Vatnsfjörður verði þjóðlenda

Vestfirðir. Neðst á þessari mynd þar sem horft er til …
Vestfirðir. Neðst á þessari mynd þar sem horft er til vesturs er Skálmarfjörður og Vattarnes til hægri, inn úr Skálmarfirði gengur Vattarfjörður. Vestan Eiðisins sem tengir Skálmarnesfjall við fastalandið er Kerlingarfjörður, inn af honum Mjóifjörður. Næst er Litlanes, þá Kjálkafjörður, þar næst kemur Hjarðarnes, Vatnsfjörður, Arnórsstaðahyrna, Barðaströnd og yst Siglunes. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fjármálaráðherra gerir kröfu um að fimm svæði í Barðastrandarsýslu verði úrskurðuð þjóðlendur. Meðal þeirra eru Vatnsfjörður og Bæjarbjarg. Óbyggðanefnd skorar á þá sem telja til eignarréttinda á þessum svæðum að lýsa kröfum sínum á móti.

Kröfur ríkisins ná til fimm svæða í Vesturbyggð og Reykhólahreppi sem nefnd eru Hvannahlíð, Skálmardalsheiði, Auðshaugsland, Vatnsfjörður og Bæjarbjarg, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Vatnsfjörður er langstærsta svæðið og nær þjóðlendukrafan yfir meginhluta af friðlandinu sem nú er skilgreint. Hvannahlíð er í Þorskafirði og Auðshaugsland í Kjálkafirði. Skálmardalsheiði er á hálendinu, á móti Ísafjarðardjúpi. Bæjarbjarg er austasti hluti Látrabjargs, kennt við Saurbæ á Rauðasandi enda var það í eigu Bæjarkirkju sem þar er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »