Menn í vinnu stefni á gjaldþrot

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert

Að sögn Eflingar hefur fyrirtækið sem „varð alræmt“ í vetur undir nafninu Menn í vinnu skipt um nafn, skipt út formlegum forsvarsmönnum og virðist stefna á gjaldþrot.

„Fyrri forsvarsmenn og skuggastjórnendur fyrirtækisins róa engu að síður á sömu mið enn á ný undir öðru nafni og annarri kennitölu. Fyrirtækið nýstofnaða heitir Seigla ehf., og ráðleggur Efling fólki að hafa vara á sér gagnvart þessari nýstofnuðu starfsmannaleigu,“ segir í tilkynningu.

Mál rúm­enskra verka­manna hjá Mönn­um í vinnu, sem grun­ur leik­ur á að hafi verið í nauðung­ar­vinnu, rataði í fjöl­miðla í fe­brú­ar. Fjöldi fólks fordæmdi meðferðina á starfs­mönn­un­um, svo sem for­svars­menn verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar og fé­lags­málaráðherra, 

Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, í tilkynningunni að verið sé að „loka húsinu og brenna síðustu skjölin til þess að geta byrjað aftur þar sem frá var horfið“.

Hún kveðst jafnframt undrast hvers vegna slíkum fyrirtækjum sé leyft að starfa.

Efling er að athuga hvort ástæða er til að kæra starfshætti fyrirtækisins til lögreglu.

mbl.is