Jafnréttismál að morran sé kvenkyns

Morran ógurlega. „Nú hljóðnar allt og bregður birtu ljósa sem …
Morran ógurlega. „Nú hljóðnar allt og bregður birtu ljósa sem bergrisi þá morran fer á rölt.“

„Það hefur alltaf verið mín kenning og áhersla að svokallaðar barnabækur megi ekki vera leiðinlegar fyrir fullorðna. Það er mjög hræðilegt þegar börn ánetjast bókum sem eru afskaplega leiðinlegar,“ segir Þórarinn Eldjárn sem þýddi ljóð um kríli og er það komið út á bók.

„Þessi saga er ansi áhugaverð, holl og góð fyrir þá sem eru litlir í sér. Þarna komast þeir að því að þegar þeim er treyst og þeir finna að einhver annar er hræddari en þeir og leggur traust sitt á þá, þá eflist allt. Mörg börn þekkja vel að vera myrkfælin og einmana. Lærdómurinn er góður og fallegur og myndirnar hreint dásamlegar, þær eru stór hluti af sögunni og eru mjög nákvæmar. Tove passar upp á að texti og myndir tóni saman, því víða eru upptalningar í textanum, nítján homsur koma til dæmis fyrir og þá eru þær nítján á myndinni. Börn vilja hafa svona hluti á hreinu,“ segir Þórarinn, en nýlega kom út bók Tove Jansson, Hver vill hugga krílið? sem Þórarinn þýddi.

Þar segir frá feimnu kríli sem er bæði einmana og hrætt og býr í kofa í skógi. Eins og flestir vita er Tove einnig höfundur bókanna um Múmínálfana og þó að álfarnir sjálfir komi ekki fyrir í sögunni af krílinu, þá bregður þar fyrir mörgum persónum úr Múmínálfabókunum, til dæmis hemúlnum, fílifjonkum, Snúði, Mímlu og morrunni.

Sjá samtal við Þórarinn í heild í Morgunblaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »