Andri Hrannar vann 40 milljónir

Lottó.
Lottó.

Andri Hrannar Einarsson, þáttastjórnandi í þættinum Undralandið á FM Trölla, varð einn heppnasti Siglfirðingur sögunnar í síðasta mánuði þegar hann var með allar tölur réttar og vann fjörutíu milljónir í lottóinu. Frá þessu er sagt á vefsíðu Trölla.is en þar segir einnig að Andri hafi glímt við fjárhagsvandræði í gegnum tíðina, auk þess að vera öryrki eftir að hafa fengið æxli í mænuna. 

Fékk sér kaffi og sígó

Andri segir í samtali við Trölla að eftir að hann áttaði sig á því að hann hefði unnið milljónirnar fjörutíu hefði hann sest niður með foreldrum sínum og bara brosað. Stuttu síðar hafi hann sagt þeim að hann hefði unnið í lottóinu, og svo farið upp í bílskúr, fengið sér „kaffi og sígó“ og starað út í tómið. 

Andri er nú fluttur til Ítalíu ásamt kærustu sinni Francescu, en ákvörðunin um flutninginn hafði verið tekin áður en Andri vann þann stóra. 

mbl.is