Lá ölvaður á Mosfellsheiði

mbl.is/Eggert

Upp úr klukkan hálfeitt í nótt var tilkynnt um ölvaðan mann sem lá í götunni á Mosfellsheiði. Var hann vistaður í fangageymslu þar til ástand hans skánar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina.

Talsverður erill var vegna ölvunar í miðborginni og voru alls fjórtán handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Rúmlega miðnætti var maður handtekinn grunaður um þjófnað í miðborginni og í Hafnarfirði var maður handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu, auk þess sem tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir, en aðilar voru farnir er lögregla kom á staðinn.

mbl.is