Grunn lægð stýrir veðrinu

mbl.is/​Hari

Grunn lægð suðvestur af landinu stýrir veðrinu hjá okkur næstu daga. Það er suðaustanátt og ekki hvasst, vindur yfirleitt á bilinu 3-8 m/s. Þurrt og bjart veður um landið norðaustanvert, með hita að 18 stigum og kannski rúmlega það þegar best lætur. 

Skúrir sunnan- og vestanlands síðdegis í dag og þá ætti að sjást eitthvað til sólar, en skýjað að mestu og rigning með köflum á morgun og einnig á laugardag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Spáin fyrir næstu daga

Suðaustan 3-8 m/s. Súld eða rigning og síðar skúrir, en bjartviðri um landið norðaustanvert. 
Rigning með köflum á morgun, en áfram þurrt og bjart á NA-landi.
Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á föstudag og laugardag:
Suðaustan 3-8 m/s og rigning eða skúrir sunnan- og vestanlands, hiti 8 til 13 stig. Bjartviðri um landið norðaustanvert og hiti að 18 stigum yfir daginn. 

Á sunnudag og mánudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað að mestu og dálítil væta um tíma í flestum landshlutum. Hiti 7 til 15 stig, svalast við austurströndina. 

Á þriðjudag og miðvikudag:
Austanátt, skýjað og stöku skúrir. Hiti breytist lítið.

mbl.is