20 stiga hita spáð á Norðausturlandi

Það verður blíða hjá íbúum á Egilsstöðum um helgina.
Það verður blíða hjá íbúum á Egilsstöðum um helgina. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Spáð er þurru og björtu veðri norðaustan til á landinu í dag og á morgun og fer hitinn í 18 til 20 stig þar sem verður hlýjast. Aftur á móti er spáð austan kalda eða stinningskalda við suðurströndina en hægari vindur annars staðar. Útlit er fyrir rigningu með köflum sunnan- og vestanlands og hiti þar á bilinu 8 til 13 stig.

Áfram er spáð austanátt á sunnudag og skýjuðu og mildu veðri. Síðdegis á sunnudag fer svo væntanlega aftur að rigna sunnan til á landinu.

Veðurspáin fyrir næstu daga

Austan 8-13 með suðurströndinni, annars víða 3-8. Rigning með köflum á S- og V-landi, hiti 8 til 13 stig. Þurrt og bjart um landið norðaustanvert með hita að 18 stigum.

Á laugardag:

Suðaustan 5-10 m/s og rigning með köflum S- og V-lands, hiti 8 til 13 stig. Bjartviðri um landið NA-vert og hiti að 18 stigum yfir daginn. 

Á sunnudag:
Austan 3-10, skýjað og sums staðar smáskúrir. Hiti 7 til 15 stig. 

Á mánudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og víða dálítil væta. Hiti 5 til 12 stig. 

Á þriðjudag og miðvikudag:
Hæglætisveður á landinu, skýjað með köflum og stöku skúrir síðdegis. Hiti 7 til 13 stig. 

Á fimmtudag:
Útlit fyrir ákveðna norðaustanátt með lítilsháttar vætu á N- og A-landi.

mbl.is