Ísland hlaut dóma fyrir samningsbrot

EFTA. Ísland tapaði málunum.
EFTA. Ísland tapaði málunum.

Efta-dómstóllinn dæmdi á þriðjudag í fjórum samningsbrotamálum sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, höfðaði gegn Íslandi og féll dómur í málunum ESA í vil.

Sneri eitt málið að því að Ísland hefði ekki uppfyllt skyldu sína til þess að leiða í lög tilskipun Evrópusambandsins um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Hin þrjú sneru að innleiðingu tilskipunar og reglugerða um meðferð neytendaréttarmála, svo sem innleiðingu rafræns kvörtunarferlis og breytta tilhögun á úrlausn deilumála.

Íslenska ríkið viðurkenndi fyrir dómi að hafa ekki innleitt gerðirnar fyrir tilskilin tímamörk, en tók fram að málið væri á dagskrá Alþingis. Það dugði þó ekki og dæmdi dómstóllinn íslenska ríkið til þess að innleiða umræddar gerðir og greiða allan málskostnað, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert