Þór kjörinn formaður Landsbjargar

Stjórn Landsbjargar.
Stjórn Landsbjargar. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Þór Þorsteinsson úr Borgarfirði var kjörinn formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar í gær. Auk hans voru átta félagar víða af landinu kjörnir í stjórn.

Um sex hundruð sjálfboðaliðar frá slysavarnadeildum og björgunarsveitum af öllu landinu sátu ellefta landsþing Landsbjargar og tóku þátt í viðburðum því tengdu á Egilsstöðum.

Á þinginu ræddu þingfulltrúar fjölmörg mál varðandi starf félagsins og voru línur lagðar fyrir næstu starfsár, að því er segir í tilkynningu.

Við setningu þingsins var viðurkenning félagsins, Áttavitinn, afhent einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem átt hafa með félaginu náið samstarf og sýnt því mikilvægan stuðning. Að þessu sinni var eftirtöldum aðilum veittur Áttavitinn; Vodafone, Landsbankanum, Landhelgisgæslunni, Óttari Sveinssyni og Steinari J. Lúðvíkssyni.

Í tengslum við þingið var blásið til Björgunarleika þar sem björgunarsveitafólk keppti í björgunartengdum þrautum víða um Egilsstaði.

Frá Björgunarleikunum þar sem keppt var í ýmsum þrautum.
Frá Björgunarleikunum þar sem keppt var í ýmsum þrautum. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson
Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson
Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson
Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson
mbl.is