Telur Þórhildi Sunnu brotlega

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. mbl.is/Eggert

Siðanefnd Alþingis telur Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur hafa brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans. Þetta kemur fram í ráðgefandi áliti nefndarinnar til forsætisnefndar þingsins.

Nefndin telur Björn Leví Gunnarsson hins vegar ekki brotlegan við reglurnar en Ásmundur kvartaði til forsætisnefndar vegna ummæla þeirra beggja vegna endurgreiðslna samkvæmt akstursdagbók hans.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Bréf Ásmund­ar til for­sæt­is­nefnd­ar Alþing­is:

„Ég und­ir­ritaður, Ásmund­ur Friðriks­son, alþing­ismaður, óska eft­ir því að for­sæt­is­nefnd taki til skoðunar hvort þing­menn­irn­ir, Björn Leví Gunn­ars­son og Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir hafi með neðan­greind­um um­mæl­um sín­um á op­in­ber­um vett­vangi um end­ur­greiðslu þings­ins á akst­urs­kostnaði til mín, brotið í bága við a og c lið 5. gr. og 7. gr, siðreglna fyr­ir alþing­is­menn. Jafn­framt hvort for­sæt­is­nefnd telji þörf á að vísa er­indi þessu til siðanefnd­ar sam­kvæmt 15. gr. siðareglna fyr­ir alþing­is­menn. Mun ég rekja hér að neðan um­mæli þeirra og er ská­letrað það sem ég tel nauðsyn­legt að for­sæt­is­nefnd meti hvort varðað get­ur við áður­nefnd ákvæði siðaregln­anna.

Í umræðuþætt­in­um Silfr­inu þann 25. fe­brú­ar sl. sagði Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir:

„Við sjá­um það að ráðherr­ar þjóðar­inn­ar eru aldrei látn­ir sæta af­leiðing­um, þing­menn þjóðar­inn­ar eru aldrei látn­ir sæta af­leiðing­um. Nú er uppi rök­studd­ur grun­ur um það að Ásmund­ur Friðriks­son hafi dregið að sér fé, al­manna­fé og við eru[m] ekki að sjá viðbrögð þess efn­is að það sé verið að setja á fót rann­sókn á þess­um efn­um.“

Á Face­book síðu sinni skrifaði Þór­hild­ur Sunna þann sama dag eft­ir­far­andi:

„Al­menn hegn­ing­ar­lög inni­halda heil­an kafla um brot op­in­berra starfs­manna í starfi, þessi lög ná eft­ir at­vik­um líka yfir þing­menn og ráðherra, að ógleymd­um lög­um um ráðherra­ábyrgð. Al­menn­ing­ur í land­inu á það skilið að rík­is­sak­sókn­ari taki það föst­um tök­um þegar uppi er grun­ur um brot æðstu ráðamanna í starfi.

Tök­um nokk­ur dæmi. Í 248. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga er[u] fjár­svik refsi­ver[ð]:

  1. gr. Ef maður kem­ur öðrum manni til að haf­ast eitt­hvað að eða láta eitt­hvað ógert með því á ólög­mæt­an hátt að vekja, styrkja eða hag­nýta sér ranga eða óljósa hug­mynd hans um ein­hver at­vik, og hef­ur þannig fé af hon­um eða öðrum, þá varðar það fang­elsi allt að 6 árum.

Sé brotið framið af op­in­ber­um starfs­manni kem­ur það til refsiaukn­ing­ar sbr. 138. grein sönu [sic] laga.

Það er því full­kom­lega eðli­legt að skoða grun­sam­legt akst­urs­bók­hald Ásmund­ar Friðriks­son­ar í þessu ljósi, það er full­kom­lega eðli­legt í rétt­ar­ríki að hann sæti rann­sókn vegna þessa, rétt eins og hver ann­ar sem upp­vís verður að vafa­samri fjár­söfn­un úr vös­um skatt­greiðenda. Það er í verka­hring sak­sókn­ara að rann­saka það. Al­menn­ing­ur ber ekki sönn­un­ar­byrðina hér.“

Björn Leví skrifaði á Face­book síðu sína þann 29. okt sl.:

„Þann 10. okt sl. sagði Ásmund­ur Friðriks­son: "[Pírat­ar] er fólkið sem stend­ur upp í þess­um sal trekk í trekk, ber upp á mann lyg­ar, hef­ur sagt að ég væri þjóf­ur, hafi stolið pen­ing­um af þing­inu — og þau þurfa ekki að standa nein­um reikn­ings­skil."

Þetta er ekki satt. Vissu­lega hef­ur verið talað um að rang­ar skrán­ing­ar í akst­urs­dag­bók geti tal­ist fjár­svik (htt­ps://​www.fretta­bla­did.is/​frett­ir/​fjar­svik-seg­ir-serfra­einguren eng­inn þingmaður Pírata hef­ur ásakað Ásmund um slíkt ... fyrr en núna.“

Björn Leví skrifaði á Face­book síðu sína þann 9. nóv­em­ber sl.:

„Ég skil vel að Ásmund­ur sé þreytt­ur. Það tek­ur á að keyra svona mikið. Það hjálp­ar hins veg­ar ekk­ert að ljúga upp á for­seta og skrif­stofu þings­ins.“

Björn Leví skrifaði á Face­book síðu sína þann 12. nóv­em­ber sl.:

„Fyrst ég er að því, hvað er að því að saka menn um þjófnað þegar það liggja fyr­ir mjög góð gögn um ná­kvæm­lega það sbr. um­mæli um bíla­leigu­bíl, ÍNN þátt og kosn­inga­bar­áttu ... svo fátt eitt sé nefnt. Við skul­um hafa það á hreinu að er­indi mitt varðar _alla_ þing­menn sem hafa fengið end­ur­greiðslu vegna akst­urs­kostnaðar. Vegna þess að skrif­stofa þings­ins hef­ur gefið út að end­ur­greiðslu­beiðnir hafa ekki verið skoðaðar að fullu. For­seti á að sjá til þess að þess­um regl­um sé fylgt og for­sæt­is­nefnd á að hafa eft­ir­lit með því.

Hvað ásök­un­ina varðar. Ég get ekki sent inn er­indi þar sem ég óska eft­ir rann­sókn án þess að í því fel­ist ásök­un. Ég er ekki að segja að hann sé þjóf­ur. Ég er að ásaka hann um þjófnað. Tvennt ólíkt.“

Björn Leví skrifaði á Face­book síðu sína þann 26. nóv­em­ber sl.:

„Rétt og heiðarlega fram ... efti­rá.

Hversu heppi­legt er að "inn­leiðingu" reglna um notk­un bíla­leigu­bíla lauk ein­mitt þegar Ásmund­ur var kom­inn á bíla­leigu­bíl ... eft­ir að það var búið að vekja at­hygli á brot­inu?“

Í fram­an­greind­um um­mæl­um Þór­hild­ar Sunnu Ævars­dótt­ur og Björns Leví Gunn­ars­son eru bæði gróf­ar aðdrótt­an­ir og full­yrðing­ar um refsi­verða hátt­semi mína. Tel ég nauðsyn­legt að fá úr því skorið hvort slík um­mæli á op­in­ber­um vett­vangi sam­rým­ist siðaregl­um fyr­ir alþing­is­menn. Þekkt er í póli­tískri bar­áttu að þing­menn láti miður fal­leg orð um and­stæðing­inn falla í umræðu og jafn­vel mjög niðrandi. Hér er hins veg­ar um miklu al­var­legri hluti að ræða þar sem ég er sakaður um hegn­ing­ar­laga­brot. Gengið er svo langt í sum­um um­mæl­um að full­yrt er að ég hafi framið slík brot. Tel ég að með þess­um um­mæl­um sé vegið al­var­lega að æru minni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina