Áreitti konu á leið til vinnu

Alls voru 20 mál bókuð hjá lögreglunni frá klukkan fimm …
Alls voru 20 mál bókuð hjá lögreglunni frá klukkan fimm til ellefu í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kona óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ókunnugs manns sem var að elta hana og áreita á leið hennar til vinnu í miðborginni á áttunda tímanum í morgun. Lögregla handtók manninn og vistaði í fangageymslu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þar segir einnig að í eftirlitsmyndavél lögreglunnar í miðborginni hafi sést til manns kýla annan mann á sjötta tímanum. Áverkar mannsins voru minniháttar en árásarmaðurinn var handtekinn.

Alls voru 20 mál bókuð frá klukkan fimm til ellefu í morgun. Þar af voru þrír ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna.

mbl.is