Átti að draga úr umferð

Strætó fékk meira fé.
Strætó fékk meira fé. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkið setti 5,6 milljarða króna í rekstur Strætó árin 2012 til 2018. Framlagið var hluti af samkomulagi sem ætlað var að tvöfalda hið minnsta hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2022.

Frá árinu 2012 hafa eigendur Strætó, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, varið 21 milljarði til reksturs Strætó. Hefur framlag sveitarfélaganna aukist ár frá ári en framlag ríkisins verið um 900 milljónir á ári síðustu þrjú ár, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í  Morgunblaðinu í dag.

Framkvæmdum var frestað

Áðurnefnt samkomulag ríkisins og Strætó hafði m.a. það markmið að „skapa forsendur til frestunar á stórum framkvæmdum í samgöngumannvirkjum“. Mælingar á umferð benda hins vegar til að bílaumferð á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist álíka mikið og fjöldi farþega með strætó. Tafir í umferðinni við helstu umferðaræðar hafa aukist og ferðatíminn lengst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert