Kona sem treysti sér ekki niður fjallið

Þyrlan var komin á vettvang rúmri klukkustund eftir að tilkynning …
Þyrlan var komin á vettvang rúmri klukkustund eftir að tilkynning barst, kl. 14.15. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Skíðamaðurinn sem fluttur var frá Siglufirði til Akureyrar með sjúkraþyrlu Landhelgisgæslunnar var sjötug íslensk kona. Hún hafði dottið á skíðum ofarlega í Skarðsdal og lent illa. Hún treysti sér ekki til þess að komast niður eftir fallið og afréð því að biðja um aðstoð.

Konan, sem er sjötug, var flutt í þyrlu og henni …
Konan, sem er sjötug, var flutt í þyrlu og henni flogið til Akureyrar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 13.06 og þyrlan, sem heppilega var stödd á Akureyri, var komin í Skarðsdal klukkan 14.15. Þaðan var konan flutt á sjúkrahús á Akureyri.

Konan kenndi til eymsla í öxl við fallið en ástand hennar er ekki talið alvarlegt. 

Kostur þótti að þyrlan, sem hafði verið í erindum á hafi úti, skyldi vera stödd á Akureyri þegar útkallið barst.

Menn að starfi ofarlega í Skarðsdal.
Menn að starfi ofarlega í Skarðsdal. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert