Ökuníðingur stöðvaður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann á næturvaktinni sem hafði ekið yfir á rauðu ljósi. Í ljós kom að maðurinn var bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna auk þess sem bifreiðin var ótryggð. Skráningarmerki bifreiðarinnar voru tekin af henni og skýrsla tekin af ökumanninum á lögreglustöð.

Maður handtekinn í Kópavoginum (hverfi 220) vegna líkamsárásar og fjársvika og er maðurinn vistaður í fangaklefa.

Lögreglan handtók mann vegna líkamsárásar í austurhluta Reykjavíkur (hverfi 108) á næturvaktinni en maðurinn er mjög ölvaður og verður vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að taka skýrslu af honum.

Tveir voru handteknir í miðborginni (hverfi 101) á næturvakt lögreglunnar vegna fíkniefna en báðir eru þeir eftirlýstir. Annar þeirra var tekinn með fíkniefni á sér en hinn ók bifreið undir áhrifum fíkniefna.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Einn var síðan stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og tveir undir áhrifum áfengis. Annar þeirra var stöðvaður vegna hraðaksturs og kom þá í ljós að hann var ölvaður. 

Tilkynnt var til lögreglu um rúðubrot í skóla í Kópavogi en ekki er vitað hverjir voru þar að verki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert