Mætti tveimur stórum bílum fyrir slysið

33 voru í rútunni er hún fór út af af ...
33 voru í rútunni er hún fór út af af á Suðurlandsvegi og valt við Hofgarða, skammt norðan við Fagurhólsmýri. Flestir sluppu með skrámur, en fjórir liggja alvarlega slasaðir á Landspítalanum. Ljósmynd/Aðsend

Rútan, sem fór út af á Suðurlandsvegi í gær þeim afleiðingum að tugir slösuðust, hafði mætti tveimur stórum skömmu fyrir slysið. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segir í samtali við mbl.is að bílstjóri rútunnar hafi greint lögreglu frá því að hann hefði mætt tveimur stórum bílum og hafi misst aðeins stjórnina á bílnum í framhaldi af því.

33 voru í rútunni er slysið var, en farþegarnir 32 voru allir kínverskir ferðamenn. Flestir sluppu með skrámur en fjórir liggja alvarlega slasaðir á Landspítalanum.

Sveinn Kristján segir þó ekki liggja enn fyrir hvað hafi gerst, né hvort að slysið megi rekja til þessa. „Vegurinn er hins vegar mjór og hann gefur engan afslátt. Ef það kemur slinkur á bílinn vegna vindhviðu eða annars, eða hann víkur út í kannt, þá er lítið sem þarf út af að bera,“ segir hann. Þá sé vegurinn líka orðnir slitinn og komin í hann hjólför. „Þetta hjálpar allt til,“ bætir Sveinn Kristján við. „Það verður þarna bara slys.“

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn slyssins og segir Sveinn Kristján að skoðað verði í dag hvort  að ástæða sé til að reyna að hafa uppi af bílstjórum hinna bílanna tveggja.  Rútan sem lenti í slysinu var íslensk og bílstjórinn, sem var vanur íslenskum aðstæðum, slapp ómeiddur. „Hann brást hárrétt við á vettvangi og fór strax í að aðstoða farþega,“ segir Sveinn Kristján.

Allri vettvangsvinnu  á slysstað var lokið í gær og í dag mun lögregla ræða við farþega og bílstjóra. „Nú þegar allir eru búnir að draga andann aðeins,“ bætir  hann við.

Flestir farþeganna enduðu á Hellu í nótt og telur Sveinn Kristján líklegt að lögregla reyni að ná hópnum saman aftur, en farþegum var dreift milli þriggja sjúkrahúsa, Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands, Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri.

Lögreglu hafa enn ekki borist fregnir af líðan þeirra farþega, en líkt og áður sagði voru fjórir farþeganna alvarlega slasaðir. Reynist þörf á að ræða við þá farþega sem voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri verður óskað aðstoðar lögreglunnar á Akureyri, en önnur viðtöl verða á hendi lögreglunnar á Suðurlandi.

Allir farþeganna voru kínverskir ferðamenn og segir Sveinn Kristján vel hafa gengið að ræða við þá. Nokkur fjöldi enskumælandi fólks hafi verið í hópnum og eins hafi leiðsögumaðurinn líka verið vel enskumælandi. „Við munum þó fá aðstoð túlka ef þess reynist þörf,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Yfir eitt þúsund kröfur í búið

08:26 Alls bárust 1.038 kröfur í tryggingarfé Gaman ehf. (Gamanferða) em frestir til kröfulýsingar rann út í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að það taki mánuði að fara yfir kröfurnar og taka afstöðu til þeirra. Meira »

Margbrotið mannlíf í miðborginni

08:18 Sólin er að færa sig á austanvert landið eftir góða þjónustu í þágu íbúa Suður- og Vesturlands í sumar. Því ræður suðvestanáttin sem nú er ríkjandi. Meira »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »

Aðeins fimm dómar hafa fyrnst í ár

05:30 Aðeins fimm óskilorðsbundnir dómar hafa fyrnst það sem af er ári en á síðustu árum hafa um 30 dómar fyrnst árlega.  Meira »

SAS flýgur til Íslands eftir áætlun

05:30 SAS mun fljúga í dag frá Kaupmannahöfn og Ósló til Keflavíkurflugvallar samkvæmt áætlun. Afgreiðslutímar hafa verið staðfestir, samkvæmt upplýsingum Isavia. Meira »

Kjöt selst í mun meiri mæli

05:30 Mun meira kjöt hefur selst í sumar en í fyrrasumar hjá Kjötsmiðjunni. Mest af kjötinu er íslenskt lambakjöt og söluaukning er einnig til staðar á nautakjöti, sem er innflutt að mestu. Þetta segir Sigurður V. Gunnarsson, forstjóri Kjötsmiðjunnar. Meira »

Titringur á íbúðamarkaði

05:30 Sérfræðingar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka telja að vegna breyttrar stöðu efnahagsmála þurfi mögulega að endurmeta væntingar um söluverð lúxusíbúða í miðborg Reykjavíkur. Vísbendingar séu um að markaðurinn sé mettaður. Meira »

Sala á viftum margfaldast vegna lúsmýs

05:30 Sala á borðviftum hefur margfaldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið alræmda lúsmý. Meira »

Mikil vanlíðan í Hagaskóla

05:30 „Á meðan nemendur mínir sitja of margir í litlum loftgæðum og Vinnueftirlitið hefur gefið Reykjavíkurborg frest til 1. október til að bæta úr litlum loftgæðum í átta stofum skólans er fé borgarinnar varið í mathallir og bragga.“ Meira »

Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum

Í gær, 23:45 Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hafi ekki brotið gegn fjölmiðlalögum.  Meira »

Verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga

Í gær, 23:25 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur sent Lögmannafélagi Íslands bréf þar sem hann óskar þess að nafn hans verði tekið af skrá yfir heiðursfélaga. Meira »

Erfiðir tímar án Jóns Þrastar

Í gær, 23:00 Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, biðlaði til áhorfenda sjónvarpsþáttarins Crimecall í kvöld að láta lögregluna vita ef þeir hafa einhverjar upplýsingar sem tengjast hvarfi hans. „Ég sakna hans svo mikið,“ sagði hún grátandi. Meira »

Nýr seðlabankastjóri skipaður í júlí

Í gær, 22:23 Gengið verður frá skipan nýs seðlabankastjóra í næsta mánuði, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.  Meira »

Segir úttektina ekki gefa falleinkunn

Í gær, 22:10 „Hér er verið að innleiða þessu nýju lög eins og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Ég lít ekki á þetta sem áfellisdóm eða falleinkunn heldur leiðbeinandi álit,“ segir bæjarstjóri Hveragerðis um úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlað fólk í bænum. Meira »

Skýrsla um Íslandspóst kynnt á morgun

Í gær, 21:50 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður kynnt á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrramáli Meira »
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...