Gróðurinn tekur við sér í hlýindum og vætu

Bændur víða um land hafa lokið við eða eru að …
Bændur víða um land hafa lokið við eða eru að ljúka við að dreifa tilbúnum áburði á tún. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Allur gróður er mjög tilbúinn þegar fer að hlýna aftur. Hann var kominn vel af stað í apríl og verður fljótur að taka við sér við raka og hlýju,“ segir Gunnar Kr. Eiríksson, bóndi á Túnsbergi í Hrunamannahreppi, um vorkomuna og tekur fram að það muni miklu að jörð sé klakalaus.

Bændur sem rætt var við eru bjartsýnir fyrir sumarið. Aprílmánuður var sérstaklega hlýr og þá tók gróður mjög vel við sér. Síðan kom þurrakuldi í byrjun maí, með norðan og norðaustan vindi, og þá hægði á allri sprettu.

„Það fór allt að grænka í apríl. Svo kom kuldi um tíma og næturfrost en enginn snjór að gagni hér og þá hægði á öllu þótt ekki sé ástandið alslæmt,“ segir Þröstur Þorsteinsson, bóndi á Moldhaugum í Kræklingahlíð í Eyjafirði.

Þröstur var að tæta flag í gær vegna endurræktunar túns. Og sumarið leggst vel í hann.

Gott vor kemur sér vel fyrir sauðfjárbændur. Það léttir mikið vinnuna að geta sett lambærnar út fljótlega eftir burð, að því er fram kemur í umfjöllun um vorkomuna í sveitum  í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »