Kepptu á krúttlegasta hjólamóti ársins

Þessi vaski hjólreiðakappi tók nokkrar lokasugur af snuðinu, eins og …
Þessi vaski hjólreiðakappi tók nokkrar lokasugur af snuðinu, eins og hann gerir alltaf fyrir keppni, áður en hann hélt að rásmarkinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heljarinnar hjólamót fór fram við Perluna í Öskjuhlíð í morgun þegar hjólreiðafélagið Tindur og Krónan héldu eitt stærsta, og líklega krúttlegasta, barnahjólamót ársins. Börn frá 18 mánaða aldri tóku þátt í mótinu og þustu fram hjá ljósmyndara mbl.is þegar hann leit þar við.

Keppt var í nokkrum aldursflokkum en börn í flokki U3, fædd 2017 og 2018, og börn í flokki U5, fædd 2015 og 2016 kepptu á sparkhjólum. Eldri keppendur, í flokkum U7, U9, U11 og U13 kepptu á venjulegum hjólum og fóru braut með nokkrum hindrunum.

Allir þátttakendur fengu verðlaunapening, ávexti og gjöf frá Krónunni að keppni lokinni. 

Sumir keppendur höfðu á sínum snærum aðstoðarfólk sem sá um …
Sumir keppendur höfðu á sínum snærum aðstoðarfólk sem sá um að viðeigandi öryggisbúnaður væri til staðar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sennilegt þykir að þessir hjólreiðagarpar muni halda áfram að keyra …
Sennilegt þykir að þessir hjólreiðagarpar muni halda áfram að keyra hjólhestana sporum um ókomna tíð. mbl.is/Kristinn Magnússon
Keppendur undir fimm ára aldri þustu um á sparkhjólum.
Keppendur undir fimm ára aldri þustu um á sparkhjólum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Fjöldi áhorfenda mætti til að fylgjast með keppendum leika listir …
Fjöldi áhorfenda mætti til að fylgjast með keppendum leika listir sínar á fákunum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þessi stúlka lét það ekki trufla sig að keppandinn á …
Þessi stúlka lét það ekki trufla sig að keppandinn á eftir nartaði í hæla hennar, og þeyttist ótrauð áfram. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is