Öll börn sem sóttu um fengu gefins reiðhjól

Vaskir sjálfboðaliðar gera upp reiðhjól sem gefin hafa verið til …
Vaskir sjálfboðaliðar gera upp reiðhjól sem gefin hafa verið til verkefnsins.

Börn sem hefðu annars ekki tök á því að eignast reiðhjól geta leitað til Barnaheilla, sem safna saman reiðhjólum, gera þau upp og gefa þau.

Hjólasöfnun Barnaheilla var haldin áttunda árið í röð í vor í samstarfi við IOGT Æskuna og gekk glimrandi vel að sögn Lindu Hrannar Þórisdóttur, verkefnastýru hjá Barnaheillum.

„Við höfum frá því að við byrjuðum verkefnið úthlutað rúmlega tvö þúsund reiðhjólum til barna og ungmenna sem að öðrum kosti gefst ekki kostur á að eignast hjól,“ segir Linda og segir að í ár hafi borist hátt í 250 umsóknir um hjól, sem komi frá börnum á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn. „Þetta eru bæði íslensk börn og börn sem eru með stöðu hælisleitenda o.fl., svo þetta er mjög fjölbreyttur hópur,“ segir Linda í umfjöllun um framtak þetta í Morgunblaðinu í dag.

Barnaheill er í samstarfi við Sorpu, sem sér um að taka á móti hjólum á móttökustöðvum sínum á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »