Konur taka strætó karlar keyra strætó

7.199 konur eiga strætókort á kennitölu en 5.889 karlar.
7.199 konur eiga strætókort á kennitölu en 5.889 karlar. mbl.is/Hari

17 konur keyra strætisvagna Strætó BS en 181 karl árið 2019. 7.199 konur eiga strætókort á kennitölu en 5.889 karlar. Þetta kemur meðal annars fram í Kynlegum tölum samantekt sem er unnin af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Þetta eru tölulegar upplýsingar sem ætlað er að varpa ljósi á ólíka stöðu kvenna og karla. Í ár er lögð áhersla á velferðarmál og samgöngur auk þess sem sjónum er beint að atvinnulífinu. 

60,5% skráðra eigenda fólksbifreiða í Reykjavík eru karlar. Í umferðarslysum á Íslandi 2018 létust 13 karlar og 6 konur.  Þar af voru það 5 erlendir karlar sem létust og 8 íslenskir karlar. Í hópi kvenna sem létust í umferðarslysum voru 4 erlendar konur og 2 íslenskar konur.

Í umferðarslysum á Íslandi 2018 létust 13 karlar og 6 konur.  Þar af voru það 5 erlendir karlar sem létust og 8 íslenskir karlar. Í hópi kvenna sem létust í umferðarslysum voru 4 erlendar konur og 2 íslenskar konur.

Drengir frekar í sammtímavistun

Drengir eru í meirihluta þeirra sem dvöldu í skammtímavistun á vegum Reykjavíkurborgar árið 2018, þeir voru 103 en stúlkur 50. Karlar eru líka í meirihluta íbúa sértækra búsetuúrræða fyrir fólk með þroskahömlun á vegum Reykjavíkurborgar. Af 248 íbúum eru karlar 145 talsins en konur 103. 

Fjölskyldusamsetning/fjölskyldugerðir í Reykjavík hefur lítið breyst frá árinu 1999 nema fyrir þær sakir að einstaklingum hefur fjölgað talsvert eða úr 36.906 árið 1999 í 50.690 árið 2019 sem er 37% aukning. Karlar með börn eru enn þá mun færri en konur með börn en þeir eru 513 talsins en konur með börn 4.520.

Karlar sem gengu undir ófrjósemisgerð voru 127 árið 1996 en 2016 gengu 508 karlar undir þessa aðgerð sem eru 300% aukning/þreföldun. 

Á milli 2016 og 2017 fjölgaði trans körlum sem leituðu til trans teymis Landspítala úr 15 í 27 einstaklinga. Á sama tíma fjölgaði trans konum úr 18 í 23.

Árið 2016 voru framkvæmdar átta aðgerðir vegna þungunarrofa eftir 20. vikna meðgöngu. Þær voru 13 talsins árið 2015 og sex árið 2014. Þungunarrof eftir um 9 vikna meðgöngu voru 842 talsins árið 2016 en 699 árið 2015.  

Karlar í Kauphöllinni

Hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu störfuðu 72 konur sem lögregluþjónar hjá árið 2017 en 235 karlar.

Embætti formanns Stúdentaráðs Háskóla Íslands var gegnt af 55 körlum og engri konu frá 1920-1973 en frá 1974-2019 hafa 14 konur gegnt embættinu og 31 karl.

Öllum fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands árið 2019 er stýrt af körlum. Níu karlar og tvær konur eru í framkvæmdastjórn auglýsingastofa sem eru aðilar að Sambandi íslenskra auglýsingastofa 2019. 

mbl.is

Innlent »

Hafa rætt orkupakkann í um 50 tíma

Í gær, 23:52 Þriðja kvöldið í röð stefnir í að næturumræður fari fram á Alþingi um þriðja orkupakkann. Síðustu sólarhringa hafa nær eingöngu þingmenn Miðflokksins haldið ræður í síðari umræðu um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann og þessa stundina eru eingöngu þingmenn Miðflokksins á mælendaskrá. Meira »

Bílvelta í Hörgárdal

Í gær, 23:33 Ung kona var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hafa velt bifreið sinni á Staðarbakkavegi, skammt við bæinn Staðartungu í Hörgárdal í kvöld. Meira »

Hugsi yfir stöðu uppljóstrara

Í gær, 22:30 Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru Halldórsdóttur, segir umbjóðanda sinn nokkuð sáttan með úrskurð Persónuverndar og að hún sé reiðubúin að eyða upptökunum frá því á Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. Þetta kom fram í viðtali við lögmann Báru í tíufréttum á RÚV. Meira »

Borðtennis í blóðinu

Í gær, 22:15 Systkinin Gestur, Eiríkur Logi og Guðbjörg Vala, börn Guðrúnar Gestsdóttur og Gunnars Skúlasonar, urðu samtals fimmfaldir Íslandsmeistarar í borðtennis á dögunum. Meira »

„Bjóða ódýrasta dropann sem er í boði“

Í gær, 21:59 Tvö ár verða á morgun frá því Costco hóf starfsemi á Íslandi. Hver hafa „Costco-áhrifin“ verið á hinn almenna neytanda síðan þá? mbl.is ræddi við einstaklinga sem gæta að hagsmunum neytenda og allir eru þeir sammála um að mestu muni um samkeppnina sem Costco veitir á eldsneytismarkaði. Meira »

Gengu með dýragrímur á Dýradaginn

Í gær, 20:30 „Þetta gekk vonum framar. Við stefnum að því að þetta verði árlegur viðburður og Jane Goodall hefur sýnt því áhuga að mæta á næsta ári,“ segir Katrín Magnúsdóttir, verkefnastjóri Skóla á grænni grein hjá Landvernd. Landvernd stóð fyrir Dýradeginum sem haldinn var hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi í dag, á degi líffræðilegs fjölbreytileika. Meira »

Var farin að ímynda mér það versta

Í gær, 20:20 „Það ríkti aldrei nein óeining innan Hatara. Við vorum öll á sömu blaðsíðu, jafnvel þó ég hafi verið hrædd eftir þetta,“ segir Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara. Greint var frá óeiningu eftir að Hatari veifaði palestínska fánanum á Eurovision en Sólbjört segir það af og frá. Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun, kúgun og blekkingu

Í gær, 19:50 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa á um 20 mánaða tíma­bili villt á sér heim­ild­ir í sam­skipt­um við konu á sam­fé­lags­miðlin­um Snapchat, fengið hana hana til að senda sér nekt­ar­mynd­ir og notað þær til að kúga hana til kyn­maka með öðrum mönn­um. Meira »

Bára braut af sér

Í gær, 19:37 Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í dag að Bára Halldórsdóttir hefði brotið af sér þegar hún tók upp samtal þingmanna Miðflokksins á Klaustri í lok nóvember á síðasta ári. Henni var ekki gert að greiða sekt. Meira »

Verði stærsta timburhús landsins

Í gær, 19:24 Samkvæmt vinningstillögu fyrir skipulag á lóð við Malarhöfða og Sævarhöfða, þar sem nú er Malbikunarstöðin, er gert ráð fyrir að reisa stærsta timburhús landsins með sem samtals verður um 22 þúsund fermetrar að stærð, þar af um 17 þúsund fermetrar af íbúðum. Meira »

Mótmælti Katrínu og Jóni Atla

Í gær, 19:08 Mótmælandi með gjallarhorn setti svip sinn á opnun ráðstefnu á sviði kynjafræða í dag þegar hún mótmælti stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda. Meira »

Úrskurðaður í nálgunarbann og gæsluvarðhald

Í gær, 18:42 Karlmaður sem var á mánudag úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann vegna rökstudds gruns um að hafa beitt fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu sína lík­am­legu, and­legu og kyn­ferðis­legu of­beldi, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku. Meira »

„Hinn besti reytingur“

Í gær, 18:30 „Það var jafn og góður afli allan túrinn, hinn besti reytingur. Við vorum einungis að veiðum í rétt rúmlega þrjá sólarhringa þannig að aflinn fór yfir 30 tonn á sólarhring. Við vorum í ýsu og þorski á Lónsbugtinni og síðan héldum við í Berufjarðarálinn og enduðum túrinn í Hvalbakshallinu.“ Meira »

Hafi enn tíma til að sjá að sér

Í gær, 18:19 Efling stendur fast á því að rifta kjarasamningi við hótelstjórann Árna Val Sólonsson vegna þess sem stéttarfélagið segir að séu ólöglegar hópuppsagnir á hótelunum Capital-Inn, Park Hotel og City Center Hotel sem Árni rekur. Meira »

Ekki hagkvæm lausn á sorphirðu

Í gær, 17:55 „Mitt mat er það að staðan er ekki góð. Það er greinilegt að þarna erum við með opna hauga,“ segir formaður Landverndar eftir ferð að urðun­ar­stöðinni í Fífl­holti á Mýr­um til að skoða aðstæður. Ljóst sé þó að góður vilji og þekking sé þó til að bregðast við. Meira »

300 íbúðir við Lágmúla

Í gær, 17:39 Vinningstillaga fyrir skipulag á lóð við gatnamót Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar gerir ráð fyrir 4-8 hæða byggingu sem verður samtals 10.360 fermetrar, þar af verslanir á fyrstu tveimur hæðunum, skrifstofur á næstu tveimur og 300 íbúðir í svokölluðu „co-living“ umhverfi þar fyrir ofan. Meira »

Eitt stórfellt fíkniefnalagabrot í apríl

Í gær, 17:20 Tilkynningum um innbrot fjölgaði á milli mánaða í aprílmánuði og fjölgaði innbrotum í fyrirtæki og stofnanir þar af hlutfallslega mest. Þá fjölgaði tilkynningum um eignaspjöll á milli mánaða og voru alls 124 í aprílmánuði. Meira »

„Þetta eru auðvitað ánægjuleg tíðindi“

Í gær, 17:06 „Þetta eru auðvitað ánægjuleg tíðindi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is innt eftir viðbrögðum hennar við þeirri ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í morgun að lækka vexti um 0,5% í 4%. Meira »

Drífa á þingi Evrópusambands verkalýðsfélaga

Í gær, 16:29 Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði þing Evrópusamband verkalýðsfélaga (ETUC) í gær þar sem rætt var um þann kafla í aðgerðaráætlun ETUC sem fjallar um „Traustara lýðræði og betri framtíð í Evrópu fyrir vinnandi fólk“. Meira »