Vinnslan komin vel á veg

Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu síðasta haust fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðafjárskatt.

Í frumvarpinu var lagt til að af fyrstu 75 milljónum króna í skattstofni dánarbús reiknist 5% erfðafjárskattur og 10% af skattstofni umfram það.

Óli Björn Kárason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en aðrir flutningsmenn eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Birgir Ármannsson, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason.

„Frumvarpið er til vinnslu í efnahags- og viðskiptanefnd og ég held að vinnsla þess sé langt komin í nefndinni. Við gerum okkur vonir um að það náist sátt um að klára málið fyrir þinglok og leggjum áherslu á að það náist,“ segir Áslaug Arna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert