Stúlkan gekkst undir aðgerð í gær

Menntaskólinn á Akureyri.
Menntaskólinn á Akureyri. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Stúlkan sem slasaðist alvarlega í dimmiteringu útskriftarnema Menntaskólans á Akureyri á miðvikudag gekkst undir aðgerð í gær.

Fram kemur í tilkynningu frá skólameistara að hún hafi slasast alvarlega en ekki lífshættulega. Áverkar í andliti hennar séu alvarlegir en ekki hafi orðið skaði á höfuðkúpu eða hálsi.

Fram kemur að óvenju margir bekkir hafi verið á ferð á vögnum um bæinn enda tvöfaldur árgangur að útskrifast frá skólanum. Höfuðið á stúlkunni hafi klemmst þegar hlera á vagninum var lokað.

Skólameistarinn tekur fram að nemendur hafi ekki verið undir áhrifum áfengis og því ekki um glannaskap að ræða.

„Hugur alls starfsfólks og nemenda skólans er hjá stúlkunni, fjölskyldu hennar og vinum. Menntaskólinn þakkar lögreglunni og áfallateymi Rauða krossins fyrir fagleg vinnubrögð og aðstoð og nemendum og kennurum fyrir samstöð,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is