Mikil fjölgun fólks á atvinnuleysisskránni

Um 2.800 fleiri voru skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun í apríl en í sama mánuði í fyrra. Þar af bættust við um þúsund erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysisskrána. Þetta má lesa úr nýrri tölfræði á vef Vinnumálastofnunar.

Samtals 3.112 íslenskir ríkisborgarar voru atvinnulausir í apríl í fyrra og 1.359 erlendir ríkisborgarar, samtals 4.471 einstaklingur.

Til samanburðar voru 4.759 íslenskir ríkisborgarar skráðir atvinnulausir í apríl síðastliðnum en 2.499 erlendir ríkisborgarar. Alls voru þetta 7.258 einstaklingar.

Skráð atvinnuleysi í apríl mældist 3,7% og jókst um 0,5% frá mars. WOW air varð gjaldþrota 28. mars.

Pólverjar voru fjölmennir í hópi erlendra ríkisborgara sem voru án vinnu í síðasta mánuði. Þá voru alls 1.370 Pólverjar án vinnu, sem var fjölgun um 600 á einu ári.

Margir frá Austur-Evrópu

Þá er að finna upplýsingar um fjölda atvinnulausra frá öðrum ríkjum sem gengið hafa í Evrópusambandið frá og með 2004. Þeir voru 284 í apríl í fyrra en voru orðnir 568 í apríl í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert