Gæti farið upp í 18 stig norðaustanlands

Líkt og í gær má áfram búast við rigningu af …
Líkt og í gær má áfram búast við rigningu af og til sunnan- og vestanlands. mbl.is/​Hari

Í dag er útlit fyrir hæga austlæga átt á landinu, en ákveðnari vindur verður með suðuströndinni, kringum 10 metrar á sekúndu. Líkt og í gær má áfram búast við rigningu af og til sunnan- og vestanlands og hiti þar 8 til 13 stig.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Ennfremur segir það það hafi verið hlýtt undanfarið á norðaustanverðu landinu og þar gæti hiti náð upp í 18 stig í dag þar sem birtir vel til, en þokubakkar verða á sveimi við ströndina með mun svalara veðri.

Á morgun bætir aðeins í vind, útlit er fyrir norðaustan golu eða kalda, jafnvel strekkingur á Vestfjörðum. Það verður væntanlega skýjað að mestu á landinu, en úrkoma lítil eða engin. Það kólnar norðaustanlands frá því sem verið hefur. Hæsti hitinn á morgun verður um 15 stig, annað hvort í Skagafirði eða Borgarfirði. Að lokum megi nefna að dálítið regnsvæði er væntanlegt inn á sunnanvert landið annað kvöld.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is