Þungbúið veður og kólnar næstu daga

Áfram má búast við svolítilli vætu í flestum landshlutum.
Áfram má búast við svolítilli vætu í flestum landshlutum. mbl.is/RAX

Skýjað er á landinu og víða dálítil rigning eða súld og útlit er fyrir norðaustan 8 til 13 m/s, en breytilega átt 3 til 8 m/s sunnanlands.

Á morgun verður vindur hægari en í dag og nær hvergi yfir 10 m/s, þó áfram megi búast við þungbúnu veðri á landinu svolítilli vætu í flestum landshlutum, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Hitinn í dag verður frá 4 stigum á norðausturhorni landsins og upp í 13 stig á Vesturlandi. Engin hlýindi er að sjá í veðurkortunum næstu vikuna, en fer smám saman kólnandi með norðlægri átt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað á landinu og sums staðar lítilsháttar væta. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast á Vesturlandi. 

Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustan 3-8. Skýjað en úrkomulítið norðan- og austanlands. Skýjað með köflum suðvestantil á landinu og líkur á skúrum síðdegis. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast suðvestanlands. 

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Útlit fyrir ákveðna norðanátt. Skýjað um landið norðanvert og dálítil rigning af og til eða jafnvel slydda. Þurrt sunnanlands. Hiti frá 2 stigum í innsveitum fyrir norðan, upp í 12 stig syðst.

mbl.is