Viðgerð á Sólfarinu er stærsta verkefni ársins

Sólfarið er eitt helsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn sem hingað koma.
Sólfarið er eitt helsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn sem hingað koma. mbl.is/Árni Sæberg

Alls 184 verk í almenningsrými eru á skrá hjá Listasafni Reykjavíkur, þar af eru 155 verk í eigu Reykjavíkurborgar. Önnur verk eru ýmist í eigu ríkisins eða fyrirtækja.

Þetta segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið. Útilistaverk borgarinnar þurfa reglulegt viðhald en nokkur þeirra frekari viðgerðir að sögn Örnu.

Þar á meðal er verkið Fallandi gengi eftir Inga Hrafn Hauksson. Þetta tilkomumikla listaverk stendur við Bæjarháls í Árbæjarhverfi, steinsnar frá Hádegismóum. Verkið hefur látið verulega á sjá. „Til stóð að gera við verkið síðastliðið sumar en veðrið setti strik í reikninginn. Verkið er því ofarlega á lista í ár og ekkert sem bendir til annars en að af viðgerð geti orðið í sumar,“ segir Arna.

Síðasta sumar var unnið að tuttugu verkefnum í þessa veru. Allt frá hreinsun á kroti og bónun yfir í stærri og umfangsmeiri viðgerðir eins og til dæmis á verkinu Sonatorrek í garði Ásmundarsafns við Sigtún og á Íslandsvitanum eftir Claudio Parmiggiani á Sandskeiði.

Í ár verður unnið að viðgerð og viðhaldi á sextán til tuttugu verkum og er stærsta verkefni ársins viðhald á Sólfarinu eftir Jón Gunnar Árnason, að sögn Örnu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »