Bíða og sjá hverjar afleiðingarnar verða

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri, segir að þau hjá RÚV séu …
Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri, segir að þau hjá RÚV séu þokkalega róleg enn. mbl.is/Þórður

Enn hafa ráðamenn RÚV ekki fengið upplýsingar um hvaða afleiðingar uppátæki Hatara í sjónvarpsútsendingu Eurovision-söngvakeppninnar, þegar hópurinn veifaði palestínskum borðum, muni hafa. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri í samtali við mbl.is.

„Framkvæmdastjórnin lét okkar fararstjóra vita að þetta yrði rætt, að það yrðu einhverjar afleiðingar, en hvað það verður nákvæmlega vitum við ekki. Við bíðum bara og sjáum,“ segir Magnús. 

Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist …
Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist með. Skjáskot/RÚV

Stolt af atriðinu

Hann segir að á meðan ekki liggur fyrir hvaða afleiðingar atvikið muni hafa í för með sér séu þau hjá RÚV nokkuð róleg. „Upp úr stendur að við erum afar stolt af atriðinu okkar, sem var stróglæsilegt. Vel heppnaður glæsilegur listrænn gjörningur sem gerir okkur öll stolt. Við erum öll þokkalega róleg yfir hinu í bili.“

mbl.is