Endurupptökubeiðnin hefur verið send

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra dómsmála.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra dómsmála. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska ríkið hefur sent yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) beiðni um að Landsréttarmálið svokallaða verði endurskoðað. Ekki verður gripið til frekari aðgerða í málinu fyrr en niðurstaða liggur fyrir um hvort yfirdeild MDE taki málið upp að nýju.

Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur dómsmálaráðherra við sérstaka umræðu um stöðu Landsréttar á Alþingi fyrr í dag. 

Vissu ekki að beiðnin hefði verið send

Málshefjandi var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem spurði m.a. hvenær ætti að senda beiðni um endurskoðun til yfirdeildar MDE, og hvað ætti til bragðs að taka ef yfirdeildin tæki málið ekki fyrir. Eins og áður segir svaraði dómsmálaráðherra á þá leið að beiðnin hefði þegar verið send út, og ítrekaði að Hæstiréttur Íslands hefði þegar dæmt skipan allra dómara Landsréttar lögmæta. Hæstiréttur Íslands væri æðsti dómstóll landsins og það væri ekki á valdi framkvæmdavaldshafa að víkja dómurum úr embætti, enda yrði þeim einungis vikið úr embætti með dómi, eins og stjórnarskrá kveður á um. 

Þá sagði hún að ógerlegt væri að útlista viðbrögð við dómi sem ekki væri fallinn eða við endurskoðun sem ekki væri samþykkt. 

Fleiri tóku til máls í umræðunni og var þingmönnum m.a. tíðrætt um fordæmisgildi dóma MDE fyrir réttarskipan á Íslandi. Sem dæmi fór Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks, tvisvar upp í ræðustól þar sem hann hnykkti á því að dómar MDE væru ekki bindandi að Landsrétti, og að Hæstiréttur hefði dæmt skipan Landsréttardómaranna fimmtán lögmæta. 

Embættisverk beggja dómsmálaráðherra, þ.e. núverandi og fyrrverandi, voru gagnrýnd á ...
Embættisverk beggja dómsmálaráðherra, þ.e. núverandi og fyrrverandi, voru gagnrýnd á Alþingi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Málið spyr ekki um stjórn eða stjórnarandstöðu

Aðrir, eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, bentu á að ekki væri æskilegt að tala niður MDE og hvatti hún dómsmálaráðherra til að vera í samráði við alla flokka við meðferð málsins. Mikilvægi þessa máls væri slíkt að það spyrði ekki um stjórn eða stjórnarandstöðu. 

Næstsíðast tók málshefjandinn Þórhildur Sunna aftur til máls og gagnrýndi m.a. svör dómsmálaráðherra, og sagði það eitt skýrt mega ráða af þeim að dómsmálaráðherra ætlaði ekki að gera neitt í málinu.

Dómsmálaráðherrann Þórdís Kolbrún lauk svo umræðunni, og sagði að það væri allt í lagi að hafa þá skoðun að hún sýndi mikið ábyrgðarleysi, hún væri hins vegar algjörlega ósammála þeirri skoðun. Það fælist líka ábyrgð í því að bíða með aðgerðir á þar til niðurstaða yfirdeildar lægi fyrir. 

mbl.is

Innlent »

Fara í Garðabæ eftir 80 ár í Borgartúni

18:25 Vegagerðin mun á næstu 14 mánuðum flytja höfuðstöðvar sínar frá Borgartúni í Reykjavík í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Reginn og framkvæmasýsla ríkisins hafa gert samning um uppbyggingu og leigu á nýjum höfuðstöðvum á þessum stað, en þangað verður einnig flutt þjónustustöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði. Meira »

Engin lending komin um þinglok

18:13 Enn þá virðist engin lending komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Viðræðurnar eru í gangi en hljóðið í mönnum er á þá leið að ekki sé mikill kraftur í viðræðunum. Meira »

Fjórir mjög hæfir í starf seðlabankastjóra

18:05 Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög hæfa, en það eru þeir Gylfi Magnússon, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­son, pró­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra. Meira »

„Besta vor sem ég hef upplifað“

17:40 „Þetta er nú bara besta vor sem ég hef upplifað,“ segir Anna Melén sem hefur um áratugaskeið ræktað garðinn sinn í Garðabæ af mikilli alúð. Þar ræktar hún grænmeti, ber og jurtir og er uppskeran oft svo mikil að hún fær um kíló af tómötum á hverjum degi á uppskerutímabilinu. Meira »

Forsetinn mætir á Packardinum á morgun

16:25 Á opnu húsi á Bessastöðum í dag voru gamlar forsetabifreiðar til sýnis. Gestir fengu líka að skoða sig um í vistarverum forsetans. Forsetinn verður á bíl frá 1942 á morgun, 17. júní. Meira »

Víkingar njóta lífsins í blíðunni

15:50 Víkingahátíð er enn í fullum gangi á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, en þar hafa gestir, líkt og aðrir landsmenn, notið veðurblíðunnar um helgina. Meira »

Heiðrún komin í leitirnar

14:02 Heiðrún Kjartansdóttir, sem lýst var eftir seint í gærkvöld, er komin í leitirnar heil á húfi. Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð. Meira »

Úr Sævarhöfða í Álfsnesvík

13:20 Björgun og Reykjavíkurborg hafa undirritað samkomulag um að fyrirtækið fái lóð undir starfsemi sína í Álfsnesvík á Álfsnesi, skammt frá urðunarsvæði Sorpu. Skipulagsferli er hafið og jafnframt er unnið að umhverfismati á svæðinu. Meira »

Varðeldur skapaði stórhættu

12:23 „Það er mjög alvarlegt að gera þetta og við erum að skoða málið. Þetta er inni í skógi og það er tilræði við almannahagsmuni að gera svona,“ segir Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, í samtali við mbl.is. Hann staðfestir að eldur hafi verið kveiktur á tjaldsvæði í Selskógi í nótt. Meira »

Segir húsmæðraorlof tímaskekkju

11:28 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir að orlof húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu sé „algjör tímaskekkja“ en bærinn greiddi um þrjú hundruð þúsund kr. fyrir orlof húsmæðra í fyrra. Meira »

Gekk 100 kílómetra á 36 klukkutímum

10:36 „Þetta var miklu erfiðara en ég átti von á. Ástandið á líkamanum er eiginlega skelfilegt og sársauki allstaðar en allt í góðu samt,“ segir Einar Hansberg Árnason í samtali við mbl.is eftir að hann lauk 100 kílómetra göngu nú fyrr í morgun. Meira »

Ekkert saknæmt talið hafa átt sér stað

10:15 Engar vísbendingar hafa borist lögreglunni vegna hvarfs Heiðrúnar Kjartansdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á miðvikudag. Ekki er talið að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. „Vonandi koma með morgninum eða deginum upplýsingar til okkar,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Meira »

86 mál skráð hjá lögreglunni

07:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum. Meira »

Skýjað sunnan- og austanlands

07:09 Spáð er hægri breytilegri átt eða hafgolu og skýjuðu veðri eða úrkomulitlu sunnan- og austanlands.  Meira »

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

00:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er vitað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Blóð úr ófæddum tvíbura

Í gær, 22:15 Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Meira »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

Í gær, 21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Í gær, 20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »

Þrír skiptu með sér lottópottinum

Í gær, 20:08 Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Fleiri myndir af stiganum á meðfylgjandi mynd eru í möppu 110 á Fésinu okkar, (...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...