Umræðan heitust um yfirvinnuprósentur

Kristján Þórður Snæbjarnarson.
Kristján Þórður Snæbjarnarson. mbl.is/Styrmir Kári

„Þátttaka í atkvæðagreiðslunni hjá Rafiðnaðarsambandinu var komin upp í 23,4% klukkan hálfsjö [á miðvikudagskvöld]. Það er ágætis þátttaka. Við viljum samt sem áður töluvert meira.“

Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, í Morgunblaðinu í dag, spurður um atkvæðagreiðslu félagsmanna um kjarasamninga samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaðir voru fyrir tveimur vikum.

Atkvæðagreiðsla um samningana er nú í fullum gangi meðal félaganna en spurður hvort hann hefði upplýsingar um kosningaþátttöku annarra félaga sagði Kristján að tölurnar hefðu verið örlítið lægri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert