Hyggjast sleppa eldislaxi í tilraunaskyni

Hafrannsóknastofnun hefur undirbúið tilraunir með hafbeit á norskættuðum eldisseiðum til að kanna hvort og þá í hversu miklum mæli þau lifa af vetrardvöl í sjó við Ísland.

Tilraunin og áformuð rannsókn á sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi miðar að því að styrkja forsendur áhættumats Hafró vegna erfðablöndunar.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins óskuðu starfsmenn Hafró eftir samvinnu við fiskeldismenn um þessar rannsóknir. Óskað var eftir því að fiskeldisfyrirtækin myndu leggja til að minnsta kosti 600 þúsund seiði af mismunandi stærðum til að sleppa. Fiskeldismenn munu hafa hafnað því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert