Mannaskítur og matarleifar í fjallaskála

Búið var að skíta á palli við skálann en kamarinn ...
Búið var að skíta á palli við skálann en kamarinn er skammt frá. Ljósmynd/Stefán Jökull Jakobsson

„Hvað gengur fólki til? Það er óeðlileg mannleg hegðun að þurfa að skíta þar sem fólk gengur um þegar kamarinn er í 8-10 metra fjarlægð,“ segir Stefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála Ferðafélags Íslands, um aðkomuna í skála félagsins á Fimmvörðuhálsi um síðustu helgi. Vísir greindi fyrst frá. 

Mannaskítur, matarleifar og skelfileg umgengni blasti við umsjónarmönnum eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Brotist hafði verði inn í læst herbergi skálavarðar þar sem meðal annars rekstrarvörur eru fyrir húsið og eldhúsáhöld til að elda mat. Óhreinir diskar lágu út um allt hús og matarleifar á borðum og gólfi og rusl utan af matvælum lá eins og hráviði.

Fólkinu hafði ekki tekist betur upp en svo í eldamennskunni að viðvörunarmiðar á eldhúsinu voru brunnir. „Það hefur eitthvað gerst í eldamennskunni,“ segir Stefán Jökull. 

Kemur reglulega fyrir 

„Því miður kemur þetta reglulega fyrir. Vanalega skilur fólk eftir lítils háttar rusl og drasl en þetta hefur ekki verið svona áður. Það hefur komið fyrir að fólk kúki fyrir framan hurðir og á pöllum,“ segir Stefán Jökull. Hann furðar sig á þessu háttalagi því það fer ekki fram hjá neinum sem á leið um þetta svæði að kamarinn stendur við skálana og er alltaf ólæstur. Það ætti því ekki að vera neitt vandamál að nota hann.  

Einhver hafði hreiðrað um sig í skálavarðarherberginu og skilið eftir ...
Einhver hafði hreiðrað um sig í skálavarðarherberginu og skilið eftir óhreint leirtau. Ljósmynd/Stefán Jökull Jakobsson

Ummerkin í skálanum voru um sólarhrings gömul og sáust spor eftir fólkið í snjó. Reynt var að hafa upp á fólkinu en það reynist erfitt bæði að hafa upp á því og einnig fá það til að viðurkenna verknaðinn. „Það þarf eiginlega að standa fólk að verki með buxurnar á hælunum,“ segir hann. 

Spurður hvort til standi að manna skálana lengur eða setja upp öryggismyndavélar segir hann báða kostina snúna. „Rekstrarlega er erfitt að vera með skálavörð þarna upp frá í lengri tíma því engar tekjur koma til móts við útlagðan launakostnað. Öryggismyndavélar eru vandmeðfarnar út frá persónuverndarákvæðum,“ segir hann og bætir við: „Við erum opin fyrir öllum hugmyndum.“

Allur húsbúnaður skítugur.
Allur húsbúnaður skítugur. Ljósmynd/Stefán Jökull Jakobsson

Ferðafélagið stendur uppi með kostnaðinn því engin lög ná utan um slíka hegðun, að sögn Stefáns Jökuls. Hann segir dæmi um að bæði íslenskir og erlendir ferðamenn hafi gengið svona illa um.  

Þessir einstaklingar höfðu heldur ekki fyrir því að greiða aðstöðugjald en hægt er að gera það með því að skilja eftir pening í bauk þegar húsið er ekki mannað. „Við sjáum það alltaf ef það hefur einhver sofið í húsunum til dæmis á ruslinu og svo er gasið oft búið og lítill peningur í bauknum,“ segir hann. 

Kamarinn er skammt frá skálanum.
Kamarinn er skammt frá skálanum. Ljósmynd/Stefán Jökull Jakobsson

Hann segir það leiðinlegt fyrir alla að fólk komist upp með svona lélega umgengni. „Við erum að reyna að halda uppi skálum og markmiðið er að búa til ferðaþjónustuvænt umhverfi en það er erfitt þegar þetta blasir við,“ segir hann. Hann hvetur alla þá sem verða vitni að sóðalegri umgengni að benda fólki á það og láta vita af því. 

Ferðafélagið undirbýr sumaropnun í skálum sínum. Reiknað er með að þeir opni í næstu viku. „Skálverðirnir þurfa um fimm til sex daga til að undirbúa húsin. Snjórinn er að hverfa af stígunum en þeir eru ekki alveg tilbúnir að taka á móti miklum fjölda enn þá,“ segir Stefán Jökull sem var á leið inn í Landmannalaugar með skálaverði að taka út skálann þar þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans.  

Eldur hafði leikið um þessi tilmæli á bréfsnifsinu.
Eldur hafði leikið um þessi tilmæli á bréfsnifsinu. Ljósmynd/Stefán Jökull Jakobsson
Fólkið hafði sópað af borðum niður á gólf.
Fólkið hafði sópað af borðum niður á gólf. Ljósmynd/Stefán Jökull Jakobsson
Ljósmynd/Stefán Jökull Jakobsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Yfir eitt þúsund kröfur í búið

08:26 Alls bárust 1.038 kröfur í tryggingarfé Gaman ehf. (Gamanferða) em frestir til kröfulýsingar rann út í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að það taki mánuði að fara yfir kröfurnar og taka afstöðu til þeirra. Meira »

Margbrotið mannlíf í miðborginni

08:18 Sólin er að færa sig á austanvert landið eftir góða þjónustu í þágu íbúa Suður- og Vesturlands í sumar. Því ræður suðvestanáttin sem nú er ríkjandi. Meira »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »

Aðeins fimm dómar hafa fyrnst í ár

05:30 Aðeins fimm óskilorðsbundnir dómar hafa fyrnst það sem af er ári en á síðustu árum hafa um 30 dómar fyrnst árlega.  Meira »

SAS flýgur til Íslands eftir áætlun

05:30 SAS mun fljúga í dag frá Kaupmannahöfn og Ósló til Keflavíkurflugvallar samkvæmt áætlun. Afgreiðslutímar hafa verið staðfestir, samkvæmt upplýsingum Isavia. Meira »

Kjöt selst í mun meiri mæli

05:30 Mun meira kjöt hefur selst í sumar en í fyrrasumar hjá Kjötsmiðjunni. Mest af kjötinu er íslenskt lambakjöt og söluaukning er einnig til staðar á nautakjöti, sem er innflutt að mestu. Þetta segir Sigurður V. Gunnarsson, forstjóri Kjötsmiðjunnar. Meira »

Titringur á íbúðamarkaði

05:30 Sérfræðingar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka telja að vegna breyttrar stöðu efnahagsmála þurfi mögulega að endurmeta væntingar um söluverð lúxusíbúða í miðborg Reykjavíkur. Vísbendingar séu um að markaðurinn sé mettaður. Meira »

Sala á viftum margfaldast vegna lúsmýs

05:30 Sala á borðviftum hefur margfaldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið alræmda lúsmý. Meira »

Mikil vanlíðan í Hagaskóla

05:30 „Á meðan nemendur mínir sitja of margir í litlum loftgæðum og Vinnueftirlitið hefur gefið Reykjavíkurborg frest til 1. október til að bæta úr litlum loftgæðum í átta stofum skólans er fé borgarinnar varið í mathallir og bragga.“ Meira »

Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum

Í gær, 23:45 Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hafi ekki brotið gegn fjölmiðlalögum.  Meira »

Verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga

Í gær, 23:25 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur sent Lögmannafélagi Íslands bréf þar sem hann óskar þess að nafn hans verði tekið af skrá yfir heiðursfélaga. Meira »

Erfiðir tímar án Jóns Þrastar

Í gær, 23:00 Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, biðlaði til áhorfenda sjónvarpsþáttarins Crimecall í kvöld að láta lögregluna vita ef þeir hafa einhverjar upplýsingar sem tengjast hvarfi hans. „Ég sakna hans svo mikið,“ sagði hún grátandi. Meira »

Nýr seðlabankastjóri skipaður í júlí

Í gær, 22:23 Gengið verður frá skipan nýs seðlabankastjóra í næsta mánuði, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.  Meira »

Segir úttektina ekki gefa falleinkunn

Í gær, 22:10 „Hér er verið að innleiða þessu nýju lög eins og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Ég lít ekki á þetta sem áfellisdóm eða falleinkunn heldur leiðbeinandi álit,“ segir bæjarstjóri Hveragerðis um úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlað fólk í bænum. Meira »

Skýrsla um Íslandspóst kynnt á morgun

Í gær, 21:50 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður kynnt á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrramáli Meira »
Honda VTX 1800 Tilboð óskast
Ný dekk, nýr rafgeymir og power commander. Tilboð óskast . Uppl í s 8961339....
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Til leigu 2-3ja herb.íbúðir fyrir fjölskyldur og erlenda ferðamenn. ALLT til ALL...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...