Aukin hætta á rofi við undirstöður brúa

Brúin yfir Steinavötn eyðilagðist í flóðum árið 2017.
Brúin yfir Steinavötn eyðilagðist í flóðum árið 2017. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Veðursfarsbreytingar hafa áhrif á vetrarþjónustu vega,hvort sem það er snjómokstur og hálkuvarnir,“ sagði Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar. „Í gær [á miðvikudag] var ég að koma úr Lónsöræfum, þar sem verið er að byggja brú. Þar voru fjallvegir opnir í byrjun maí sem venjulega eru að opna í lok júní.“

Guðmundur Valur var meðal mælenda á ráðstefnu sem Lofts­lags­ráð stóð fyrir í gær um aðlög­un Íslands að lofts­lags­breyt­ing­um.

Sagði Guðmundur Valur aukna úrkomu, eða úrkomuákefð og vatn hafa áhrif á vegabyggingu og burðaþol vega. Þannig hafi veðurfarssveiflur hafi til að mynda áhrif á burðarlitla vegi, slit þeirra og niðurbrot. „Það hefur svo áhrif á lífvæntingatíma og niðurbrot,“ sagði hann.

Flóðatoppar hafa áhrif á ræsi og vegi

Aukin úrkoma og úrkomuákefð valdi sömuleiðis líka hærri flóðtoppum sem hafi áhrif á ræsi, sem og vegi við stendur og sjó.

Ekki megi heldur gleyma jöklabreytingunum. Þær geta haft áhrif á afrennsli jökuláa,“ sagði Guðmundur Valur og benti á dæmi um nokkrar brýr sem standa í dag á þurru landi nokkrum áratugum eftir að hafa verið reistar. Sagði hann slíkt vera gott dæmi um ástæður þess að Vegagerðin styðji við jöklarannsóknir.

Skemmdir á veginum um Skeiðarársand sjást hér á nokkurra ára ...
Skemmdir á veginum um Skeiðarársand sjást hér á nokkurra ára mynd. Vegurinn var þá skemmdur eftir vöxt í Gígjukvísl. Ljósmynd/Lögreglan á Hvolsvelli

„Eitt af  því mikilvægasta við hönnun nýrra mannvirkja er að skilgreina forsendurnar og þá erum við að horfa til þess hve lengi mannvirkin standa og hversu oft við ætlum að endurnýja þau,“ sagði hann og útskýrði að þar sem jarðgöng og brýr séu dýrar sé þeim til að mynda ætlaður langur líftími. Þannig séu brýr yfirleitt hannaðar til að endast í 100 ár, ræsi til 40-50 ára, burðarlög vega til 20 ára og slitlög til 3-7 ára.

Gera ráð fyrir 10-15% stærri flóðum en áður

Þá sagði Guðmundur Valur rýrnun jökla og framskrið með tilheyrandi breytingu á landslagi og farvegum geta haft mikil áhrif á vegi og brýr. „Það er spáð auknu rennsli í jökulvötnum næstu áratugina. Það þýðir ekkert endilega stærri flóð, heldur að meðalrennslið sé meira,“ sagði hann. „Það getur svo valdið  auknum framburði, meira landrofi og meiri hættu á rofi við undirstöður sem er ein helsta orsök hruns brúa — ekki bara á Íslandi heldur alls staðar í heiminum.“

Aukin úrkoma geti þá valdið hraðara niðurbroti vega. „Það er ekkert spennandi við holur í vegum,“ bætti hann við.

Aðlögun að loftslagsbreytingum sé því nauðsynlegur hluti af verkfræðilegum undirbúningi vegna nýrra mannvirkja. Sagði Guðmundur Valur þetta hafa að einhverju leiti gert hönnunarforsendur Vegagerðarinnar stífari en áður. „Þetta jafngildi því að hönnunarflóðin séu að jafnaði 10-15% stærri og miði við 10-15% meiri vatnsorku,“ sagði hann. Þá hafi verið tekin  sú ákvörðun fyrir nokkrum árum að miða við hálfs metra sjávarborðshækkun sem viðmiðun við hönnun vega við sjó vegna samspils sjávarborðshækkana við landris. Breytingar hvað þetta varðar séu hins vegar hægar  og því ætti að vera hægt að bregðast við þeim.  

Lokanir dýrar fyrir vegfarendur og Vegagerð

„Næmni samfélagsins fyrir röskun á samgöngum  er líka meiri nú en áður,“ sagði hann og kvað þetta bæði til komið vegna flutnings á vörum og aukins ferðamannafjölda. Lokanir vega, hvort sem sé vegna vegaskemmda eða þungatakmarkanna, skipti því miklu máli fyrir fyrirtæki og einstaklinga og hafi efnahagslegar afleiðingar fyrir bæði lokendur og vegfarendur.

„Uppbygging og styrking margra núverandi vega er því nauðsynleg á næstu árum,“ sagði Guðmundur Valur og kvað marga innan Vegagerðarinnar vera á því að veðurfarslegir atburðir séu nú tíðari en áður.

mbl.is

Innlent »

86 mál skráð hjá lögreglunni

07:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum. Meira »

Skýjað sunnan- og austanlands

07:09 Spáð er hægri breytilegri átt eða hafgolu og skýjuðu veðri eða úrkomulitlu sunnan- og austanlands.  Meira »

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

00:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er viðtað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Blóð úr ófæddum tvíbura

Í gær, 22:15 Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Meira »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

Í gær, 21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Í gær, 20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »

Þrír skiptu með sér lottópottinum

Í gær, 20:08 Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning. Meira »

Fimm í bílveltu á Vesturlandi

Í gær, 19:55 Fimm manns voru í bíl sem valt á Snæfellsvegi skammt frá bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi á sjöunda tímanum í kvöld.  Meira »

Gekk upp og niður Esjuna í sólarhring

Í gær, 19:07 „Ég ligg bara og tek því mjög rólega. Ég stend eiginlega ekki í lappirnar ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Svanberg Halldórsson í samtali við mbl.is. Hann náði því ótrúlega afreki að ganga upp og niður Esjuna tólf sinnum í einum rykk og er því líklega íslandsmethafi í Esjugöngu. Meira »

Hvaða hlutverki gegnir þjóðkirkjan?

Í gær, 18:15 Þjóðkirkjan er stærst trúfélag á Íslandi og kemur að lífi margra á hverjum degi. Hlutverk hennar hefur breyst í gegnum árin. Hér verður hlutverk hennar í íslensku samfélagi skoðað frá mismunandi sjónarhornum. Meira »

Fjölmennt á torfærukeppni Bíladaga

Í gær, 17:50 Torfærukeppni Bíladaga á Akureyri stendur nú yfir á þessari árlegu hátíð sem haldin er um helgina. Mikill fjöldi fólks er mættur til að horfa á ökumenn sýna listir sínar og er stemningin góð. Þór Þormar Pálsson var fljótastur í tímabraut og kom í mark á 46 sekúndum. Meira »

„Hér eru allir í skýjunum“

Í gær, 17:37 „Þetta var í alla staði frábær dagur. Við fengum hér stútfulla hafnarstétt af fólki, athöfnin sjálf var frábær og hér eru allir í skýjunum,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, um móttöku skipsins í samtali við mbl.is. Meira »

Ríkisvæðingarstefna dauðans

Í gær, 16:30 Bæklunarsérfræðingarnir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson, sem einnig er lögfræðingur, eru afar ósáttir við nýja heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra. Ekkert samráð var haft við sérfræðinga og segja þeir ógerlegt að færa allar aðgerðir inn á spítalana. Meira »

Fékk sér Billie Eilish-tattú

Í gær, 16:10 Allt bendir til þess að Birta Líf Bjarkadóttir sé helsti aðdáandi poppstjörnunnar bandarísku Billie Eilish hér á landi. Vitnisburður um það er nýja húðflúrið hennar Birtu, sem er mynd af Billie. Meira »

300 hlupu kvennahlaup á Akureyri

Í gær, 15:30 Kvennahlaupið fór fram í þrítugasta sinn í blíðskaparveðri um allt land, en frábær þátttaka var í hlaupinu og talið er að 10.000 konur hafi tekið þátt í því á yfir 80 stöðum um land allt og víða erlendis. Meira »

Fjárlaganefnd bara að „bora í nefið“

Í gær, 14:43 Á meðan þingið bíður eftir að fjármálaáætlun komi frá fjárlaganefnd bíður fjárlaganefnd eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu til að vinna úr. Nefndin er í „algerri biðstöðu,“ segir Björn Leví Pírati. Meira »

Rigningin stoppaði stutt við

Í gær, 14:17 Þau tíðindi urðu á öðrum tímanum í dag að regnskúr gerði á höfuðborgarsvæðinu. Rigningin stoppaði þó stutt við en ekki hefur rignt að ráði undanfarnar vikur. Meira »

Hefur verið á göngu síðan átta í gær

Í gær, 13:00 Einar Hansberg Árnason hefur gengið 50 kílómetra síðan klukkan átta í gærkvöldi. Hann á 50 kílómetra fram undan. Hann er í sérstöku þyngdarvesti og stoppar á tveggja tíma fresti og tekur æfingu. Meira »

Eðlilegt að E. coli greinist í kjöti

Í gær, 12:56 „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eðlilegt því E. coli er í þarmaflóru nautgripa og sauðfjár og hluti þeirra getur borið shigatoxín,“ segir Dóra Gunnardóttir, forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar, spurð hvort það hafi komið á óvart að shigatoxínmyndandi E.coli (STEC) hafi fundist í kjöti á markaði. Meira »
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...