Strætó um Sæbraut í stað Hverfisgötu

Stoppistöðvar við Hverfisgötu verða óvirkar á meðan á framkvæmdum stendur.
Stoppistöðvar við Hverfisgötu verða óvirkar á meðan á framkvæmdum stendur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmdir við Hverfisgötu hefjast á morgun, mánudag, og mun Strætó aka um Sæbraut á meðan framkvæmdir standa yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó.

Um er að ræða leiðir 1, 6, 11, 12, 13 og 14 og verða stoppistöðvarnar Stjórnarráðið, Þjóðleikhúsið, Bíó Paradís og Barónsstígur óvirkar. Í staðinn munu framangreindar leiðir nota stoppistöðvar staðsettar við Kalkofnsveg og Sæbraut.

Stoppistöðvarnar verða Arnarhóll/Lækjartorg, Harpa, Sæbraut/Vitastígur og Sæbraut/Frakkastígur.

Hverfisgata verður endurgerð milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs og verða lagnir endurnýjaðar í Ingólfsstræti milli Hverfisgötu og Laugavegs. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir standi yfir til loka ágústmánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert