Aftur til starfa þvert gegn óskum biskups

Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup Íslands.
Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup Íslands.

Það er algjörlega út í hött að koma fram með samsæriskenningu um að sameining tveggja prestakalla sé gerð til höfuðs Ólafi Jóhannssyni sóknarpresti, sem gerðist brotlegur við siðareglur kirkjunnar.

Þetta segir Kristján Björnsson, settur biskup Íslands, í samtali við mbl.is aðspurður um orð Einars Gauta Steingrímssonar, lögmanns Ólafs, í gær. Til stendur að sameining Bústaðaprestakalls og Grensásprestakalls í eitt Fossvogsprestakall verði að veruleika þann 1. júní og segir Kristján það vera liður í endurskipulagningu prestakalla um allt land.

„Finnst fólki ekki frekar langsótt að þetta sé samsæri gegn einum manni, að endurskipuleggja kirkjuna um allt land? Það sem meira er að aðalrökin fyrir þessum sameiningum er að útrýma einmenningsprestaköllum. Á Reykjavíkursvæðinu uppfylltu Bústaða- og Grensásprestaköll þetta mjög vel þar sem einn sóknarprestur var í hvoru. Nú verða þrír prestar og einn sóknarprestur,“ segir Kristján, en þetta sé gert til þess að bæta vinnuumhverfi presta og sé í vinnslu um allt land. Orð lögmannsins standist því enga skoðun.

„Þegar menn sjá planið þar sem búið er að teikna landið upp á nýtt til þess að útrýma þessum einmenningsprestaköllum, þá er þetta alveg út í hött. Þetta er út úr einhverjum heimi sem ég veit ekki hvar er,“ segir Kristján, en hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna máls Ólafs.

Siðferðisbrotin standa þrátt fyrir niðurstöðuna

Ólafi var veitt lausn frá starfi tíma­bundið af Agnesi M. Sig­urðardótt­ur bisk­upi 5. des­em­ber í fyrra eftir að niðurstaða úrskurðar- og áfrýjunarnefndar kirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að Ólafur hafi gerst sekur um siðferðisbrot gegn tveimur konum.

Í gær kom hins vegar álit frá nefnd fjármálaráðuneytisins um tímabundnar lausnir ríkisstarfsmanna frá störfum. Þar sagði að ákvörðun biskupsstofu um að veita séra Ólafi tíma­bundna lausn frá störf­um hafi ekki verið rök­studd með full­nægj­andi hætti. Til þess að hægt sé að víkja ríkisstarfsmönnum úr starfi án áminningar þarf brot að varða við hegningarlög, en biskup taldi að niðurstaða úrskurðarnefndar kirkjunnar væri nægileg ástæða til þess að víkja Ólafi tímabundið úr starfi án þess að veita honum fyrst áminningu.

„Niðurstaðan er sú að þetta hafi ekki verið rétt, því ekki sé nægjanlegt að vísa í niðurstöðuna um siðferðisbrotin hjá úrskurðar- og áfrýjunarnefnd. En þessi ráðherranefnd rekur siðferðisbrotin í sínum úrskurði og hann er þá á engan hátt sýknaður frá þeim. Siðferðisbrotin standa og þá eru þau aftur orðin óafgreidd mál innan kirkjunnar, að þjónandi prestur hafi gerst sekur um siðferðisbrot gegn tveimur konum,“ segir Kristján.

Kirkjuleiðtogar segja brotaþolum ekki fyrir verkum

Eftir álit ráðherranefndarinnar ákvað biskupsstofa að greiða Ólafi vangreidd laun frá því honum var tímabundið vikið úr starfi. Kristján vill hins vegar ekki segja að kirkjan hafi brotið stjórnsýslulög, þrátt fyrir úrskurð nefndarinnar.

„Það er bara ókannað og sá sem telur á sér brotið verður að setja það ferli í gang. Biskup Íslands fer ekki að kanna hvort hann [biskup] hafi gerst sekur um það [stjórnsýslulagabrot]. Niðurstaðan er bara sú að biskup hafi ekki verið í rétti að víkja honum á þessum forsendum sem tilgreindar voru. Þetta er lagalegt atriði og ég ætla ekki að dæma um það hvernig það endar,“ segir Kristján.

Hann ítrekar að kirkjan hafi ekki farið þá leið að leita til úrskurðar- og áfrýjunarnefndar sinnar vegna þeirra siðferðisbrota sem Ólafur var sakaður um. Sú nefnd starfi óháð biskup og það hafi verið lögmenn kvennanna, sem töldu á sér brotið, sem ráðlögðu þeim að leita til þeirrar nefndar en ekki til lögreglu, svo dæmi sé tekið.

„Eftir því sem ég best veit ráðleggur biskup aldrei konunum. Það er alveg nóg að hafa verið brotið á sér siðferðilega, eins og nú er búið að staðfesta, án þess að kirkjuleiðtogar reyni að segja þeim fyrir verkum líka,“ segir Kristján.

En vegna þess að kirkjan vék Ólafi frá störfum vegna niðurstöðu úrskurðar- og áfrýjunarnefndar sinnar, sem reyndist ekki rétt leið, gæti hún verið að skapa sér skapabótaskyldu vegna brota á stjórnsýslulögum.

„Já, ef Ólafi finnst á sér brotið með þessu og telur sig ekki þurfa að taka afleiðingum af því sem hann hefur gerst sekur um gagnvart þessu siðferðisbroti, þá þarf hann að leita réttar síns með það. Það er óeðlilegt að biskup Íslands blandi sér í það,“ segir Kristján.

Grensáskirkja.
Grensáskirkja.

Kom ekki aftur til starfa með leyfi biskups

Kristján segir að Ólafur hafi verið kallaður á sinn fund, ásamt lögmanni sínum, á mánudag. Þar var honum tilkynnt að Grensásprestakall yrði lagt niður um komandi mánaðarmót. Einnig óskaði biskup eftir því að Ólafur myndi ekki snúa aftur til starfa fram að því, eða næsta hálfa mánuðinn. Ólafur svaraði því hins vegar til að hann myndi hunsa þá ósk.

„Mér þykir það mjög leiðinlegt og tel að það hefði verið viturlegt af honum að fara að ósk biskups Íslands sem hefur agavaldið í kirkjunni. Ég tel að hann hefði getað lagt sitt af mörkum til þess að skapa frið í þessum málum,“ segir Kristján, en búið hafi verið að gera ráðstafanir með þjónustu Grensáskirkju fram að sameiningu prestakalla.

Í hverju felst þá starf Ólafs nú þegar hann hefur snúið aftur til vinnu, til mánaðarmóta?

„Mér er ekki nógu kunnugt um það. Mér skilst að hann hafi mætt í kirkjuna í gær, þar sem honum er auðvitað frjálst að koma inn og út. En hann er ekki kominn til starfa í þjónustu kirkjunnar með leyfi biskups Íslands,“ segir Kristján, en spurður út í svar sitt vill hann þó ekki meina að Ólafur hafi verið að brjóta reglur.

„Þetta var sett fram sem ósk. Biskup getur samkvæmt lögum sagt manni, sem er í vinnu og á launum hjá kirkjunni, til um hvaða verkefni hann á að sinna. Biskup var í fullum rétti að óska eftir því að hann sneri ekki aftur til þessara starfa þar sem búið er að ráðstafa þeim,“ segir Kristján, en á eftir að skoða hvort einhver viðurlög liggi við því að fara gegn óskum biskups.

Á rétt á að sækja um hvar sem er

Sem áður sagði verður prestakall Ólafs lagt niður nú um mánaðarmót og segir Kristján að það sem taki nú við sé ferli er varðar lög um opinbera starfsmenn.

„Starfið hans sem sóknarprestur í Grensásprestakalli er lagt niður og verður ekki til lengur. Þar af leiðandi, ef ekkert annað gerist, hættir hann nú um mánaðarmót sem prestur í Þjóðkirkjunni og fer á biðlaun ef hann fer ekki í annað starf. Það eru lögboðin biðlaun í lögum um opinbera starfsmenn. Það er enginn starfslokasamningur eða slíkt til hjá okkur,“ segir Kristján, og reiknar með að biðlaunaréttur Ólafs séu 12 mánuðir.

En á Ólafur afturkvæmt í starf sóknarprests, ef hann sækir um slíkt starf?

„Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt hvernig hann spilar úr stöðunni núna. Menn eiga alltaf einhvern möguleika, en það er ekki sáluhjálparatriði hvort menn séu sóknarprestar í tilteknu prestakalli. Annað hvort vilja menn starfa fyrir kirkjuna sína eða ekki. Hann hefur þegar fengið tiltal biskups Íslands einu sinni og það er ekki gott fyrir ferilinn að fá áminningar. En ef hann á annað borð heldur embættisgengi á hann auðvitað rétt á því að sækja um hvar sem er. Svo er það undir kjörnefndum komið í hverju prestakalli fyrir sig hvernig því er tekið,“ segir Kristján.

Eiga inni fyrirgefningu kirkjunnar

Kristján segir að biskupstofa eigi enn eftir að bregðast við niðurstöðu úrskurðar- og áfrýjunarnefndar kirkjunnar að Ólafur hafi gerst sekur um siðferðisbrot í starfi. Það mál sé enn óafgreitt.

„Það er forgangsmál hjá mér að beina athyglinni nú að þeim konum sem brotið var siðferðilega á. Við eyðum alltof miklum tíma í þann sem er uppvís að siðferðisbrotinu og munum nú snúa okkur að þeim sem brotið var á og hvernig þeim líður. Fyrir hönd kirkjunnar þurfum við að biðja þær fyrirgefningar,“ segir Kristján Björnsson, settur biskup Íslands, við mbl.is.

mbl.is

Innlent »

Lögreglumaður sleginn í Garðabæ

07:31 Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um ágreining sambúðarfólks í húsi í Garðabæ og er lögregla kom á staðinn um kl. 23, réðst konan á lögreglumann og sló hann. Hún var handtekin í kjölfarið og eyddi nóttinni í fangageymslu lögreglu. Meira »

Þetta er adrenalínfíkn

Í gær, 22:33 Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »

„Allt gekk upp og allir voru glaðir“

Í gær, 21:55 Mýrdalshlaupið var hlaupið í dag og mikil lukka var meðal þátttakenda. Nýlunda í ár var sú að boðið var upp á 23 kílómetra leið. Það var uppselt fyrir viku í þann flokk. Meira »

Margrét Friðriksdóttir kveður

Í gær, 21:41 Síðasta útskriftarathöfn Margrétar Friðriksdóttur sem skólameistara MK var haldin í Digraneskirkju í gær. Þar brautskráðust alls 218 nemar úr skólanum. Meira »

Tuttugu stúdentar útskrifaðir

Í gær, 21:26 Tuttugu stúdentar voru útskrifaðir í dag frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Þá lauk einn nemandi námi í fjallamennsku, tveir nemendur luku framhaldsskólaprófi, einn útskrifaðist af fisktæknibraut, einn útskrifaðist úr tækniteiknun og einn nemandi A stigi vélstjórnar að því er segir í fréttatilkynningu frá skólanum. Meira »

Tveimur milljónum króna ríkari

Í gær, 20:55 Heppinn lottóspilari er tveimur milljónum króna ríkari eftir að dregið var í Lottóinu í kvöld en hann var með allar fimm tölurnar réttar í Jókernum. Meira »

