Ekið á átta ára dreng

mbl.is/Eggert

Ekið var á átta ára dreng við Melabraut á Seltjarnarnesi um hálffimmleytið í dag. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var bakkað á drenginn, sem lenti lítillega undir bílnum.

Drengurinn fékk einhverjar skrámur en var fluttur til öryggis á slysadeild til skoðunar.

mbl.is