Þrír piltar játuðu aðild að íkveikju

Rannsókn á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí er langt komin og þrír piltar hafa játað aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í þaki skólans. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá þessu í tilkynningu.

Hún segir, að piltarnir séu undir sjálfræðisaldri og einn þeirra undir sakhæfisaldri. 

Málið hefur verið unnið í samráði við félagsyfirvöld og heldur rannsókn málsins áfram.

Ekki er hægt að gefa frekari upplýsingar á þessu stigi, að því er lögreglan segir í tilkynningunni.

Slökkviliðs höfuðborgarsvæðsins var með mikinn viðbúnað og mannskap vegna eldsins …
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðsins var með mikinn viðbúnað og mannskap vegna eldsins um liðna helgi. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina