Skiptar skoðanir á nýrri stjórn FKA

Stjórn FKA 2019-2020: Áslaug Gunnlaugsdóttir, Ragnheiður Aradóttir, Hulda Ragnheiður Árnadóttir, ...
Stjórn FKA 2019-2020: Áslaug Gunnlaugsdóttir, Ragnheiður Aradóttir, Hulda Ragnheiður Árnadóttir, Lilja Bjarnadóttir, Sigríður Hrund Pétursdóttir en á myndina vantar Huldu Bjarnadóttur sem var erlendis sem og Margrét Jónsdóttir Njarðvík. Ljósmynd/FKA

Eva Magnúsdóttir fráfarandi formaður LeiðtogaAuðar, deildar innan Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, segir mikla óánægju innan FKA með nýja stjórn félagsins vegna áherslubreytinga. Í Morgunblaðinu í dag var rætt um mögulegan klofning FKA eftir kosningu nýrrar stjórnar. Nýkjörinn formaður, Hulda Ragnheiður Árnadóttir, kannast ekki við þessa óánægju og segir að engum áherslum hafi verið breytt. Þó hafi fimm konur vissulega sagt sig úr félaginu frá síðasta aðalfundi. 

„Ég get alveg staðfest það að það er mikil óánægja hjá mörgum konum innan LeiðtogaAuðar og reyndar fleirum innan FKA sem ætla að segja sig úr félaginu og hafa nú þegar gert það. Þetta snýst ekki bara um það hverjar eru búnar að skrá sig úr félaginu heldur líka um þær sem ætla að gera það,“ segir Eva.

Hún vék nýverið úr sæti sínu sem formaður LeiðtogaAuðar en deildinni er meðal annars ætlað að efla tengslanet kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum í atvinnulífinu.

Eva Magnúsdóttir
Eva Magnúsdóttir Ljósmynd/Aðsend

Óánægjan á rætur sínar í meintum breyttum áherslum, að sögn Evu. „Við erum ekki að samsvara okkur við þær áherslur sem nýr formaður FKA boðar en auðvitað þarf hver og ein aðildarkona að skýra það út með sínum eigin orðum. Ég myndi segja að stutta svarið sé það að við sem erum ekki sáttar eigum ekki samleið með nýrri forystu.“

Hulda Ragnheiður er ekki sammála því að ný stjórn ætli sér að breyta áherslum FKA. „Það er eitthvað sem ég kannast alls ekki við þar sem við höfum ekki breytt áherslum sem hafa verið í gildi á neinn hátt og það er ekki fyrirhuguð nein breyting á þeim verkefnum sem hafa verið í gangi hjá félaginu.

Aftur á móti hef ég kynnt hugmyndir að viðbót við þá flóru sem hefur verið í gangi og kynnt almennari þátttöku og að félagskonum verði gefinn kostur á að koma að fleiri verkefnum. Það er frekar verið að horfa á að fleiri og öðruvísi verkefni verði stofnuð til viðbótar við það sem er verið að gera.

Það eru 1200 konur í félaginu og það hefur ekki verið ein einasta stefnubreyting varðandi Jafnvægisvogina eða fjölmiðlaverkefnið frá þeirri stjórn sem nú er komin,“ segir Hulda sem kannast ekki við óánægjuraddir. Hún ræddi við núverandi formann LeiðtogaAuðar eftir að umfjöllunin birtist í Morgunblaðinu og hafði óánægja þá ekki verið rædd þar innanborðs.

„Hljómar eins og ákveðin kvenfélagsvæðing

Aðspurð segir Eva að mýkri áherslur séu hjá nýrri stjórn. „Þetta hljómar eins og ákveðin kvenfélagsvæðing, án þess að vera að særa nokkurn með þeim orðum. Við höfum talið okkur vera samtök sem eru að vinna að hagsmunum kvenna í rekstri og atvinnulífinu en í dag þá eru ákveðnar þungavigtarkonur sem vilja skoða hvort það sé ekki réttara að beita sínum kröftum í einhverju öðru en FKA.“

Eva tekur þó fram að hún sé ekki talsmaður LeiðtogaAuðar og tali út frá sinni eigin sannfæringu. „Ég vil alls ekki gera lítið úr kvenfélögum því þau sinntu auðvitað allt öðru hlutverki í gamla daga. Upplifun margra kvenna innan FKA er að það sé verið að stíga skref aftur á bak á meðan við erum auðvitað bara viðskiptakonur sem hugsa um hag kvenna í atvinnulífinu.“

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands, er nýr formaður Félags ...
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands, er nýr formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Ljósmynd/FKA

Í umræddri grein Morgunblaðsins er haft eftir heimildarmanni að eins konar „hallarbylting“ hafi átt sér stað við kosningu nýrrar stjórnar. Nokkrar konur buðu sig fram eftir að Hulda hlaut kjör og einhverjar drógu sín framboð til baka. Hulda segir það ekki óeðlilegt. 

„Þessi framboð voru alla vega ekki skipulögð af mér en ég get alveg staðfest það að ég vissi af tveimur þeirra áður en þau komu fram. Annað þeirra var frá sitjandi stjórnarkonu sem hafði áhuga á að starfa áfram með nýjum áherslum og það var ekkert sem hefði þurft að koma neinum stórkostlega á óvart.“

Óhjákvæmileg skoðanaskipti

Fimm konur hafa sagt sig úr félaginu frá aðalfundi en Hulda minnir á að mikil hreyfing sé á félögum FKA. 

„Ég fékk það staðfest í morgun að það eru fimm úrsagnir frá aðalfundi og það hafa fimm konur gengið í félagið frá aðalfundi. Mér þykir mjög leitt að þessar konur skulu vera að yfirgefa félagið vegna þess að þetta eru mjög öflugar og hæfar konur. Það er synd að okkur hafi ekki lánast að setjast niður og tala saman til þess að átta okkur á stöðunni.

Það er þó líka gott að hafa í huga að á síðasta ári voru 215 úrsagnir úr félaginu en 315 konur gengu í félagið svo það er mjög mikil hreyfing á konum inn og út úr félaginu. Það er óhjákvæmilegt í félagi sem þessu að starfsemi þess sé ekki öllum félögum að skapi.“

Rakel Sveinsdóttir, fyrrum formaður FKA.
Rakel Sveinsdóttir, fyrrum formaður FKA.

Þegar mbl.is hafði samband við Rakel Sveinsdóttur, fráfarandi formann FKA, í dag sagði Rakel að hún væri ekki best til þess fallin að svara til um hvort óánægju gætti með nýja stjórn, en játaði þó að nýr formaður boðaði aðrar áherslur en Rakel hafði gert.

„Ég er að kveðja FKA eftir tólf skemmtileg ár og er kannski ekki sú manneskja sem get svarað þessu. Ég er afar stolt af Jafnvægisvoginni og fjölmiðlaverkefninu og boðaði í minni framboðsræðu aðgerðir fyrir atvinnulífið vegna loftslagsmála. Þó meirihluti fundar hafi kosið aðrar áherslur en mínar kveð ég sátt og óska nýrri forystu góðs gengis með þetta flotta félag.“

mbl.is

Innlent »

Costco sýknað af bótakröfu vegna tjóns

19:05 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Costco af kröfu konu um bætur vegna innkaupakerru sem rann á bíl hennar framan við verslunina í Garðabæ. Fór konan fram á rúmar 262 þúsund krónur í bætur vegna viðgerðar. Meira »

Fara í Garðabæ eftir 80 ár í Borgartúni

18:25 Vegagerðin mun á næstu 14 mánuðum flytja höfuðstöðvar sínar frá Borgartúni í Reykjavík í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Reginn og framkvæmasýsla ríkisins hafa gert samning um uppbyggingu og leigu á nýjum höfuðstöðvum á þessum stað, en þangað verður einnig flutt þjónustustöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði. Meira »

Engin lending komin um þinglok

18:13 Enn þá virðist engin lending komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Viðræðurnar eru í gangi en hljóðið í mönnum er á þá leið að ekki sé mikill kraftur í viðræðunum. Meira »

Fjórir mjög hæfir í starf seðlabankastjóra

18:05 Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög hæfa, en það eru þeir Gylfi Magnússon, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­son, pró­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra. Meira »

„Besta vor sem ég hef upplifað“

17:40 „Þetta er nú bara besta vor sem ég hef upplifað,“ segir Anna Melén sem hefur um áratugaskeið ræktað garðinn sinn í Garðabæ af mikilli alúð. Þar ræktar hún grænmeti, ber og jurtir og er uppskeran oft svo mikil að hún fær um kíló af tómötum á hverjum degi á uppskerutímabilinu. Meira »

Forsetinn mætir á Packardinum á morgun

16:25 Á opnu húsi á Bessastöðum í dag voru gamlar forsetabifreiðar til sýnis. Gestir fengu líka að skoða sig um í vistarverum forsetans. Forsetinn verður á bíl frá 1942 á morgun, 17. júní. Meira »

Víkingar njóta lífsins í blíðunni

15:50 Víkingahátíð er enn í fullum gangi á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, en þar hafa gestir, líkt og aðrir landsmenn, notið veðurblíðunnar um helgina. Meira »

Heiðrún komin í leitirnar

14:02 Heiðrún Kjartansdóttir, sem lýst var eftir seint í gærkvöld, er komin í leitirnar heil á húfi. Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð. Meira »

Úr Sævarhöfða í Álfsnesvík

13:20 Björgun og Reykjavíkurborg hafa undirritað samkomulag um að fyrirtækið fái lóð undir starfsemi sína í Álfsnesvík á Álfsnesi, skammt frá urðunarsvæði Sorpu. Skipulagsferli er hafið og jafnframt er unnið að umhverfismati á svæðinu. Meira »

Varðeldur skapaði stórhættu

12:23 „Það er mjög alvarlegt að gera þetta og við erum að skoða málið. Þetta er inni í skógi og það er tilræði við almannahagsmuni að gera svona,“ segir Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, í samtali við mbl.is. Hann staðfestir að eldur hafi verið kveiktur á tjaldsvæði í Selskógi í nótt. Meira »

Segir húsmæðraorlof tímaskekkju

11:28 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir að orlof húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu sé „algjör tímaskekkja“ en bærinn greiddi um þrjú hundruð þúsund kr. fyrir orlof húsmæðra í fyrra. Meira »

Gekk 100 kílómetra á 36 klukkutímum

10:36 „Þetta var miklu erfiðara en ég átti von á. Ástandið á líkamanum er eiginlega skelfilegt og sársauki allstaðar en allt í góðu samt,“ segir Einar Hansberg Árnason í samtali við mbl.is eftir að hann lauk 100 kílómetra göngu nú fyrr í morgun. Meira »

Ekkert saknæmt talið hafa átt sér stað

10:15 Engar vísbendingar hafa borist lögreglunni vegna hvarfs Heiðrúnar Kjartansdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á miðvikudag. Ekki er talið að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. „Vonandi koma með morgninum eða deginum upplýsingar til okkar,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Meira »

86 mál skráð hjá lögreglunni

07:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum. Meira »

Skýjað sunnan- og austanlands

07:09 Spáð er hægri breytilegri átt eða hafgolu og skýjuðu veðri eða úrkomulitlu sunnan- og austanlands.  Meira »

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

00:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er vitað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Blóð úr ófæddum tvíbura

Í gær, 22:15 Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Meira »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

Í gær, 21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Í gær, 20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Passa undir t...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...