Endurblik frægðarinnar við höfn

Skemmtiferðaskip eru farin að setja svip sinn á hafnir landsins. Celebrity Reflection lá í morgun við Skarfabakka en lætur úr höfn í dag. Skipið er ríflega 125 þúsund tonn, 319 metrar að lengd og 37,5 að hæð.

Yfir vertíðina, sem stendur fram í október, er áætlað að 199 farþegaskip leggist við Faxaflóahafnir og á vef fyrirtækisins kemur fram að 188.962 farþegar komi til landsins á þeirra vegum. Áætluð fjölgun á skipakomum er rúmlega  24% milli ára og fjölgun farþega rúmlega 23%.

Í myndskeiðinu má sjá þetta gríðarstóra skip úr lofti en 19. júlí er von á lengsta skipi sem komið hefur til landsins. Það er Queen Mary 2 sem er 345 metrar að lengd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert