Telur Þórhildi Sunnu brotlega

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. mbl.is/Eggert

Siðanefnd Alþingis telur Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur hafa brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans. Þetta kemur fram í ráðgefandi áliti nefndarinnar til forsætisnefndar þingsins.

Nefndin telur Björn Leví Gunnarsson hins vegar ekki brotlegan við reglurnar en Ásmundur kvartaði til forsætisnefndar vegna ummæla þeirra beggja vegna endurgreiðslna samkvæmt akstursdagbók hans.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Bréf Ásmund­ar til for­sæt­is­nefnd­ar Alþing­is:

„Ég und­ir­ritaður, Ásmund­ur Friðriks­son, alþing­ismaður, óska eft­ir því að for­sæt­is­nefnd taki til skoðunar hvort þing­menn­irn­ir, Björn Leví Gunn­ars­son og Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir hafi með neðan­greind­um um­mæl­um sín­um á op­in­ber­um vett­vangi um end­ur­greiðslu þings­ins á akst­urs­kostnaði til mín, brotið í bága við a og c lið 5. gr. og 7. gr, siðreglna fyr­ir alþing­is­menn. Jafn­framt hvort for­sæt­is­nefnd telji þörf á að vísa er­indi þessu til siðanefnd­ar sam­kvæmt 15. gr. siðareglna fyr­ir alþing­is­menn. Mun ég rekja hér að neðan um­mæli þeirra og er ská­letrað það sem ég tel nauðsyn­legt að for­sæt­is­nefnd meti hvort varðað get­ur við áður­nefnd ákvæði siðaregln­anna.

Í umræðuþætt­in­um Silfr­inu þann 25. fe­brú­ar sl. sagði Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir:

„Við sjá­um það að ráðherr­ar þjóðar­inn­ar eru aldrei látn­ir sæta af­leiðing­um, þing­menn þjóðar­inn­ar eru aldrei látn­ir sæta af­leiðing­um. Nú er uppi rök­studd­ur grun­ur um það að Ásmund­ur Friðriks­son hafi dregið að sér fé, al­manna­fé og við eru[m] ekki að sjá viðbrögð þess efn­is að það sé verið að setja á fót rann­sókn á þess­um efn­um.“

Á Face­book síðu sinni skrifaði Þór­hild­ur Sunna þann sama dag eft­ir­far­andi:

„Al­menn hegn­ing­ar­lög inni­halda heil­an kafla um brot op­in­berra starfs­manna í starfi, þessi lög ná eft­ir at­vik­um líka yfir þing­menn og ráðherra, að ógleymd­um lög­um um ráðherra­ábyrgð. Al­menn­ing­ur í land­inu á það skilið að rík­is­sak­sókn­ari taki það föst­um tök­um þegar uppi er grun­ur um brot æðstu ráðamanna í starfi.

Tök­um nokk­ur dæmi. Í 248. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga er[u] fjár­svik refsi­ver[ð]:

  1. gr. Ef maður kem­ur öðrum manni til að haf­ast eitt­hvað að eða láta eitt­hvað ógert með því á ólög­mæt­an hátt að vekja, styrkja eða hag­nýta sér ranga eða óljósa hug­mynd hans um ein­hver at­vik, og hef­ur þannig fé af hon­um eða öðrum, þá varðar það fang­elsi allt að 6 árum.

Sé brotið framið af op­in­ber­um starfs­manni kem­ur það til refsiaukn­ing­ar sbr. 138. grein sönu [sic] laga.

Það er því full­kom­lega eðli­legt að skoða grun­sam­legt akst­urs­bók­hald Ásmund­ar Friðriks­son­ar í þessu ljósi, það er full­kom­lega eðli­legt í rétt­ar­ríki að hann sæti rann­sókn vegna þessa, rétt eins og hver ann­ar sem upp­vís verður að vafa­samri fjár­söfn­un úr vös­um skatt­greiðenda. Það er í verka­hring sak­sókn­ara að rann­saka það. Al­menn­ing­ur ber ekki sönn­un­ar­byrðina hér.“

Björn Leví skrifaði á Face­book síðu sína þann 29. okt sl.:

„Þann 10. okt sl. sagði Ásmund­ur Friðriks­son: "[Pírat­ar] er fólkið sem stend­ur upp í þess­um sal trekk í trekk, ber upp á mann lyg­ar, hef­ur sagt að ég væri þjóf­ur, hafi stolið pen­ing­um af þing­inu — og þau þurfa ekki að standa nein­um reikn­ings­skil."

Þetta er ekki satt. Vissu­lega hef­ur verið talað um að rang­ar skrán­ing­ar í akst­urs­dag­bók geti tal­ist fjár­svik (htt­ps://​www.fretta­bla­did.is/​frett­ir/​fjar­svik-seg­ir-serfra­einguren eng­inn þingmaður Pírata hef­ur ásakað Ásmund um slíkt ... fyrr en núna.“

Björn Leví skrifaði á Face­book síðu sína þann 9. nóv­em­ber sl.:

„Ég skil vel að Ásmund­ur sé þreytt­ur. Það tek­ur á að keyra svona mikið. Það hjálp­ar hins veg­ar ekk­ert að ljúga upp á for­seta og skrif­stofu þings­ins.“

Björn Leví skrifaði á Face­book síðu sína þann 12. nóv­em­ber sl.:

„Fyrst ég er að því, hvað er að því að saka menn um þjófnað þegar það liggja fyr­ir mjög góð gögn um ná­kvæm­lega það sbr. um­mæli um bíla­leigu­bíl, ÍNN þátt og kosn­inga­bar­áttu ... svo fátt eitt sé nefnt. Við skul­um hafa það á hreinu að er­indi mitt varðar _alla_ þing­menn sem hafa fengið end­ur­greiðslu vegna akst­urs­kostnaðar. Vegna þess að skrif­stofa þings­ins hef­ur gefið út að end­ur­greiðslu­beiðnir hafa ekki verið skoðaðar að fullu. For­seti á að sjá til þess að þess­um regl­um sé fylgt og for­sæt­is­nefnd á að hafa eft­ir­lit með því.

Hvað ásök­un­ina varðar. Ég get ekki sent inn er­indi þar sem ég óska eft­ir rann­sókn án þess að í því fel­ist ásök­un. Ég er ekki að segja að hann sé þjóf­ur. Ég er að ásaka hann um þjófnað. Tvennt ólíkt.“

Björn Leví skrifaði á Face­book síðu sína þann 26. nóv­em­ber sl.:

„Rétt og heiðarlega fram ... efti­rá.

Hversu heppi­legt er að "inn­leiðingu" reglna um notk­un bíla­leigu­bíla lauk ein­mitt þegar Ásmund­ur var kom­inn á bíla­leigu­bíl ... eft­ir að það var búið að vekja at­hygli á brot­inu?“

Í fram­an­greind­um um­mæl­um Þór­hild­ar Sunnu Ævars­dótt­ur og Björns Leví Gunn­ars­son eru bæði gróf­ar aðdrótt­an­ir og full­yrðing­ar um refsi­verða hátt­semi mína. Tel ég nauðsyn­legt að fá úr því skorið hvort slík um­mæli á op­in­ber­um vett­vangi sam­rým­ist siðaregl­um fyr­ir alþing­is­menn. Þekkt er í póli­tískri bar­áttu að þing­menn láti miður fal­leg orð um and­stæðing­inn falla í umræðu og jafn­vel mjög niðrandi. Hér er hins veg­ar um miklu al­var­legri hluti að ræða þar sem ég er sakaður um hegn­ing­ar­laga­brot. Gengið er svo langt í sum­um um­mæl­um að full­yrt er að ég hafi framið slík brot. Tel ég að með þess­um um­mæl­um sé vegið al­var­lega að æru minni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Margbrotið mannlíf í miðborginni

