Hataravarningur í „musteri kapítalismans“

Pop up-verslunin er staðsett beint fyrir framan Vínbúðina. Tilvalið.
Pop up-verslunin er staðsett beint fyrir framan Vínbúðina. Tilvalið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í „musteri kapítalismans“ í vikunni til þess að fjárfesta í neysluvöru frá Svikamyllu ehf. í samstarfi við Döðlur, sem sett hafa upp „pop-up“-verslun á göngum Kringlunnar.

Þar er hægt að kaupa ýmsan fatnað tengdum Hatara, eða „anti-kapítalískan neysluvarning“, að því er segir í tilkynningu frá Hatara og og Döðlum, svo sem peysur, buxur, boli og jafnvel heilu íþróttagallana merktum Hatara.

Ljósmyndari mbl.is brá sér í Kringluna í dag, en nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér Hataragalla fyrir úrslitakvöld Eurovision.

Íslendingar gíra sig upp fyrir kvöldið.
Íslendingar gíra sig upp fyrir kvöldið. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is