Miðflokksmenn einir á mælendaskrá

Þingmenn Miðflokksins héldu uppi málþófi um orkupakkann aðfaranótt fimmtudags.
Þingmenn Miðflokksins héldu uppi málþófi um orkupakkann aðfaranótt fimmtudags. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umræður um þriðja orkupakkann halda áfram á þingfundi á morgun, mánudag. Sé mælendaskrá fyrir dagskrárliðinn skoðuð vekur athygli að þingmenn Miðflokksins eru þeir einu sem hyggjast taka til máls, en þeir héldu uppi málþófi um orkupakkann aðfaranótt fimmtudags.

Á mælendaskrá eru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem heldur sína 5. ræðu í þessari annarri umræðu um þriðja orkupakkann. Þar á eftir koma þeir Jón Þór Þorvaldsson með sína þriðju ræðu, Birgir Þórarinsson og Bergþór Ólason með sínar fjórðu ræður og loks Karl Gauti Hjaltason með sína þriðju.

Mikl­ar umræður og deil­ur hafa verið um þriðja orkupakk­ann und­an­far­in miss­eri, en málið var af­greitt úr ut­an­rík­is­mála­nefnd síðastliðinn mánu­dag­inn og lagt fram til síðari umræðu í þing­inu.

Greiddi full­trúi Miðflokks­ins í ut­an­rík­is­mála­nefnd at­kvæði gegn því að málið yrði af­greitt úr nefnd­inni en aðrir flokk­ar greiddu at­kvæði með því. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert