Ágústu í Hámu. Árni Sæberg

Venju samkvæmt hefði Ágústa átt að fara á eftirlaun fyrir 11 árum. Hún er 78 ára. Ljóst er að eitthvað hefur haldið henni ungri. Hún er þakklát fyrir að hafa haft heilsu til að vinna eins lengi. „Ég segi og hef sagt: Það eru forréttindi að fá að vinna þegar maður er orðinn svona fullorðinn. Að vera nógu heilsuhraustur til þess ekki sjálfsagt,“ segir hún. Hún ítrekar í því sambandi þakklæti sitt til Félagsstofnunar stúdenta, þar sem hún segir geysilega gott að vinna. „Það er þeim að þakka að manni sé ekki bara sagt upp,“ segir hún. „Og það er rosalega mikils virði.“

Orkudrykkirnir áhyggjuefni

Eirberg er eins og segir húsnæði fyrir afmarkaðan hóp nemenda. Þar er hópurinn þéttur. Ágústa hóf störf þegar byggingin var opnuð. Ýmislegt hefur breyst síðan þá, á 33 árum.

„Fyrst þegar ég byrjaði voru þetta bara rúnstykki, flatkökur og kleinur. Kannski skonsur. Þetta hefur breyst alveg rosalega síðan þá,“ segir Ágústa. Nú er boðið upp á allt á milli himins og jarðar í Hámu. „Hér er rosa mikið í boði núna. Alls konar smurt brauð, núðlur og alltaf heit súpa í hádeginu,“ segir hún.

Sumt breytist ekki. Flatkökurnar eru enn þá. Kleinurnar, skonsurnar og rúnstykkin. Sömuleiðis hefur alltaf verið boðið upp á kaffi, te og öl. En vá ber að dyrum, segja sumir, og það eru orkudrykkirnir. Þeir eru einkar vinsælir meðal ósofinna nemenda.

„Nú eru allir þessir orkudrykkir líka. Þetta er svo mikil flóra að það er varla pláss fyrir þetta á kaffistofunni!“ segir Ágústa spurð út í þessa viðbót við íslenska veitingaþjónustu. Henni hugnast ekki þróunin, satt að segja. „Ég hef áhyggjur af þessu. Ég held að þessir orkudrykkir séu ekki heilsusamlegir,“ segir hún. „Það er svo ofboðslega mikið drukkið af þessu,“ segir hún.

Heilbrigðisvísindanemar virðast ekki vammlausari en aðrir í þessu tiltekna heilbrigðismáli.

Kemur maður í manns stað?

Ágústa segir að nú verði hún bara að finna sér eitthvað annað að gera. Viðbrigðin verða kannski fyrst tilfinnanleg í haust, því kaffistofan er hvað sem öðru líður lokuð á sumrin. „Ég er búin að taka að mér að vera formaður kvenfélags Fríkirkjunnar í tvö ár. Ég hef þá um það að hugsa. Svo förum við hjónin bara að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir hún.

Samband Ágústu, t.h., við nemendurna og annað starfsfólk hússins var ...
Samband Ágústu, t.h., við nemendurna og annað starfsfólk hússins var sagt einstakt. Árni Sæberg

Hún er þó búin að skuldbinda sig í eitt: að kíkja í heimsókn í Eirberg. „Ég mun sakna nemendanna. Það er á hreinu. Og ég er búin að lofa því að koma í heimsókn, bæði nemendum og starfsfólki,“ segir hún.

Komið er að tímamótum og nýr starfsmaður tekur við keflinu næsta haust. Ágústa sér ekki fram á annað en að viðkomandi fylli með sóma í hennar skarð. „Ég segi það alltaf. Það kemur maður í manns stað,“ segir hún.

Spurningin er hvort nemendur í Eirbergi geti tekið undir þá fullyrðingu með góðu móti.

mbl.is

Innlent »

Varað við umferðartöfum

09:36 Framkvæmdum á Kleppsmýrarvegi í Reykjavík verður framhaldið í dag en í tilkynningu sem embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu barst segir að þeim ætti að vera lokið um kl. 14. Meira »

Met slegið í orkupakkaumræðunni

08:56 Met var slegið á Alþingi í morgun fyrir þann þingfund sem staðið hefur lengst fram á morgun, en þingmenn Miðflokksins héldu þar áfram umræðu um þriðja orkupakkann þar til hlé var gert á þingfundi klukkan 9.04. Þingfundur hófst í gær klukkan 15.30 og stóð umræðan því yfir í tæpar 16 klukkustundir. Meira »

Gæslan með í plokkinu

08:38 Mikill fjöldi landsmanna hefur undanfarið verið öflugur við að hreinsa rusl víða um land. Ruslið leynist þó ekki bara á landi, því Landhelgisgæslan greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að varðskipið Þór hafi i í vikunni brugðist við tilkynningu um rekald á sjó vestan við Sandgerði. Meira »

Í einum rykk til Patreksfjarðar

08:18 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Leið hans lá nokkuð langt norður fyrir landið og síðan suður með Vestfjörðum. Meira »

Nettó í Lágmúlann

08:02 Nettó opnar nýja lágvöruverðsverslun í Lágmúla 9 í dag og verða umhverfismál í forgrunni í versluninni.  Meira »

Kringlan plastpokalaus 2020

07:57 Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Meira »

Miðflokksþingmenn enn í pontu

07:15 Þingmenn Miðflokksins hafa skipst á að flytja ræður á Alþingi í alla nótt og eru enn að. Ekki liggur fyrir hvenær þingfundi lýkur en umræðuefnið er þriðji orkupakkinn líkt og undanfarnar nætur. Meira »

Kyrrsetning varir lengur en talið var

07:04 Ekki liggur ljóst fyrir hvenær hægt verður að aflétta kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum sem hafa verið kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys. Eftir að tilkynnt var um þetta í gær sendi Icelandair frá sér tilkynningu um að útlit sé fyrir að kyrrsetningin muni vara lengur en gert var ráð fyrir. Meira »

Svipað veður og undanfarið

06:47 Í dag er útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt. Svipað veður og hefur verið. Skýjað og súld fyrir austan, bjart að mestu á Norður- og Vesturlandi og skúrir sunnan til. Mögulega verða einhverjar hellidembur í uppsveitum sunnanlands og á hálendinu í dag. Meira »

Sorg sem hverfur aldrei

06:36 Foreldrar sem missa barn í sjálfsvígi ganga í gegnum gífurlega langvinnt sorgarferli og vanlíðanin er bæði andleg og líkamleg. Á sama tíma fer ekkert formlegt ferli af stað í heilbrigðiskerfinu sem grípur foreldrana sem glíma við djúpa sorg, sorg sem ekki hverfur og verður alltaf til staðar. Meira »

18 ára á 177 km hraða

05:57 Lögreglan stöðvaði bifreið á Kringlumýrarbraut um miðnætti eftir að hafa mælt bifreiðina á 177 km hraða. Ökumaðurinn er aðeins 18 ára og var hann færður á lögreglustöð þar sem mál hans var afgreitt og hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Meira »

Óljóst um arftaka Álfsness

05:30 Það stefnir í alvarlegt ástand hjá Sorpu á höfuðborgarsvæðinu ef ekki finnst lausn á því hvaða förgunarúrræði tekur við af urðunarstaðnum í Álfsnesi, verði hann tekinn úr notkun í lok árs 2020 eins og samkomulag eigenda Sorpu kveður á um. Meira »

Hvassahraun besti kostur

05:30 Hvassahraun er ekki eini raunhæfi kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll, að sögn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Athuganir hingað til bendi hins vegar til þess að það sé besti kosturinn. Meira »

Fleiri fara um Víkurskarð en áætlað var

05:30 Tæplega níu af hverjum tíu bílum fóru um Vaðlaheiðargöng í vetur, eftir opnun þeirra, og rúmlega einn af hverju tíu fór um Víkurskarð. Meira »

Íslandsvinur verðlaunaður á Spáni

05:30 Bandaríski rithöfundurinn Siri Hustvedt hlaut hin virtu bókmenntaverðlaun Asturias á Spáni á dögunum fyrir höfundarverk sitt. Meira »

Formaður bæjarráðs á móti borgarlínu

05:30 „Ég vil draga strik í sandinn. Það hefur verið fjallað um þetta mál og því mjakað áfram hægt og rólega. Það var skýrt í síðustu kosningum að við ætluðum ekki að taka þátt í þessu verkefni nema allt væri uppi á borðinu. Því miður er enn ekki allt komið upp á borðið.“ Meira »

Sigurboginn hættir

05:30 Verslunin Sigurboginn á horni Laugavegar og Barónsstígs heyrir senn sögunni til, en eftir er að taka ákvörðun um framtíð netverslunar fyrirtækisins. Meira »

Icelandair fellir niður fleiri flug

05:30 Flugfélagið Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína fyrir seinni hluta sumarsins vegna þess að útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla félagsins muni vara lengur en áður var áætlað. Meira »

Hafa áhuga á að fjárfesta á Íslandi

Í gær, 23:47 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í dag þátt í ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum sem haldin var í sendiráði Íslands í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...