Rokkhrokinn settur í aftursætið

Í gær, 20:00 Hann er leikari og þungarokkari, trommari og fjölskyldumaður. Björn Stefánsson, oft nefndur Bjössi í Mínus, hefur nú stimplað sig inn í leikhúsheiminn. Hann hefur verið edrú í áratug, lært leiklist í Danmörku og sýnt og sannað að hann á heima uppi á sviði, og ekki bara á bak við trommurnar. Meira »

Þingmenn að „bregðast þjóð sinni“

Í gær, 18:42 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vandaði ráðamönnum ekki kveðjurnar á útifundi á Austurvelli í dag. Hann sagði þá vera að „bregðast þjóð sinni“ og að Alþingi væri ekki treystandi. Meira »

Eineggja tvíburar dúx og semídúx

Í gær, 18:00 Við útskrift í Flensborgarskólann á fimmtudaginn reyndust dúx og semídúx vera tvíburasystur. Þær eru á sömu námsbraut, í sömu íþrótt og líta eins út. Þær gera allt saman. Meira »

Barðsvíkin kjaftfull af rusli

Í gær, 17:45 Félagið Hreinni Hornstrandir stendur fyrir hreinsunarferð í Barðsvíkina helgina 14.-16. júní og segir forsprakki hópsins Barðsvíkina kjaftfulla af rusli. Sjálfur hóf hann að hreinsa rusl á Hornströndum eftir að franskur ljósmyndari setti upp sýningu erlendis á ruslinu við strendurnar. Meira »

Þakklátur pabba að hafa rekið mig í iðnnám

Í gær, 17:17 Myndlistarmaðurinn Daníel Magnússon er mikill hagleikssmiður og þekktur fyrir sérstaka stóla sína. Hann segir góða endingu nytjahluta á vissan hátt vera fegurð ef hún sé skynsamlega útfærð. „Í mínum huga eru nytjahlutir eitthvað sem allir listamenn ættu að hafa skoðun á.“ Meira »

Riðin árleg tvídreið

Í gær, 16:51 Þau voru gleðileg að sjá, fólkið sem klæddi sig í sitt fínasta púss upp úr hádegi í dag og kom saman við Hallgrímskirkju til þess að hjóla uppstrílað um miðbæ Reykjavíkur. Það var í hinni árlegu tvídreið, sem er kölluð Tweed Ride Reykjavík. Meira »

Vilja meiri umfjöllun um afstöðu sína

Í gær, 16:04 Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, gagnrýndu fjölmiðla, og þá aðallega ríkisfjölmiðilinn, fyrir skort á umfjöllun um þau efnisatriði sem Miðflokksmenn hafa lagt áherslu á í málflutningi sínum um innleiðingu þriðja orkupakkans, í þingræðum sínum um málið í morgun. Meira »

Eyþór tók Krúnuleikastefið á Selló

Í gær, 15:46 Á sjötta hundrað manns mættu á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins í dag en um þessar mundir eru 90 ár liðin frá samruna Íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins. Meira »

Glöð ef þau komast inn fyrir jólin 2021

Í gær, 14:47 Það er öryggi að þetta bjargræði er til staðar. Fólk treystir því að það er í lagi að eldast hér,” segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU í Hornafirði. Meira »

Íslenskur sundknattleikur að lifna við

Í gær, 14:15 Ármenningar eru Íslandsmeistarar í sundknattleik 2019, en þeir lögðu keppinauta sína úr Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) með 13 mörkum gegn 8 í Laugardalslaug fyrir hádegi. Leikurinn var liður í alþjóðlegu tíu liða móti sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Meira »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

Í gær, 12:50 „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »

Breytingar á leiðakerfi Strætó

Í gær, 12:37 Leiðakerfi Strætó mun taka lítilsháttar breytingum á morgun, 26. maí. Sumaráætlun verður tekin upp á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum landsbyggðarleiðum, leið 18 verður breytt og akstur mun hætta klukkustund fyrr á sunnudögum í sumar. Meira »

Segir dóm MDE „umboðslaust at“

Í gær, 11:35 „Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun. Meira »
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...