„Augljóst að þetta er alvarlegt slys“

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búið er að opna fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri vegna rútuslyssins sem varð á Suðurlandsvegi við Hofgarða, skammt norðan við Fagurhólsmýrar, rétt eftir klukkan 15 dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar á að lenda þar á hverri stundu og óskað hefur verið eftir að frekari búnaður verði sendur frá Reykjavík.

„Það er alveg augljóst að þetta er alvarlegt slys,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í samtali við mbl.is. Hann getur ekki sagt um fjölda slasaðra, en unnið er að koma þeim í burtu. Búið að kalla út viðbragðsaðila frá Selfossi og alveg austur á Höfn, auk þess sem viðbragðsaðilar hafa farið af stað úr Reykjavík.

Staðfest er að 32 farþegar voru um borð, auk öku­manns, en rútan valt út fyrir veg. Rútan var á vegum rútufyrirtækisins Trex og voru farþegarnir erlendir ferðamenn. Það staðfestir framkvæmdastjóri fyrirtækisins við mbl.is.

„Það er þónokkur viðbúnaður á vettvangi. Menn eru að greiða úr, forgangsraða þeim slösuðu og skipuleggja flutning þeirra af vettvangi. Samhæfingarstöðin í Reykjavík var virkjuð sem samhæfir aðgerðir og skipuleggur hvert sjúklingar fara,“ segir Davíð Már.

Þá hefur verið óskað eftir því að frekari búnaður verði fenginn á staðinn frá Reykjavík og mun Landhelgisgæslan annast þann flutning. Um er að ræða hópslysabúnað sem hjálpar viðbragðsaðilum á vettvangi að vinna sína vinnu. Reiknað er með að búnaðinum verði varpað á slysstað úr flugvél Landhelgisgæslunnar.

„Þetta eru aðgerðir sem eru æfðar mjög reglulega og því miður höfum við fengið of mikið af raunverulegum æfingum. Nú eru viðbragðsaðilar á öllu Suðurlandi að vinna saman og greiða úr stöðunni og koma þeim slösuðu á rétta staði,“ segir Davíð.´

„Það eru allar hendur komnar á dekk og mjög fljótlega voru fyrstu sjúkraflutningamenn af nærliggjandi svæðum komnir á vettvang,“ segir Davíð, en hefur ekki nánari upplýsingar um fjölda slasaðra og hversu alvarleg meiðsli fólksins eru. Ljóst er þó að einhverjir verði fluttir til Reykjavíkur.

Suður­lands­veg­ur er lokaður við slysstað og ekki ligg­ur fyr­ir hve lengi lok­un­in var­ir.

Uppfært klukkan 17.16:

Fimm eru alvarlega slasaðir og verða fluttir á Landspítalann:

mbl.is

mbl.is