Björn Þ. Guðmundsson látinn

Björn Þ. Guðmundsson.
Björn Þ. Guðmundsson.

Björn Þ. Guðmundsson fyrrverandi lagaprófessor við Háskóla Íslands lést fimmtudaginn 16. maí tæplega áttræður að aldri.

Björn fæddist á Akranesi 13. júlí 1939 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Guðmundur Björnsson kennari og Pálína Þorsteinsdóttir húsfreyja. Björn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1959 og embættisprófi, cand. juris, frá Háskóla Íslands 1965. Þá stundaði Björn framhaldsnám í alþjóðarétti með flug- og geimrétt sem sjálfstætt rannsóknarsvið við Ludwig-Maximilians-Universität í München 1965-66. Auk þess lagði hann stund á rannsóknir á sviði mannréttindalöggjafar í Bandaríkjunum 1971. Framhaldsrannsóknir á sviði mannréttinda við Universität zu Köln 1973. Rannsóknir í samanburðarlögfræði við The International and Comparative Law Center í Dallas í Texas, USA, 1980. Rannsóknir á sviði stjórnsýsluréttar við Kaupmannahafnarháskóla 1982, Freie Universität í Berlín 1984, University of California í Berkeley 1985, við Universiteit van Amsterdam 1988. Námsferðir í sama skyni til lagaháskólanna í Oxford haustið 1994 og Edinborg vorið 1995. 

Björn var skipaður fulltrúi hjá yfirborgardómaranum í Reykjavík frá 1966 til 1972. Skipaður borgardómari í Reykjavík frá árinu 1972 til 1979. Settur umboðsdómari og setudómari í ýmsum málum á því tímabili auk þess að sitja í gerðardómum. Björn var settur prófessor í lögfræði við lagadeild Háskóla Íslands 1978 og skipaður prófessor ári síðar. Þar kenndi hann eignarrétt, veðrétt, sifjarétt, persónurétt en lengst af stjórnsýslurétt allt þar til hann lét af störfum árið 2004.

Björn var varaforseti lagadeildar Háskóla Íslands 1980 til 1982 og kjörinn forseti lagadeildar frá 1982 til 1984. Varaforseti lagadeildar 1994 til 1996 og endurkjörinn forseti lagadeildar 1996 til 1998. Björn var varadómari í Hæstarétti Íslands frá 1972 og settur hæstaréttardómari frá 15. september til 30. nóvember 1998. Sat hann í fjölda mála í Hæstarétti, einkum hin síðari ár. 

Jafnframt gegndi Björn ýmsum félags- og trúnaðarstörfum Hann var m.a. formaður Dómarafélags Reykjavíkur, kjörinn endurskoðandi Reykjavíkurborgar, átti sæti í löggjafarnefnd Dómarafélags Íslands, stjórn Félags háskólakennara, stjórn Lagastofnunar Háskóla Íslands, stjórn hugvísindadeildar Vísindasjóðs. Auk þess sat hann í vísindasiðanefnd, mannanafnanefnd, prófanefnd um öflun réttinda hæstaréttarlögmanna, úrskurðarnefnd viðlagatrygginga auk þess að sitja í ýmsum fleiri opinberum nefndum, einkum varðandi samningu lagafrumvarpa, t.d. að nýjum lögræðislögum, lögum um opinbera réttaraðstoð, lögum um eignarrétt að orku fallvatna og lögum um rannsókn flugslysa. 

Þá var Björn einn af stofnendum Íslandsdeildar Amnesty International, fyrsti formaður og frumkvöðull að stofnun Prófessorafélags Háskóla Íslands. 

Eftir Björn liggur fjöldi fræðigreina á sviði lögfræði sem birtust í íslenskum og erlendum fræðiritum. Björn var einnig höfundur að Formálabókinni þinni útg. 1975 og Lögbókinni þinni sem gefin var út 1973 en endurútgefin endurskoðuð 1989. Þótti Lögbókin þín marka tímamót sem einstakt fræðirit á sviði lögfræðinnar.  

Eftirlifandi eiginkona Björns er Þórunn Bragadóttir, fyrrum deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu f. 1940. Synir þeirra eru Guðmundur, aðjúnkt við Háskóla Íslands, f. 1960, og Bragi, lögmaður, f. 1968. Barnabörnin eru fimm og barnabarnbörnin þrjú.

mbl.is

Innlent »

Yfir eitt þúsund kröfur í búið

08:26 Alls bárust 1.038 kröfur í tryggingarfé Gaman ehf. (Gamanferða) en frestur til kröfulýsingar rann út í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að það taki mánuði að fara yfir kröfurnar og taka afstöðu til þeirra. Meira »

Margbrotið mannlíf í miðborginni

08:18 Sólin er að færa sig á austanvert landið eftir góða þjónustu í þágu íbúa Suður- og Vesturlands í sumar. Því ræður suðvestanáttin sem nú er ríkjandi. Meira »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »

Aðeins fimm dómar hafa fyrnst í ár

05:30 Aðeins fimm óskilorðsbundnir dómar hafa fyrnst það sem af er ári en á síðustu árum hafa um 30 dómar fyrnst árlega.  Meira »

SAS flýgur til Íslands eftir áætlun

05:30 SAS mun fljúga í dag frá Kaupmannahöfn og Ósló til Keflavíkurflugvallar samkvæmt áætlun. Afgreiðslutímar hafa verið staðfestir, samkvæmt upplýsingum Isavia. Meira »

Kjöt selst í mun meiri mæli

05:30 Mun meira kjöt hefur selst í sumar en í fyrrasumar hjá Kjötsmiðjunni. Mest af kjötinu er íslenskt lambakjöt og söluaukning er einnig til staðar á nautakjöti, sem er innflutt að mestu. Þetta segir Sigurður V. Gunnarsson, forstjóri Kjötsmiðjunnar. Meira »

Titringur á íbúðamarkaði

05:30 Sérfræðingar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka telja að vegna breyttrar stöðu efnahagsmála þurfi mögulega að endurmeta væntingar um söluverð lúxusíbúða í miðborg Reykjavíkur. Vísbendingar séu um að markaðurinn sé mettaður. Meira »

Sala á viftum margfaldast vegna lúsmýs

05:30 Sala á borðviftum hefur margfaldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið alræmda lúsmý. Meira »

Mikil vanlíðan í Hagaskóla

05:30 „Á meðan nemendur mínir sitja of margir í litlum loftgæðum og Vinnueftirlitið hefur gefið Reykjavíkurborg frest til 1. október til að bæta úr litlum loftgæðum í átta stofum skólans er fé borgarinnar varið í mathallir og bragga.“ Meira »

Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum

Í gær, 23:45 Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hafi ekki brotið gegn fjölmiðlalögum.  Meira »

Verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga

Í gær, 23:25 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur sent Lögmannafélagi Íslands bréf þar sem hann óskar þess að nafn hans verði tekið af skrá yfir heiðursfélaga. Meira »

Erfiðir tímar án Jóns Þrastar

Í gær, 23:00 Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, biðlaði til áhorfenda sjónvarpsþáttarins Crimecall í kvöld að láta lögregluna vita ef þeir hafa einhverjar upplýsingar sem tengjast hvarfi hans. „Ég sakna hans svo mikið,“ sagði hún grátandi. Meira »

Nýr seðlabankastjóri skipaður í júlí

Í gær, 22:23 Gengið verður frá skipan nýs seðlabankastjóra í næsta mánuði, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.  Meira »

Segir úttektina ekki gefa falleinkunn

Í gær, 22:10 „Hér er verið að innleiða þessu nýju lög eins og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Ég lít ekki á þetta sem áfellisdóm eða falleinkunn heldur leiðbeinandi álit,“ segir bæjarstjóri Hveragerðis um úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlað fólk í bænum. Meira »

Skýrsla um Íslandspóst kynnt á morgun

Í gær, 21:50 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður kynnt á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrramáli Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Biskupstungur- sól og sumar..
Eigum lausa daga í sumar. Gisting fyrir 5-6. Heitur pottur, leiksvæði í nágrenni...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...