08:18 Sólin er að færa sig á austanvert landið eftir góða þjónustu í þágu íbúa Suður- og Vesturlands í sumar. Því ræður suðvestanáttin sem nú er ríkjandi. Meira »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »

Aðeins fimm dómar hafa fyrnst í ár

05:30 Aðeins fimm óskilorðsbundnir dómar hafa fyrnst það sem af er ári en á síðustu árum hafa um 30 dómar fyrnst árlega.  Meira »

SAS flýgur til Íslands eftir áætlun

05:30 SAS mun fljúga í dag frá Kaupmannahöfn og Ósló til Keflavíkurflugvallar samkvæmt áætlun. Afgreiðslutímar hafa verið staðfestir, samkvæmt upplýsingum Isavia. Meira »

Kjöt selst í mun meiri mæli

05:30 Mun meira kjöt hefur selst í sumar en í fyrrasumar hjá Kjötsmiðjunni. Mest af kjötinu er íslenskt lambakjöt og söluaukning er einnig til staðar á nautakjöti, sem er innflutt að mestu. Þetta segir Sigurður V. Gunnarsson, forstjóri Kjötsmiðjunnar. Meira »

Mikil vanlíðan í Hagaskóla

05:30 „Á meðan nemendur mínir sitja of margir í litlum loftgæðum og Vinnueftirlitið hefur gefið Reykjavíkurborg frest til 1. október til að bæta úr litlum loftgæðum í átta stofum skólans er fé borgarinnar varið í mathallir og bragga.“ Meira »

Titringur á íbúðamarkaði

05:30 Sérfræðingar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka telja að vegna breyttrar stöðu efnahagsmála þurfi mögulega að endurmeta væntingar um söluverð lúxusíbúða í miðborg Reykjavíkur. Vísbendingar séu um að markaðurinn sé mettaður. Meira »

Sala á viftum margfaldast vegna lúsmýs

05:30 Sala á borðviftum hefur margfaldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið alræmda lúsmý. Meira »

Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum

Í gær, 23:45 Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hafi ekki brotið gegn fjölmiðlalögum.  Meira »

Verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga

Í gær, 23:25 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur sent Lögmannafélagi Íslands bréf þar sem hann óskar þess að nafn hans verði tekið af skrá yfir heiðursfélaga. Meira »

Erfiðir tímar án Jóns Þrastar

Í gær, 23:00 Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, biðlaði til áhorfenda sjónvarpsþáttarins Crimecall í kvöld að láta lögregluna vita ef þeir hafa einhverjar upplýsingar sem tengjast hvarfi hans. „Ég sakna hans svo mikið,“ sagði hún grátandi. Meira »

Nýr seðlabankastjóri skipaður í júlí

Í gær, 22:23 Gengið verður frá skipan nýs seðlabankastjóra í næsta mánuði, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.  Meira »

Segir úttektina ekki gefa falleinkunn

Í gær, 22:10 „Hér er verið að innleiða þessu nýju lög eins og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Ég lít ekki á þetta sem áfellisdóm eða falleinkunn heldur leiðbeinandi álit,“ segir bæjarstjóri Hveragerðis um úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlað fólk í bænum. Meira »

Skýrsla um Íslandspóst kynnt á morgun

Í gær, 21:50 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður kynnt á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrramáli Meira »

„Þyrfti þá að læra íslensku“

Í gær, 21:00 Prestekla er viðvarandi vandamál í ystu byggðum Noregs. Gabriel Are Sandnes var beðinn að þiggja brauðið í Gamvik í nokkrar vikur þrátt fyrir að vera löngu farinn á eftirlaun. Hann ræddi við mbl.is um sorgina á hjara veraldar, þverrandi kirkjusókn og spíritisma. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Pool borð til sölu
Til sölu er Dynamic Competition Pool borð, 9 feta, með ljósum og kjuðarekka. Ve...
þvottavél velsög handfræsari hjolbörur
hjolbörur þvottavel velsög handfræsari ódyrt 6633899...