Hvalfjarðargöng lokuð að norðanverðu

Nokkrar tafir urðu á umferð er göngunum var lokað.
Nokkrar tafir urðu á umferð er göngunum var lokað. Ljósmynd/Aðsend

Lokað var á umferð um Hvalfjarðargöngin að norðan um tíma nú síðdegis sem olli nokkrum töfum á umferð.

Að sögn Vegagerðarinnar eru tafirnar til komnar vegna bíls sem bilaði í göngunum. Búið er hins vegar nú að fjarlægja bílinn og ætti því að vera búið að opna göngin fyrir umferð á nýjan leik.

mbl.is