Ísland í fyrsta sæti á lista yfir réttindi barna

Í Árbæjarsafni.
Í Árbæjarsafni. mbl.is/​Hari

ísland er í fyrsta sæti barnaréttarstuðulsins eða KidsRights index, sem er mælikvarði á það hvernig aðildarríki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna virða réttindi barna.

Frjálsu félagasamtökin KidsRights birta stuðulinn árlega. Um er að ræða alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að stuðla að velferð barna um allan heim og vinna að því að réttindi þeirra séu virt. Á þessu ári eru birtar tölur frá 181 landi og er Ísland sem fyrr segir í fyrsta sæti. Í fyrra var Ísland í öðru sæti á eftir Noregi en árið 2017 var Ísland í fjórða sæti.

Stuðullinn byggist á tilmælum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til aðildarríkja Barnasáttmálans, upplýsingum frá UNICEF og UNEP. Þá byggjast niðurstöðurnar á 20 mælikvörðum um líf, heilsu, vernd, menntun og umhverfi réttinda barna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert